Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2008, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2008, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 10. MARS 2008 Umræða DV ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaðiö-Vísir útgáfufélag ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elín Ragnarsdóttir RITSTJÓRAR: JónTrausti Reynisson og ReynirTraustason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins á stafrænu formi og (gagnabönkum án endurgjalds. öll viötöl blaösins eru hljóðrituö. AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010, ÁSKRIFTARSlMI 512 7080, AUGLÝSINGAR 512 70 40. SANDKORN ■ Landsmenn tóku höndum saman í síðustu viku og söfn- uðu fé í styrktarsjóð UNIFF.M til afnáms ofbeldis gegn konum að frumkvæði Hrundar Gunnsteins- dóttur og samherja í Fiðrildavik- unni. Hertz lagði sitt af mörkum og auglýsti í síðustu viku að tíu prósent af leigu kvenna rynnu í sjóðinn. Einhverjum svelgdist á enda ólöglegt að leigja konur út. Nema auðvitað að hugsunin væri sú að tíu prósent af þeirri leigu sem konur greiddu fyrir bílaleigubíla rynni í sjóðinn. Og kynnu þá einhverjir að tala um mismunun á grundvelli kynferðis. ■ Ómar Ragnarsson lendir enn í vanda með netið á ferðalög- um sínum. Fyrir nokkru var hann á ferð á Norðurlöndum og hét því þá að fara eftirleið- is með eigin tölvu í ferðalög til útlanda vegna þess að hann gat ekki skrifað á heimasíðu sína meðt'slenskum stöfum. Ómar hafði því varann á sér þegar hann hélt til Flór- ída nýlega og hafði fartölvuna með. Það skilaði þó ekki tilætluðum árangri því einhverra hluta vegna reyndist hvergi unnt að tengja fartölv- una. Varð Ómar því að sætta sig við að skrifa áfram á heimasíðu sína án íslenskra broddstafa. ■ Allsherjarnefnd kemur sam- an í dag. Engir þingfundir eru í dag og á morgun og því ætti nefndarmönnum að gefast góður tími til að ræða hin ýmsu mál sem bíða nefndarinnar. Það mál nefndarinnar sem mest hefur verið rætt um opin- berlega undanfarið er þó hvergi að finna á dagskránni. Það er frumvarp Valgerðar Bjarna- dóttur um að afnema lífeyris- sjóðsforréttindi þingmanna. Birgir Ánnannsson, formaður nefndarinnar, benti auðvitað á það í síðustu viku að venjan væri að ræða helst stjórnar- frumvörp og væru þingmanna- frumvörp aftarlega í forgangs- röðinni. ■ Eitt eftirminnilegasta við- talið sem tekið hefur verið við Björn Bjarnason var viðtalið sem Koíbrún Bergþórsdóttir tók við hann fyrir margt löngu þar sem Björn lýsti aðdá- un sinni á Bruce Willis. Kvikmyndir eru honum enn ofarlega í huga og undrast hann á vef sínum grimmdina og ofbeld- ið í óskarsverðlaunamyndun- um There Will Be Blood og No Country For Old Men. LEIDARI Varðmenn hás matarverðs BRYNJÓLFUR Þ0R GUÐMUNDSSON FRETTASTJÓRISKRIFAR. „ 1‘etln ertiuói’ilad svo mikil Inasni ud Ámi ivtti uö skammast sin." Ráðherrarnir Einar K. Guðflnnsson og Ámi Mathiesen ætla að tryggja að íslendingar greiði áfram eitthvert hæsta matvælaverð í heimi. Þeirra pólitíska starf í þess- um geira mannlífsins miðar að því að það verði mun dýr- ara en þörf krefúr að kaupa í matinn. Einar og Ámi hafa báðir lýst því yflr að undanförnu að ekki standi tU að lækka vemdartoUana sem íslenska landbún- aðarkerfið snýst að stórum hluta um. Þessir vemdar- toUar sem em notaðir tíl að halda uppi aUtof háu mat- arverði eiga sér trausta verjendur í landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og fjármálaráðherra. Þannig er tryggt að íslenskir neytendur verða að greiða eitt allra hæsta matvælaverð sem um getur á jarðarkringlunni. Fátæku fólki er gert enn erfiðara fyrir en eUa að kaupa inn tíl heimUisins. Þetta er stefna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, að því er virðist Frjálslynda flokksins og Vinstri-grænna líka. Einhverjar raddir heyrast í aðra átt frá Sam- fylkingunni en ekki verður vart að því fylgi nokkrar gjörðir, bara tal. AUa vega er víst að það er stefna þessarar ríkisstjórnar líkt og þeirrar síðustu að íslenskir neytendur eigi að borga miklu meira fyrir matinn en þeir þyrftu að borga ef opnað væri fyrir samkeppni frá útlöndum. Stjómarherrum finnst að því er virðist hið besta mál að maturinn sé dýr á íslandi. Ámi Mathiesen fjármálaráðherra sagði í svari við fyrirspum Bjama Harðarsonar, þingmanns Framsóknarflokksins, fyrir helgi að Bjami þyrfti ekki að hafa áhyggjur af þvf að nokkur sú vinna væri í gangi þar sem hagsmunir annaðhvort neytenda eða bænda væm fyrir borð bomir. Þetta er auðvitað svo mikU hræsni að Ámi ætti að skammast sín. Hagsmunir neytenda em fyrir borð bomir hvem einasta dag ársins. Þetta hafa íslensk stjórnvöld tekið ískalda ákvörðun um. íslensk stjórn- völd ráða því að toUar á margar erlendar matarteg- undir em svo háir að íslenskir framleiðendur geta sett upp nánast hvaða verð sem er fyrir afurðir sín- ar. Samkeppnin frá útlöndum er nefhUega stoppuð af. Nú er í tísku að tala um mataröryggi þjóðar. SUkt tal er fyrirsláttur. