Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2008, Qupperneq 10
10 MÁNUDAGUR 3. MARS 2008
Umræða DV
ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf.
STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elín Ragnarsdóttir
RITSTJÓRAR:
JónTrausti Reynisson og ReynirTraustason
FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson
FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson
AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins á stafrænu
formi og (gagnabönkum án endurgjalds.
011 viðtöl blaðsins eru hljóörituð.
AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010,
ÁSKRIFTARSlMI 512 7080, AUGLÝSINGAR 512 70 40.
SANDKORN
■ Björn Bjarnason dóms-
málaráðherra er einn öflug-
asti andstæðingur þeirra sem
hann kallar Baugsmiðla. Sérlega
er ráðherranum uppsigað við
Gunnar Smára Egilsson, íyrr-
verandi ritstjóra Fréttablaðsins
og fram-
kvæmda-
stjóra Dags-
brúnar.
Björn hnýtur
um þau orð
Gunnars
Smára í
þættinum
I vikulok-
in að ísland sé að verða eins og
Kúba. „Málflumingurinn endur-
speglaði sjónarmið, sem virðist
vera stefna Baugsmiðlanna um
þessar mundir, að Island eigi
að ganga í Evrópusambandið,"
bloggar Björn en það vantar þó
rökstuðning fyrir því að Gunnar
Smári sem horfinn er frá fjöl-
miðlum kenndum við Baug, sé
sérstakur talsmaður þeirra.
■ Björn Bjarnason hefúr aldrei
bloggað um Existamiðla eða
Björgólfsmiðla en sjálfur var
hann lengi innvinklaður í
Moggaveldið sem einn eigenda
Árvakurs. Það er ekki loku fyrir
það skotið að Björn muni ganga
aftur til liðs við Árvakur en það
vantar sárlega ritstjóra á það
blað eftir að StyrmirGunn-
arsson hverfur á braut í haust.
Björn þykir henta ágætlega í
starfið þar sem hann er hallur
undir viðskiptablokk Björgólfs
og þar að auki að missa ráð-
herrastól sinn í seinasta lagi á
miðju kjörtímabili og horfúr í at-
vinnumálum hans slæmar.
■ Pétur Gunnarsson á Eyjunni
hljóp illa á sig um helgina þeg-
ar hann bar það upp á Össur
Skarphéð-
insson,
yfirblogg-
ara sinn og
iðnaðarráð-
herra, að
hann hefði
eytt út pistl-
um sínum.
Ýjað var að
því að þetta væri vegna harð-
orðra pistla um Gísla Martcin
Baldursson borgarfulltrúa og
fleiri og þrýstíngur hefði ráðið
því að aftnáð var. Össuri var ekki
skemmt vegna þessa áburðar
sem var úr lausu loftí gripinn og
Pétur baðst afsökunar.
■ Það er hrollur í mörgum þeim
börnum góðærisins sem starfa
sem atburðastjórar banka og
stórfyrirtækja. Nú þegar bauna-
teljarar eru komnir á kreik er
þetta gjaman fýrsta fólkið sem
fær pokann sinn. Hjá Glitni er í
gangi niðurskurður starfsmanna
ogmun
söngvarinn
og atburða-
meistarinn
Jónsi hætta
ávordögum.
f Lands-
bankanum
voru þeir
félagar Jói og
Sinnni. Nú er Signnir Vilhjálms-
son farinn tíl Hive og Jóhannes
Ásbjörnsson sér um gleðina í
bankanum.
»T LEIDARI
L!$| Dauði á vegum ríkisins
iáai rn aiicti nruuirrnki niTCTiÁm ri/nirftn r\ a 4'..: ...'A i.'.a: -1 -
JON TRflUSTI REYNISSON RITSTJORI SKRIFAR
Daudarefsingar eni ekki vid lýdi á Islancli
Um 120 manns eru í fangelsi hverju sinni hérlendis.
Samkvæmt rannsókn Stoða, hagsmunafélags aðstand-
enda fanga, hafa 47 manns látist síðustu fjögur ár
sem voru læstir inni í fangelsi eða voru á leið-
inni í eða úr fangelsi. Samtals níundi hver fangi deyr.
