Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2008, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2008, Síða 16
16 MÁNUDAGUR 10. MARS 2008 Sport PV Ten Cate skammar fjölmiðla HenkTen Cate, yfirmaður knattspyrnu- mála hjá Chelsea, segir harða gagnrýni fjölmiðla hafa áhrif á undirbúning liðsins fyrir leiki.„Maður hefði ekki haldið að það væri svona mikil pressa frá fjölmiðlum þar sem við erum að standa okkurvel. Hinsvegarer hún gríðarlega mikil. Ein slæm úrslit og allir eru tilbúnir að hengja þig f fjölmiðlum. Ég kom til Chelsea í leit að friði. Ég vildi vinna á toppnum en á sama tfma fá frið, en það er ekki hægt í Englandi. Það sem fer mest í taugarnar á mér er þegar leikmenn leka sögum vísvitandi af æfingasvæðinu en svona er þetta," segirTen Cate. Ég er ekki slæmur strákur Emmanuel Eboue, leikmaður Arsenal, hefur legið undir ámæli á yfirstandandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni fyrir að vera óheiðarleg- urleikmaður. Eboue hefur fengiðfimmgul spjöld auk þess að hafa fengið rautt spjald í ensku bikarkeppninni f leikgegn Manchester United. Hann segist hins vegar vera dæmdur óheiðarlega.„Fólk heldur að ég sé slæmur strákur en ég er það ekki. Ég er heiðarlegur leikmaður. Ég sver að ég snerti Evra aldrei og veit ekki af hverju ég fékk rautt spjald. Ég stökk upp í loftið til þess að verja mig, annað ekki. Ég veit það núna að ég þarf að fara varlega þegarég erá vellinum," segir Eboue. Hugsar um aö breyta leikstílnum Cristiano Ronaldo leikmaður Manchester United segist hugsa um að breyta leikstíl sfnum vegna þess að leikmenn með tækni fá ekki vernd frá dómurum.„Dómarar vernda ekki tækníska leikmenn. Ég hugsa að Eduardo, eins og ég, sé stundum hræddur við að nota tækni mína af því að sumir leikmenn þrjóta hrottalega á manni og dómarar vemda varnarmenn, ekki tækníska leikmenn. Þetta er mjög leiðinlegt og ég hugsa mikið um að breyta leik mínum þegar dómarar dæma ekki vfti, gefa gul spjöld eða rauð. Það er mjög erfitt að spila undir svona aðstæðum," sagði Ronaldo. Ferdinand vill enda ferilinn hjá United Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United, vill enda ferilinn hjá Manchester United.„Ég vil enda feril minn hjá United og planið er að skrifa undir nýjan samning sem mun tryggja það. Ég vil ekki tala um það sem gerðist í fortíðinni, ég held að það sé augljóst að ég er ánægður hjá United. Það er mikilvægt fyrir mig að tryggja framtíð mfna hérna. Það er mikilvægt fýrir alla að vita hvað framtíðin ber í skauti sér og ég held að félagið sé að halda mörgum leikmönn- um,"sagði Ferdinand. Tottenham vann 4-0 sigur á West Ham en varnarleikur West Ham er í molum 1' Æ l V V V c Éfl l-. H . i w l - V i* Ky\lí| HlL, ' .srom BERBATOV SKORAÐI MEÐ SKÖLLUM id HORÐUR SNÆVAR JONSSON bladamcidur skrifar: sportwdv.is Það var Lundúnarslagur á White Hart Lane í gær þegar West Ham sótti Tot- tenham heim. Fyrsta mark leiksins kom eftir átta mínútur, Tom Huddles- tone tók aukaspyrnu á vallarhelmingi West Ham, hann sendi íyrir markið þar sem Dimitar Berbatov var réttur maður á réttum stað og skallaði bolt- ann fram hjá Robert Green. Berbatov var aftur á skotskónum aðeins þrem- ur mínútum síðar. Aftur var það Tom Huddlestone sem var maðurinn á bak við markið, hann tók aukaspyrnu á vinstri vængnum og aftur rataði bolt- inn á kollinn á Berbatov sem sneiddi knöttinn í netið. Þegar ein mínúta var eftir af fyrri hálfleiknum var Luis Boa Morte vikið af velli þegar hann fékk sitt annað gula spjald í leiknum. Það var ekki fyrr en að fimm mín- útur voru til leiksloka að Tottenham náði að auka forystuna og það var varamaðurinn Gilberto sem skor- aði eftir undirbúning frá Steed Mal- branque og Aaron Lennon. Það var svo Darren Bent sem skoraði síðasta mark leiksins í uppbótartíma með góðum skalla og þar við sat. Varnar- leilcur West Ham í síðustu þremur leikjum hefur verið skelfilegur, lið- ið