Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2008, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2008, Page 30
30 MÁNUDAGUR 3. MARS 2008 Síðast en ekki síst DV t. BÓKSTAFlega „Þetta mark er brandari." ■ Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður á Sýn, að lýsa leik Bolton og Liverpool eftir að Steve Gerrard setti knöttinn ( markið á ævintýralegan hátt. „Ég get ropað rosalega hátt oglengi." ■ Hin glæsilega Svala Björgvins, í DV, spurð hvort hún hafi einhverja leynda hæfileika. „Stílistarhafa eyðilagt allt. Engin vill vera Björk, ég elska Björk og við þurfum Björk," i Bandaríski kvikmyndaleikstjór- inn John Waters í tískutímaritinu WWD. „Nei,égheld ekki, þeir eru svo viðkvæm- ir þarna í Bandaríkjunum." ■ Rúnar Rúnarsson kvikmyndagerðar- maður, í MBL. Rúnar var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir stuttmyndina Síðasti bærinn í dalnum. En er ekki viss um að næsta mynd hans hæfi Akademíunni. „Hjörð afógeðum." ■ Gagnrýnandi blaðsinsNewYorkSun segirað (slendingar séu ekki sýndir ( fögru Ijósi í Mýrinni eftir Baltasar Kormák. % „Allt stafar þetta af, að fólk er fífl. Það hefur ekki greind til að leika hlutverk herra jarðar." ■ Jónas Kristjánsson, jonas.is. Jónas er einn þeirra sem gruna að heimurinn sé að fara til fjandans. „Ég hélt þetta væri einhver snilld en þá var þetta bara Pappírs-Pési 2" ■ Dr. Gunni á bloggi sínu, um kvikmynd- ina Astrópíu sem olli honum vonbrigð- „Þeirgera spurt sig Framarar, hverjir em Reykjavíkurstór- veldið." ■ Sigurður Eggertsson, leikmaður Vals, - enhannogfélagar hans hömpuðu l-lPfc JS1 bikarmeistaratitl &&&! ioum um helgina ‘ með fræknum sigri pr áFram- LORDILANGAR AÐ HITTA SILVÍU NÓTT Finnska skrímslið Lordi var statt á landinu um helgina í tilefni þess að hryllingsmyndin Dark Floors, The Lordi Motion Picture, var frum- sýnd á föstudaginn. Lordi sigraði svo eftirminnilega í Eurovision-keppninni árið 2005 og er myndin byggð á persónum hljómsveitarinnar. Hver er Lordi? „Lordi er karakter. Hann er mesta skrímsli allra skrímsla, hann er stór og mikill og söngvari í hljómsveit- inni Lordi." Hvaðan ert þú? „Ég er frá Lapplandi í Finnlandi." Hvernig finnst þér ísland? „Mér finnst það frábært. Ég er búinn að vera svo hissa á því að það séu engin tré hérna en ég var einmitt að keyra áðan og sá glitta í nokkur. Mér finnst líka mjög undarlegt veð- ur hérna. Akkúrat núna er mjög fal- legt veður en það gæti orðið snjó- stormur hérna eftir fimm mínútur. Ég held að ísland sé ekki á þessari jörð. mér líður eins og ég sé á tungl- inu eða eitthvað." Af hverju kepptuð þið í Euro- vision? „Okkur var boðið að taka þátt. Við vorum náttúrulega sannfærðir um að við myndum aldrei sigra svo við ákváðum bara að skella okkur í sjónvarpið til að kynna nýju plötuna okkar sem var að koma út." Voruð þið frægir áður en þið tókuð þátt t Eurovision? „Já, í Finnlandi, Þýskalandi, Bret- landi, Ástralíu, Spáni og Sviss. Ég held reyndar að það sé ástæðan fyrir því að við unnum keppnina. Því aðdáendur okkar eru ekki vanir að horfa á Eurovision og taka þátt í kosningunni en þarna gerðu þeir það og kusu okkur svo við unnum." Hefur þú heyrt íslenska Eurov- ision-lagið í ár? „Nei, reyndar ekki en ég fílaði Silvíu Nótt vel á sínum tíma. Eg var reynd- ar mjög hissa á því að hún væri hætt með þann karakter og að það hefði allt farið niður á við hjá henni eft- ir Eurovision. Ég væri virkilega til í að hitta hana núna. Kannski reyni ég bara að koma mér í samband við hana og hitta á hana?" Hver eru áhugamál þín? „Hart rokk, hryllingur í allri sinni mynd, góður matur, nammi, gos- drykkir og hundar. Listinn er reynd- ar miklu lengri en einhvers staðar verð ég að hætta." Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Pitsa með pepperóní og tvöföldum skammti af osti." Hvað óttast þú mest? „Sem Lordi óttast ég ekki neitt en þegar ég er kominn úr karakter ótt- ast ég það sama og aðrir. Ég óttast hlýnun jarðarinnar og allar þessar klisjur. Svo er ég líka mjög hræddur við hesta." Hver er uppáhaldshryllings- myndin þín? „The Ring, Evil Dead 2 og Texas Chainsaw Massacre." Átt þú fjölskyldu í Finnlandi? „Já, ég á eiginkonu og þrjá hunda. Þegar ég er kominn í Lordi-búning- inn er ég eins og risastórt hunda- dót fyrir hundana mína því bún- ingurinn er búinn til úr gúmmíi." Hver er draumurinn þinn? „Það er að vera kleift að gera það sem mig langar að gera eins lengi og ég get." SANDKORN ■ Eins og fram kom í DV síðast- liðinn föstudag mun Jón Jósep Snæbjörnsson í hljómsveitinni í svörtum fötum ljúka störfum hjá Glitni ánæstu mánuð- um. Héldu margir að Jónsi hefði verið rekinn ásamt öðrum starfsmönnum úr viðburðardeild. En svo var víst ekki, Jónsi var aðeins ráðinn sem verktaki og var því Ijóst frá upphafi að hann myndi ljúka störfum í vor. Hins vegar hafa Glitnis-menn verið eitthvað ákafir því búið er að strika Jónsa út af starfsmannalista sem hægt er að sjá á heimasíðu Glitnis. ■ Eins og kunnugt er skiptust starfsmenn Rásar 1 og Rásar 2 á þáttum síðastliðinn föstudag í tilefni hlaupársdagsins. Magn- ús Már Ein- arsson, sem aUajafna sér um þátt- inn Brot úr degi á Rás 2, stýrði Hlaup- ý anóttmni en í stað hans hélt Sigríður Stephensen um stjórnartaum- ana í Brot úr degi. Sigríði leysti verldð bara vel af hendi, og nýtti hún líka tækifærið til að skjóta létt á Magnús. Eftir að hún hafði kynnt sig í upphafi þáttar og útskýrt fjarveru hans sagði hún hlustendum að sökum vista- skipta þáttastjómenda mætti búast við færri fréttum af Amy Winehouse, tunglinu og Elvis í Brot úr degi þennan föstudag- inn. ■ Danska hljómsveitin Munich, sem spilaði á þrennum tónleik- um á Islandi á dögunum, hefur greinilega verið iðin við að taka myndir á íslandstúr sínum. Á myspace-síðu sveitarinnar, myspace.com/munichdk, má sjá fjölda mynda frá klakanum. Bæði frá tónleikum þar sem má sjá glitta í hressa íslenska tónleikagesti og ffá daglegu lífi sveitarinnar. Er ekki annað að sjá en þessar dönsku indí-popp- stjömur hafi skemmt sér vel á íslandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.