Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2008, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2008, Side 17
DV Sport MÁNUDAGUR 3. MARS 2008 17 UNITEDÁGÓÐUSKRIÐI Sir Alex Ferguson gat leyft sér að hvíla þá Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney en það kom ekki að sök því liðið vann öruggan sigur á slöku liði Fulham HÖRÐUR SNÆVAR JONSSON bladamadur skrifar: sport^dv.is Manchester United sótti Fulham heim á Craven Cottage en United var þremur stigum á eftir Arsenal íyrir leikinn. Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney byrjuðu á bekkn- um en liðið á mikilvægan leik gegn Lyon í Meistaradeild Evrópu á þriðjudag. Danny Murphy var ná- lægt því að koma heimamönnum yfir eftir tíu mínútna leik en fyrr- verandi leikmaður liðsins, Edwin van Der Saar, náði að slæma hend- inni í boltann og varði vel. United komst svo yflr fimm mín- útum síðar þegar Owen Hargreav- es skoraði beint úr aukaspyrnu. Hargreaves setti boltann í mark- mannshornið og spurning hvort Anti Niemi, markvörður Fulham, hefði ekki átt að verja skotið. Þetta var fyrsta mark Hargreaves fyrir United frá því að hann gekk í raðir félagsins í sumar en hann hefur átt við þráðlát meiðsli að stríða á þess- ari leiktíð. Forysta Manchester jókst svo þegar ein mínúta var eftir af fyrri hálfleik, Nani sem átti frábær- an dag fékk boltann inni í teig og renndi honum til hliðar á Paul Scholes sem kom í utanáhlaupi, Scholes átti góða fyrirgjöf sem rat- aði beint á kollinn á Ji-Sung Park sem skallaði boltann í slána og inn. Frábært mark hjá Park eftir góðan undirbúning frá Scholes og Nani. Simon Davies, leikmaður Ful- ham, skoraði svo síðasta mark leiksins þegar átján mínútur voru til leiksloka. John O'Shea ætlaði að gefa fyrir markið en Davies kom á ferðinni og lagði boltann snyrti- lega framhjá Anti Niemi og í sitt eigið net. Lokastaðan 0-3 en Un- ited er nú einu stigi á eftir Arsen- al og ljóst er að baráttan um sigur í deildinni verður gríðarlega hörð en Chelsea er aðeins þremur stig- um á eftir United og langt frá því búið að segja sitt síðasta orð. Frábært að hvíla Ronaldo og Rooney Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var gríðarlega sáttur í leikslok en hann hvfldi þá Wayne Rooney og Cristiano Ron- aldo í leiknum. „Það sem mér fannst jákvætt var að ég gat breytt liðinu. Við eigum mikilvægan leik gegn Lyon á þriðjudag og að geta hvílt Rooney og Ronaldo var virki- lega mikilvægt. Liðið sem ég valdi gerði frábærlega, þeir lögðu virki- 0:3 MEÐ BOLTANN 40% SKOTAÐMARKI SK0TÁMARK RANGSTÖÐUR HORNSPYRNUR AUKASPYRNUR GUL SPJÖLD RAUÐ SPJÖLD Hargreaves 15, Park 44, Davies 72 sm. ,q Niemi,Stalteri,Hangeland, Hughes, Konchesky,Vob (Kamara 90), Johnson (Nevland 90), Bullard, Murphy (Smertin 64), Davies,McBride. ÁH0RFENDUR: 25,314 Van der Sar, Evra, Ferdinand, Brown, 0'Shea, Nani (Anderson 75), Scholes, Hargreaves, Park, Tevez(Ronaldo69),Saha (Rooney 69). MAÐUR LEIKSINS Owen Hargreaves, Man. Utd lega hart að sér. Mér fannst Ful- ham ekki ógna oklcur mikið inni í teig en fyrir utan teig spiluðu þeir góðan bolta og pressuðu okkur mikið og það reyndi á okkur. Að skora mark rétt fyrir hálfleik sló þá út af laginu. Þetta var flott mark Jtjá Ji-Sung, hans fyrsta á tímabilinu og við erum ánægðir með hann. Sig- urinn í deildinni gæti ráðist á mar- kamun það er engin spurning og ég held að við eigum sjö mörk á Arsenal núna," sagði Ferguson. Ekkert ómögulegt Roy Hodgson, stjóri Fulham, var elcki brattur í leikslok en liðið er í bullandi fallbaráttu. „Ég held að það sé ekld ómögulegt fyrir olckur að vinna fimm leiki af síð- ustu tíu, það verður erfitt en ekki ómögulegt. Manchester United er með frábært lið, 3-0 hljómar eins og að þeir hafi yfirspilað okkur en mér fannst það eklci vera raunin. Fyrir mig snýst þetta bara um að koma sér aftur að verki og fara að ná í stig," sagði Hodgson. FYRSTA MARKIÐ Hargreaves í þann mund að skora sitt fyrsta mark. Illllll li M IM - ■ 'k GÓÐUR Kóreumaðurinn Ji Sung Parkátti góðan leik. James Harper skoraði í uppbótartíma og tryggði Reading mikilvægan sigur: Harper tryggði Reading fyrsta útisigurinn Reading sótti Middlesbrough heim en Ivar Ingimarsson var í byrj- unarliði Reading og átti góðan dag. Reading hefur gengið hræðilega að undanfömu en liðið hafði ekki náð í stig í síðustu átta leikjum eða frá því í