Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2008, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2008, Qupperneq 28
28 MÁNUDAGUR 10. MARS 2008 Fókus DV FEIGÐYFIR SPAUGSTOFU í byrjun vetrar ákvað ég að taka nokkrar stikkprufur á Spaugstof- unni í vetur og nýta þetta takmark- aða pláss hér til að segja frá upplifun minni. Það gilti með mig eins og marga af minni kynslóð, Spaug- stofan var langt frá því að vera mitt uppáhaldssjónvarpsefni og viður- kenndi ég það strax í byrjun. Fyrsti þátturinn sem ég horfði á var afleitur, annar mjög góður og sá þriðji fór bil beggja. Ég tók fjórðu SPAUGSTOFAN^ RÚV kl. 19:45 á laugardögum SJONVARPSDOMUR stikkprufuna síðastliðinn laugardag og það er skemmst ífá því að segja að hann var hörmung. Það er sama hvar borið er niður: „Orðhengils- þátturinn", fréttamaðurinn fyrir utan ' Aiþingi, góðærisfylleríið, viðtalið við Dolla... mér stökk ekki bros. Það var rétt að annað munnvikið bærði á sér yfir fallna ríkisbubbanum í flugvélinni og röngu auglýsingunni í Kastljósinu. fóhanna Vilhjálms á þó í raun mesta heiðurinn af síðar- nefnda atriðinu. Meðaleinkunnin hingað til í vetur er ekki góð og því verður að segjast að frá mínum bæjardyrum séð er æpandi feigð yfir þessum óskiljan- lega langlífa þætti. Kristján Hrafn Guðmundsson FÍN AFÞREYING Á rúntinum um íslenska náttúru á laugardaginn vaffaði ég á milli út- varpsstöðva þegar ég stoppaði snögg- lega við lag sem mér líkaði. Þegar lag- inu lauk kom það mér skemmtilega á óvart að komast að því um var að ræða lag í Söngvakeppni framhalds- skólanna. Keppnin, sem haldin var í Laugardalshöllinni, var í beinni út- sendingu á Rás 2. Mikill metnaður einkenndi greini- lega keppnina að þessu sinni. Áhorf- endur í sal spila alltaf stórt hlutverk í keppnum sem þessum og studdu skólarnir vel við bakið á sínum kepp- SÖNGKEPPNI ★★★ Rásl kl.l0.15álaugardögum UTVARPSD OMUR endum eins og þeirra er von og vísa. Salurinn söng Stál og hnífur, sveflaði farsímum í stað kerta og á köflum langaði mig að verða sautján á ný og skella mér í Höllina. Stundum hefur mér fundist ómögulegt að setja mig í spor dóm- nefndar í svona keppnum og enn oft- ar hafa að mínum mati svolítið spes atriði unnið keppnir sem þessar þar sem dómarar sjá eitthvað sérstakt í vinningshöfunum sem almúgurinn ■ sér kannski síður. Að þessu sinni var ég sammála dómnefndinni, sú besta vann. Kynnarnir stóðu sig líka með v ágætum þó svo að þeir hafi hvatt sal- inn til lófaklapps aðeins of oft með tiliti til þess að þetta hljómaði í út- varpi. f heildina var þetta fínasta af- reying á þessum góða degi. Kolbrún Pálína Helgadóttir J é k- HVAÐ VEISTU? 1. Hver fékk HEIÐURSVERÐLAUN Menningarverðlauna DV síðastliðinn miðvikudag? 2. Hvað heitir ALÞJÓÐLEGA LEIKLISTARHÁTÍÐIN sem fram fór í Reykjavík um helgina? 3. Hvaða BANDARfSKI LEIKARI greindist nýlega með krabbamein (brisi? 