Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2008, Page 11
PV Sport
MÁNUDAGUR 3. MARS 2008 11
m
EITTSTtó
eimskip
1
4
Sigurður Eggertsson, leikmaöur Vals, sleit eitthvað í náranum aö eigin sögn í bikarleiknum:
SIGURÐUR LENGIFRÁ?
„Ég held svei mér þá að ég hafl
slitið allt í náranum. Ég fór í náran-
um tveimur æfingum fyrir leikinn
og hef verið tæpur síðan. Helvít-
ið hann Hjalti Pálma vildi eitthvað
fá að spila og felldi migsagði Sig-
urður Eggertsson glaður eftir leik-
inn. Sigurður meiddist snemma
leiks og gæti verið lengi frá. Allavega
býst Óskar Bjarni, þjálfari Vals, ekki
við honum í næstu leikjum. „Ég var
ógeðslega klár í þennan leik en því
miður held ég að það hafi farið allt
í náranum," sagði Sigurður og bætti
við að það hefði bara verið fínt að
sitja fyrir utan völlinn. „Ég fékk fullt
af súkkulaði og ég var að háma í mig
allan tímann. Þetta var líka búið í
hálfleik að mínu mati og það gerði
bekkjarsetuna aðeins auðveldari.
Mér fannst þeir aldrei eiga séns.
Þeir geta spurt sig Framarar hvert sé
Reykjavlkurstórveldið í handbolta."
Ólafur Haukur Gíslason, fyrir-
liði Vals, var að vonum kampakátur
í leikslok og var kominn með Einar
son sinn í fangið sem fagnaði með
pabba sínum. „Þetta er svo geggj-
að, einn leikur, frábær umgjörð og
fólkið í stúkunni. Hvað vill maður
meira?
Þetta var algjör slátrun að hætti
Rambó. Við komum hungraðir til
leiks, viljinn var okkar megin, við
vorum á tánum og við vorum með
þetta allt. Þeir vissu ekkert hvað þeir
voru að gera fyrsta korterið." Ólaf-
ur byrjaði ekki inni á heldur á vara-
mannabekknum og var ekki sátt-
ur skiljanlega. Hann kom þó inn af
miklum krafti þegar Pálmar skipti
sjálfum sér út af. „Ég var lengi að
troða fýlunni úr mér þegar við kom-
um inn í sal og er jafnvel enn ekki
búinn að því en svona er handbolt-
inn. Þjálfarinn ræður og maður
verður að hlýða því sem hann segir.
Ég held ég hafi fengið á mig ein-
hver tvö mörk í fýrri hálfleik og það
er ekki hægt að kvarta yfir því. Þeg-
ar Ingvar fór svo af velli vorum við
í vandræðum, heljarinnar vand-
ræðum. Við þurftum að ákveða nýja
vörn og við prófuðum einhverj-
ar nýjar sem gekk ekkert. Við vor-
um aðeins of værukærir með svona
mikið forskot en við unnum þannig
að hverjum er ekki sama?" sagði Ól-
afur um leið og hann tók við bikarn-
um eftirsótta.
Fyririiðanum fagnað
Sigurður Eggertsson fagnar
hér Ólafi Hauki sem lyftir
bikarnum hátt á loft.