desember. Afonso Alves var ná- lægt því að koma Middlesbrough yfir í fyrri hálfleik þegar hann átti góða aukaspyrnu en Marcus Hahnem- ann varði vel. Fátt markvert gerðist í síðari hálfleik en sigurmarkið kom í uppbótartíma. Stephen Hunt geyst- ist upp vinstri kantinn og lagði bolt- ann út í teig þar sem James Harper kom á ferðinni og tryggði Reading gríðarlega mikilvægan sigur í botn- baráttunni. Gareth Southgate, stjóri Middles- brough, var vonsvikinn í leilcslok. „Við gerðum ekki nóg til að vinna leikinn þrátt fyrir að við hefðum verið líklegri til að skora. Þeir spiluðu mjög vel og við vomm þreyttir eftir bikarleikinn í vikunni sem fór í framlengingu. Við náðum ekld að brjóta þá niður, and- rúmsloftið á vellinum var lélegt og smndum þurfa stuðningsmennirnir að stíga upp með oklcur" sagði South- gate. Það var annað hljóð í Steve Copell en þungu fargi var létt af honum með sigrinum. „Þetta voru frábær úrslit, að hafa ekki unnið á útivelli á þess- ari leiktíð. Leiksldpulagið gekk full- komlega upp, við vissum að Middl- esbrough hefði spilað í 120 mínútu í miðri vilcu, við vissum að þeir yrðu þreyttir síðustu 10 til 15 mínúturnar og það sannaði sig. Að halda hreinu var frábært og að taka stigin þrjú var mikilvægt. Það var frábært að ná stígi og ég vona að þetta hafi bara verið byrjunin," sagði Copell. -hsj Q.<| Harpef90. 56% MEÐ BOLTANN 44% MIDDIESRR0U0H 13 SK0TAÐMARKI 3 SK0TÁMARK 2 RANGSTÖÐUR 7 H0RNSPYRNUR g Sdiwarzef,Young,Wheater, F’ogatetz, Grounds, 0'Neil, 3 Boateng (Johnson 74), Arta 5 (Cattermole59),Downing,Alves (Mido 68), Sanli. 17 AUKASPYRNUR 11 4 GUL SPJÖLD 5 0 RAUÐ SPJÖLD 0 ÁH0RFENDUR: 23,273 READIN0 Hahnemann,Rosenior,lvar, Bikey, Shorey, Oster (Kitson 68), Harper, Matejovsky (Kebe 85), Hunt, Doyle (Qsse 85), Long waÆgjsari, TlT^llf1riT* MAÐUR LEIKSINS James Harper, Reading Hetja Reading James Harper fagnar sigurmarkinu. Jafntefli hjá Man. City og Wigan. SÓKNIN í M0LUM Smá hikst og smá áhyggjur Sven- Göran Eriksson hefur áhyggjur af sóknarleik liðsins. Manchester City hikstar í bar- áttunni um Evrópusætí og að þessu sinni var það Wigan Athletíc sem náði stigi á City of Manchest- er stadium. Fyrri hálfleikur var slakur og fátt um færi. Einu sldpt- in sem marki var ógnað var þeg- ar Manchester City-menn skutu löngum skotum að Kris Kirkland, markverði Wigan. Ekkert mark var þó skorað í fyrri hálfleik og áhorf- endur bauluðu á leikmenn þegar þeir gengu til búningsklefa. Wigan kom sterkt inn í seinni hálfleik þó Manchester City hefði fengið íyrsta færið. Benjani Mwaruwari fékk góða sendingu fyrir markið en hitti knöttinn illa á marlcteig og hann fór ffamhjá. Ergelsi áhorfenda minnk- aði ekki við það að Wigan fór að halda boltanum meira og meira. Eftír slæmt tap fýrir Everton síð- astliðinn mánudag vildu áhang- endur City fá jákvæðari viðbrögð frá sínum mönnum. Wigan var nærri því að skora undir lok leiks- ins þegar Palacios skaut föstu skotí frá vítapunkti en Joe Hart varði vel, Palacios skaut svo föstu skotí langt yfir markið úr ffákastinu. Leikar enduðu því 0-0 og Sven- Göran Eriksson hefur áhyggjur af sóknarleik liðsins. „Ef við sækjum ekld hratt eigum við í erfiðleikum með að skapa færi. En mér fannst við hættulegir allt þar til í lokin en við náðum ekki að skora og því fór sem fór. Ég hef áhyggjur af marka- leysi okkar á heimavelli og við náum ekki brjóta niður varnir and- stæðinganna. Við þurfum á sigri að halda," segir Eriksson. Steve Bruce, stjóra Wigan, langaði í sig- ur. „Maður tekur alltaf stigi en mér finnst að við hefðum átt að vinna. City elti okkur allan leikinn og við fengum eitt til tvö mjög góð færi. Ef við höldum áfram að spila með þessum styrk náum við að tryggja okkur í deildinni. Mér fannst við frábærir á löngum köflum í leikn- um. Við börðumst eins og ljón en við nýttum ekki færin okkar," segir Eriksson. vidar@dv.is JH II 0:0 52% MEÐ B0LTANN 48% MAN.CIIY 9 SKOTAÐMARKI 4 3 SKOlAMARK 1 3 RANGSTÖÐUR 4 7 HORNSPYRNUR 7 Hart, Coriuka, Dunne, Onuoha, Ball,Vassell, Gelson, Elano (Cakedo 49), Johnson, Ireland (Castillo 63), Mwaruwdri. 11 AUKASPYRNUR 12 WIGAN 0 GULSPJÖLD 1 0 RAUÐ SPJÖLD 0 ÁHORFENDUR: 38,261 Kiridand, Melchiot, Schamer, Boyce, Edman,Valencia, Brown, Palacios, Koumas, Heskey, King (Sibierski 66). 1 f f|Tf|’ 1 MAUUR LEIKSINS Paul Scharner, Wigan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.