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að svelta við það eitt að íslenskir bændur verði að búa við samkeppni erlendis frá eða að maturinn yrði stór- hættulegur. Matarverð yrði sennUega sveiflukenndara en verið hefur. Það væri þó ekki slæmt. Það er betra að borga sveiflukennt lágt verð en stöðugt hátt verð. Höfum í huga að vemdartoUamir í landbúnaði eru og hafa aUtaf verið hugsaðir tU að vernda bænd- ur gegn erlendri samkeppni. Þeir hafa aUtaf verið hugsaðir tU að halda verði háu. Svo lengi sem ráðamenn viðhalda vemdartoUun- um viðhalda þeir háu matvælaverði. Þeir ættu að skammast sín. FLAGARANN AFTUR í HVÍTA HÚSIÐ Svarthöfði man hversu heim- urinn var góður á meðan flag- arinn Bill Clinton réð ríkj- um í Hvíta húsinu. Clinton hafði meiri áhuga á því að subba út bláa kvöldkjóla en drepa Araba. Og þess vegna var hryðjuverkavá ekki helsta áhyggjuefni heimsbyggðarinnar sem glímdi við það lúxusvandamái að reyna að átta sig á hvort munnmök skilgreindust sem kynlíf eður ei. Þegar flagarinn tókföggur sínar fyllti veruleikafirrtur púrítani og alki á þurrafylliríi skarð hans og heimur- inn fór á hliðina. Turnar hrundu og blóð sak- lauss fólks í Afganistan og Irak blandaðist galls- vartri stríðsgróðaolíu. Flagarar eru betri leið- togar en ofsatrúarmenn. Það veit Svarthöfði enda sjálfur lausgyrtur en hefur aldrei gert flugu mein svo heitið geti. Svarthöfði hef- ur síðustu mánuði því eðlilega alið í brjósti sér draum um veröld betri þar sem góðar líkur em á að flagar- inn Clinton komist aftur í Hvíta hús- ið. Að vísu nú undir pilsfaldi hinnar kokkáluðu eigin- konu sinnar. Svarthöfða brá því illilega í síðustu viku þegar sjálft Ríkissjónvarpið upp- lýsti nánast allan lands- lýð, sem horfir nauðbeygð ur á RÚV með rafmagnsmæli ívasanum, að Hillary Clinton hefði uppi áform um að myrða amerísk börn í fastasvefni. Þessu átti Svarthöfði bágt með að trúa þótt ýmsu megi ljúga upp á þau heiðurshjón, Hill og Billary, í ljósi þess að þeim hefúr orðið fótaskortur á siðferðissvellinu. En George W. Bush hefúr hingað til sýnt miklu sterkari tllheigingu til þess að vilja myrða börn en nokk- urn tíma hin landsmóðurlega Hillary. A uðvitað má halda því J \ fram að hjónin séu gír- X Aug og valdagráðug og fórni öllum prinsippum til þess að endurheimta kalda hjónasæng sína í Hvíta húsinu. Annars væm þau vitaskuld löngu skilin. 1 T“ Vs rangaveltur um siðleg hei- lindi þeirra eru þó aukaat- riði þar sem Bill hefur þeg- ar sýnt fr am á að krónískir flagarar og siðleysingjar geta verið fyrirtaks forsetar. Það er því með öllu ólíðandi að ríkisstofnun með einokunarstöðu á fjölmiðlamarkaði skuli leggjast jafn lágt og raun bar vitni í ófærgingar- herferð gegn þeim hjónum. S' t t I varthöfði skilur í .raun ekkert í því ' hvers vegna kosn- ingaskrifstofa Hillaryar hefur ekki gert athug- semd við fréttaflutning Kastljóss og ráðið Vilhjám H. Vilhjálmsson lögmann til að gæta réttar síns gagnvart íslenska bákninu. Svarthöfði deilir ekki jafnaðargeði hins skörulega forseta- frambjóðanda og mun gera Þórhall Gunnarsson í Kasdjósi og hans fólk persónulega ábyrgt fyrir því ef helför heimsbyggðarinnar mun halda áfram í fjögur ár komist flag- arinn ekki aftur að eftirsótt- asta kjötkatli heims. Þar sem hann getur útdeilt rétt- læti og sæði sínu á meðan heimsbyggðin jafnar sig á afleiðingum átta ára fjarvem hans. SVARTHÖFÐI DÓMSTÓLL GÖTUmAR Á AÐ DRAGA ÚR TOLLUM Á INNFLUTTA MATVÖRU? „Matvöruverð er alltof hátt á íslandi og lækkun tolla myndi auka samkeppni. Það hlýtur að vera til góðs." Kristmann Eiðsson, 71 árifyrrverandi kennari „Já, ég tel það stuðla að samkeppni og lægra matarveröi. Þessi tvö atriði vantar bæði í þjóðfélagið. Landbúnað- urinn stenst þetta með þvl að gera það sem hann gerir best, að framleiða hágæðavörur." Kristján Stefánsson, 38 ára söiumaður „Ég vil hafa verndartoll á innlenda framleiðslu. Mér finnst óskynsamlegt þegar menn tala um að það eigi að flytja allt inn. Við eigum að vera okkur sjálfum næg." Sverrir Kristjánsson, 65 ára bóndi „Já, það er frumskilyrði ef við ætlum að borða. Ég held að þetta myndi líka leiða til þess að fólk myndi borða hollari mat, þar sem það gæti nálgast gæðavöru á lægra verði." Hrafnhildur Hákonardóttir, 48 ára einkaþjálfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.