hefur fengið á sig 12 mörk og ekki skorað eitt einasta mark. Frábær frammistaða Gus Poyet, aðstoðarþjálfari Tot- tenham, var gríðarlega sáttur með sína menn eftir sigurinn og hrósaði Dimitar Berbatov mikið í leikslok. „Þetta var ffábært. Við byrjuðum leik- inn með tveimur mörkum en tókum samt ekki of mikla áhættu þegar þeir misstu mann út af. Við héldum bolt- anum vel og að sjálfsögðu vorum við alltaf að leita af þriðja markinu. Þetta var frábær ffammistaða og ég er gríð- arlega ánægður. Við vissum að þetta yrði erfitt því West Ham hefur ekki gengið vel í síðustu leikjum og því var mikilvægt að byrja vel. Þetta voru tvö frábær skallamörk og tvær ffábærar sendingar frá Tom Huddlestone. Þeg- ar þú ert með leikmenn eins og Ber- ba þá veistu að þú munt skora mörk," sagði Gus Poyet. Alan Cubishley, stjóri West Ham, var ekki mjög borubrattur eftir leik en vörnin hefur verið í algjörum molum í síðustu leikjum. Liðið hefur tapað síðustu þremur leikjum með marka- tölunni 4-0 gegn Chelsea, Liverpool og nú Tottenham á síðustu átta dög- m Bcttwtov8,11,Gilberto85, A, 8ont90. 55% MEÐ BOLTANN 45% 0 T0TTENHAM SKOTAÐMARKI SKOTÁMARK RANGSTÖÐUR H0RNSPVRNUR AUKASPVRNUR GULSPJÖLD RAUÐ SPJÖLD ÁH0RFENDUR: 36J>6 Robinson, Hutton, Dawson, Woodgate(Tainio77), Chimbonda, Lennon,Zokora, Huddlestone, Maibranque (Gilberto 58), Berbatov, Keane Green, Neill, Ferdinand, Spector, McCartney, Ljungberg (Rantsil 71), Parker (Noble 76), Mullins, Boa Morte, Ashton (Cole 77), Zamora. wxss imrééé í l í ■ HBiB™ r Dimitar Berbatov, Tottenham um. „Þetta var Chelsea, Liverpool og núna Spurs, við fórum inn í viku með von um að fá eitthvað úr þess- um leikjum en það varð ekki raunin. Þetta var hræðileg vika, það sem við verðum að gera núna er að reyna að enda tímabilið eins vel og við getum. I þessum þremur leikjum höfum við verið að gefa heimskuleg mörk," sagði Curbishley. Everton lagði Sunderland á Leik- vangi ljósanna. Sigurmarkið gerði Andy Johnson með skalla eftir send- ingu frá Mikel Arteta. Everton fylgir Liverpool því eins og skugginn í bar- áttunni um 4. sætið í ensku úrvals- deildinni. Fyrri hálfleikur fer seint í sögu- bækurnar fyrir skemmtanagildi. Tim Cahill, leikmaður Everton, var nærri því að skora þegar skalli hans, eftir hornspyrnu Arteta, endaði í stönginni. Ljóst var að Sunderland- menn ætluðu ekki að tapa leiknum og hugsuðu fyrst og fremst um að halda markinu hreinu. Roy Keane hefur eflaust verið minnugur þess hvernig lið hans tapaði í fyrri leik liðanna á Goodison Park þegar Ev- erton niðurlægði Sunderland með 7-1 sigri. Everton-menn voru ekkert sér- staklega góðir í því að brjóta niður sterkan varnarleik heimamanna og færin því fá. Sóknir Everton báru loks árangur á 55. mínútu. Mikel Arteta sendi fyr- ir markið á nærstöng. Þar var mætt- ur Andy Johnson sem skoraði með höfði, öxl eða hendi. Ekki var það fallegt mark, en taldi engu að síður. Sunderland kom úr skotgröfun- um eftir markið en ógnaði marki Ev- erton sjaldan. Leikurinn virtist ætla að fjara út og heimamenn voru fjarri því að jafna þar til í uppbótartíma. Andy Reid átti þá hörkuskot úr auka- spyrnu sem Tim Howard, mark- vörður Everton, varði með tilþrif- um. Þetta var síðasta færi leiksins og Everton heldur áfram að hala inn stigum í ensku úrvalsdeildinni. David Moyes var afar sáttur við sigurinn. „Við erum nýkomnir úr erfiðu ferðalagi frá ítalíu og því var þessi sigur afar góður. Við þurfum að einbeita okkur að því að halda áfram að bæta leik okkar. Mér er sama hvað Liverpool-menn eru að gera. Tim Howard gerði mjög vel þegar hann varði aukaspyrnuna og markvarslan kom á mikilvægu augnabliki," segir Moyes. vidar@dv.is Mikel Arteta Kom inn í lið Everton eftir meiðsli og lagði upp mark. Everton gefur ekkert eftir í baráttunni um íjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar. EVERTON GERÐINÓG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.