Sumir kunna að hafa minni samúð með föngum en
öðrum, þar sem þeir hafa brotið af sér. Hitt er ljóst
að um leið og ríkið hefur tekið stjórn á lífi fólks
ber það ábyrgð á lífi fólks. Ríkið ber að hluta
ábyrgð á dauða þessa fólks.
í Bandaríkjunum deyja 0,25% fanga árlega.
Þar er vandinn stórtækur og felst meðal ann-
ars í starfsemi gengja, gífurlegum þrengslum og
morðum. Ef sama dánarhlutfall væri hérlendis
myndi fangi aðeins látast þriðja hvert ár. Því fer
fjarri. Síðustu níu ár hafa fimm fangar svipt sig
lífi. Hlutfallslega fleiri fangar svipta sig lífi hér-
lendis heldur en deyja yfirhöfuð í banda-
rískum fangelsum. Þótt fámennið
hér bjóði upp á sveiflur í töl-
fræðinni verður að taka þetta
alvarlega.
Það sjónarmið hefúr orðið ofan á
í fangelsismálum hérlendis að fremur eigi að miða að betnm af-
brotamanna heldur en refsingu þeirra. Hér hefur meiri áhersla
verið lögð á velferð fanga. En það virðist gjörsamlega hafa mis-
tekist. Grundvallaratriði er að þeir menn sem eru fangelsaðir
týni ekki lífi.
Lögreglan er rannsökuð vegna þess að einn fangi slapp úr
haldi hennar. Það er eðlilegt. En hvers vegna hefur ekki
farið fram allsherjarrannsókn á dauða tæplega fimm-
tíu fanga? Þetta kallar á tafarlaus viðbrögð yfir-
valda. Dauðarefsingar eru ekki við lýði á
íslandi og það er nauðsynlegt að
öll kurl komi til grafar.
KRUMLA KREPPUNNAR
SVARTHÖFÐI
Þegar kreppir að hjá bönkun-
um er höggvið þar sem síst
skyldi og atburðastjórarnir
ásamt aðstoðarmönnum látnir fara.
Þetta er í raun furðuleg ráðstöfun
því fátt er nauðsynlegra þegar köld
krumla kreppunnar læðist yfir en
að hafa fýndni og gleði í öndvegi.
Eðlilegra hefði verið að segja upp
þeim fýlupúkum bankanna sem
neita almennilegu fólki um hærri
yfirdrátt og reyna með öllum tíl-
tækum ráðum að ergja viðskipta-
vini sína. Bankarnir verða sameig-
inlega að móta stefnu um að gera
líflð skemmtilegra fremur en auka
á drungann. Það er tíl dæmis marg-
falt meira gefandi fyrir viðskiptavini
Glitnis að eiga þess kost að lesa um
uppákomur sem stjórnað er af Jónsa
en að taka við tuði um of háan yfir-
drátt. Hið sama er uppi á teningnum
í öðrum bönkum þar sem atburða-
stjórar hafa sprotttið upp eins og eð-
alsveppir og fólk hreinlega elskar
að lesa um slíkt.
óðæristíminn sem nú
■virðist vera að baki geymir
óborganlegar frásagnir um
þá gullöld sem ríkt
hefur. Lands-
bankinn
hefur reglulega farið með heilu
þomfarmana af fólki tíl útlanda þar
sem ekkert hefur verið sparað til
þess að gera Islendingunum ferð-
ina ógleymanlega. Þannig fóru ekki
færri en þrír þotufarm-
ar til Mflanó á Italíu
síðasta sumar þar
sem reisnin var
slíkyfirmör-
landanum að
kóngafólk hefði
orðið grænt af
öfúnd. Ferðin þótti
heppnast ótrúlega
vel og þá sérstaklega at-
riði þar sem bankastjóri og stórfor-
stjóri sýndu íslenska glímu. Um mitt
góðærið var komið með Elton John
til Islands og hann látinn syngja í
frystigeymslu Ólafs Ólafssonar, for-
stjóra Samskipa, sem átti afmæli og
lét sér ekki nægja einfalda skúffu-
köku. Ólafur er með allra örlátustu
mönnum og hann gættí þess vand-
lega að allir fjölmiðlar fengju innsýn
í það að hann gaf peninga tíl fátækra
í Afríku. Þjóðin stóð á öndinni
enda fæstír með meiri burði
en svo að greiða mánaðar-
lega nokkur þúsund krón-
ur tíl SOS-þorpa í Afríku.