3zavms >iDiaivd •£ 'tvxot z 'anQNndOHiia NOSsmyrmiAaoHi'i ^oas VINSTRA AUGAÐ MITT Franska myndin Le Scaphandre etle Papillon, eða Köfunarkúpan og fiðrildið eins og Græna ljóss menn þýða titilinn á íslensku, hefur notið mikillar velgengni. Fjórar Óskarstil- nefningar (besta leikstjórn, hand- rit byggt á öðru efni, myndataka og klipping), ein Bafta-verðlaun (leikstjórn), leikstjórnarverðlaunin í Cannes auk fjölda annarra verð- launa segja sína sögu. Myndin, sem leikstýrt er af hin- um bandaríska lulian Schnabel, er byggð á samnefndri bók Jean- Dominique Bauby sem var ritstjóri tískutímaritsins fræga, Elle, þegar hann fékk heilablóðfall árið 1995. í kjölfarið lamast hann frá toppi til táar og missir málið. Það eina sem hann getur hreyft er vinstra augað. í myndinni fá áhorfendur að fylgj- ast með því hvernig Jean, sem leik- inn er af Mathieu Amalric, tekst á við þennan nýja veruleika. Hvern- ig hann þarf að læra nýtt tjáningar- form, takast á við það andlega áfall sem svona tilvistarlegri umpólun fylgir og hvernig ástvinir bregðast við hinum „nýja" lean. Byrjun myndarinnar er gríð- arlega sterk þar sem Jean liggur hjálparvana, við það að komast til sjálfs sín, og læknar og hjúkrunar- fólk ráða ráðum sínum. Það hrísl- aðist um mig ónotakennd, jafnvel vottur af hryllingi, þegar læknirinn tilkynnir Jean að hann sé í ástandi sem kallist innilokunarheilkenni. Þegar hann segir þetta horfir hann beint í linsuna, sem stendur fyr- ir auga Jean stóran hluta myndar- innar, með samúðarfullu og bjarg- arlausu augnaráði. Stóri dómur er fallinn. Líf ritstjórans verður aldrei neitt í líkingu við það sem það var. Og raunar himinn og haf þar á milli. Fall Jean er hátt. Hann fer frá því að vera vera virtur og vinsæll rit- stjóri og njóta mikillar velgengni í glamúrheiminum - umgangast fal- lega og fræga fólkið, ofurfyrirsætur, leikara og rokkstjörnur, á hverjum degi - yfir í það að vera „grænmeti". Fangi í eigin líkama. Kvikmyndatak- an og tæknileg úrvinnsla öll gera vera virtur og vinsæll ritstjóri og njóta mikillar velgengni í glamúrheiminum - umgangast fallega og fræga fólkið, ofurfyrirsætur, leikara og rokkstjörnur, á hverjum degi - yfir í það að vera„grænmeti"." líkast til eins mikið og hægt er til að hjálpa áhorfendum við að setja sig í spor Jean. Við og við er klippt yfir á hreyfingarlausan kafara í búning af gömlu gerðinni, með risastór- an hjálm (eða kúpu samanber tit- illinn), umlukinn vatni. Jean, en þankagangi hans er komið á fram- færi með innröddun („voice over"), líkir líðan sinni við aðstæður kafar- ans. Það þyrmir yfir hann og hann óskar þess að deyja. En þar sem er líf, þar er von. Tvær undurfagarar starfskon- ur spítalans (Marie-Josée Croze og Olatz López Garmendia) taka Jean meira og minna að sér; önnur þeirra kennir honum að tjá sig með því einu að blikka auganu en hin hjálpar honum að ná tökum á und- irstöðuatriðum eins og að kyngja. Sú þriðja, barnsmóðir Jean (Emm- anuelle Seigner) sem hann hafði yf- irgefið fyrir hjákonu sína, heimsæk- ir hann svo reglulega. Á krossgötum sem þessum kemur í ljós hverjum I :-WÍ aKSSSB LE SCAPHANDRE ET LE PAPILLON ★★★ Afrek Jean, sem eingöngu getur hreyft annað augað, vinnur það þrekvirki að skrifa heila bók með aðstoð ritarans Claude. BIODOMUR er virkilega annt um mann. í tilviki Jean er það barnsmóðirin svikna og gamall kunningi (Niels Arestrup) sem ritstjórinn hafði látið hjá líða að hafa samband við þegar hann gekk í gegnum miklar raunir. Nýja kærastan (Marina Hands) kemur hins vegar aldrei. Og hinar nýju að- stæður eru pabba Jean, sem gamli jálkurinn Max von Sydow túlkar af sinni alkunnu snilld, eru líka of- viða þótt engum dyljist að sonurinn skiptir hann miklu. Æðruleysi er nokkuð sem nauð- synlegt er að hafa vænan skammt af þegar tekist er á við svona áfall. Það hefur Jean. Hann segir við sjálf- an sig eitthvað á þá leið að þótt það eina sem hann geti hreyft sé annað augað þá hafi hann ennþá minn- ingar sínar og ímyndunarafl. Og með ímyndaraflinu geti hann farið hvert sem er, hvenær sem er, hvort sem það sé að fljúga yfir fegurstu staði veraldar eða fara út að borða á toppklassa veitingastað. Húmor hefur Jean líka og eftirminnilegt er atriðið þar sem tveir menn koma með nýjan síma í herbergið hans á sjúlcrahúsinu og byrja að gera grín að honum. Á meðan talkennarinn hefur engan húmor fýrir slíku gríni og byrstir sig við félagana tvo hlær Jean innra með sér og furðar sig á húmorsleysi talkennarans fagra. Kynhvöt er ennfremur nokk- uð sem Jean reiðir í þverpolcum og veldur honum hugarangri, ólíkt húmornum og æðruleysinu, sem getur líka verið afar bagalegt þegar þú ert umvafinn gullfallegum kon- um nánast frá sólarupprás til sól- seturs. Þegar ritun bókarinnar hefst bætist ritarinn Claude (Anne Cons- igny) svo í þann hóp. Myndin heldur manni fast lengst framan af en verður svolítið losara- legri þegar nokkuð er liðið. Persónu- sköpunin, og þá fyrst og síðast hvað Jean varðar, er hins vegar mjög sterk og er manni mjög umhugað hvað um hann verður. Ég græddi líklega nokkuð á þvi að hafa ekki lesið mér til um það hver urðu hans örlög, eða hvort hann náði heilsu á ný þegar fram í sótti, og því kom það á óvart. Ætla ég ekki að eyðileggja fýrir þeim sem þannig er einnig ástatt um. Aðr- ar persónur hins hins vegar flatari þar sem Jean er aðalfókusinn. Það er helst barnsmóðir Jean og einkaritar- inn sem maður tengir við. Við áhorf Le Scaphandre et le Papillon verður ekJd hjá því kom- ist að leiða hugann að hinni tæp- lega tuttugu ára gömlu mynd, My Left Foot, þar sem Daniel Day-Lewis landaði Oskar fyrir eftirminnilega túlkun sína á hinum spastíska Chri- sty Brown. Ýmislegt er líkt með þess- um tveimur myndum. Báðar til að mynda byggðar á sannsögulegri lífs- reynslu fatlaðra einstaldinga, aðal- tjáskiptatæki Christy er vinstri fót- urinn (framan af) líkt og gilti um vinstri auga Jean, hvorugur fær full- nægt þörf sinni fýrir ást og líkamlegt samlíf við kvenfólk og báðir skrif- uðu bók um hlutskipti sitt sem urðu svo að kvikmynd. Þó ekki sé að öllu leyti hægt að stilla þessum tveim- ur myndum upp til samanburðar gerir maður það ósjálffátt, og hef- ur sú eldri þar vinninginn. Hefur það líkast til mikið með það að gera að hún spannar mun lengri tíma, og inniheldur dramatískari atburði og sterkara persónugallerí, en sú franska. Stjömuleikur Lewis er held- ur ekki vel til þess fallinn að keppa við, og þá er ónefnd Brenda Fricker sem einnig fékk Óskarsverðlaun fýrir hlutverk sitt sem móðir Christy. Því skal þó haldið til haga, eins og verð- laun og tilnefningar bera líka vott um, að myndatakan og framseming umfjöllunarefnisins í Le Scaphand- re et la Papillon er algjörlega til fýr- irmyndar. Kristján Hrafn Guðmundsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.