Þjóðin hreifst af þessum
einstaka manni sem átti
þyrlu til að
tn var t
frystí-
fljúga á í sveitína tíl að nýta tímann
vel.
Og fleiri blómstruðu í
góðærinu. Vikulega
buðu stórfýrirtæki og
bankar völdum kúnnum að
fljúga til útlanda og njóta alls
þess besta sem er í boði þar.
KB-banki gerði enn betur og
réð heimsþekktan gamanleik-
ara til að grínast í auglýsingum
sínum. John Cleese var sem sagt
orðinn einn af þjónum Islendinga
og kom ffarn við hliðina á brottrekn
um Spaugstofuleikara. Auglýsinga-
herferðirnar munu hafa kostað eitt-
hvað um 100 milljónir króna að því
er almannarómur hélt fram.
En Svarthöfði hefur
á tílfinningunni að
nú hafi allt þetta
dregist saman og það
sé ekki sami glansinn
yflr þjóðinni.
Ekkert hef-
ur frést af
afmælis-
veislum á
borð við
þá sem
hald-
geymslunni. Og nýjungar í auglýs-
ingum eru fáar. Við erum
um það bil hætt að gera
heimsffæga einstakl-
inga á sviði lista að
þrælum okkar eða
talsmönnum. Og
í stað þess að vel
haldnir atburðastjór-
ar haldi tölur í kallkerfi
þotna sem eru á leið í átt
til gleðinnar stefnir nú í að
einhverjir þeirra gangi um beina á
almenningsfarrými. En Svarthöfði
er þakklátur, hvort sem er í góðæri
eða kreppu. Það gætí orðið eftír-
minnilegt að fá sjálfan atburðastjóra
Glitnis, Jónsa, til að bjóða sér kaffi
á flugleiðinni Reykjavík, Kulusuk
Svarthöfði er almúga-
maður og víst er að
við þann atburð
fyndist honum
hann vera kom-
inn í raðir hinna
riku.
„Það er búið að vera ansi hryssingslegt
veðrið og það má alveg fara að koma
vor bráðum. Það má alveg fara að
minnka snjóinn og koma smá grænt.
Mér líkar ágætlega við snjóinn en
slabbið, drulluna og umhleypingarnar
þoli ég illa."
Sigrún Skúladóttir,
52 ára skrifstofumaður
„Þetta er búinn að vera langur og
strangur vetur. Það er allt í lagi í smá
tíma en ekki of lengi. Ég vil að nú fari
að vora þannig að við fáum smá sól og
grænt."
Atli Sæbjörnsson,
37 ára atvinnurekandi
„Ég er kominn með nóg af þessu
veðurfari, eru ekki allir komnir með
nóg af þessu? Vetrarharkan er búin að
vera óvenju mikil og veðurfarið óvenju
hart. Ég er alveg hrifinn af vetrinum en
harkan má ekki standa svona lengi yfir.
Nú vil ég fara að sjá breytingu."
Hjálmar Harðarson,
60 ára veitingamaður
„Ég skil ekki alveg hver pantaði þetta, sá
á inni vel valin orð. Þó svo mér sé ekki
illa við snjóinn þá má vetrinum alveg
linna því allt er gott í hófi. Ég er orðin
þreytt á þessu, eiginlega alveg búin á
því. Ef ég hefði einhver tækifæri til væri
ég löngu búin að yfirgefa skerið."
Laila Margrét Arnþórsdóttir,
46 ára ráðgjafi