Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2008, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2008, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2008 Bílar DV Metan er innlendur, vist- vænn orkugjafi, sem mik- ilvægt er að nýta eins og hægt er og er sérstak- lega ánægjulegt að taka við sjö nýjum metanökutækjum á degi umhverfisins, sem að þessu sinni er sérstaklega til- einkaður loftslagsmálum." Þetta sagði Björn H. Halldórsson, framkvæmda- stjóri Sorpu, fyrir tæpu ári, þegar sjö nýir metangasknúnir bílar voru teknir í notkun. Metanbílar í umferð á íslandi eru nú tæplega 100 talsins. DV/ FÍB blaðið hefur áður reynsluekið metank- núnum Volkswagen Touran og nú síð- ast fengum við tækifæri til að kynnast ólfkum bfl; lúxusbíl af gerðinni Mer- cedes Benz E en meira um það hér á eftir. Hvers vegna metan? Það er áreiðanlega óhætt að fullyrða að í augnablikinu er metangasið lang- samlega vænlegasti valkosturinn við bensín og dísilolíu sem orkugjafi fyr- ir samgöngur. Metan myndast í flest- um lífrænum úrgangi eins og til dæm- is á sorpurðunarstöðum, í fjóshaugum og haughúsum, í fiskúrgangi og slori, í sláturúrgangi ffá sláturhúsum og jafn- vel í rotþróm. Vel mætti hugsa sér að ríki og sveitarfélög hefðu frumkvæði að því að beina öllum þessum mál- um í einn meginfarveg í þeim tilgangi að þessi orkuauðlind nýttist sem allra best og hagkvæmast og samfélagið yrði þannig með tímanum minna háð inn- flutningi á eldsneyti. NGT Mercedes-Benz E 200 NGT Bókstafirnir NGT standa fyrir Natural GasTechnology. Nokkurn veginn sjálfbærir með orku Til viðbótar við þann úrgang sem nefndur hefúr verið mætti hugsa sér að heyja tún sem nú eru ekki nýtt, til dæmis á eyðibýlum og jörðum þar sem landbúnaður er ekki lengur stundaður og heyið notað til framleiðslu á met- ani. Gasgeymar Þegar gólfplötunni í skottinu er lyft koma í Ijós gasgeymar þar sem varadekkið annars væri. Munur á maelaborðum Elni sjáanlegi munurinn milli NGT gasbfls og samskonar bensínbíls er að tveir eldsneytismælar eru í mælaborði. Annar sýnir stöðu gass, hinn bensíns í tönkum bílsins. Neðri takkinn til vinstri á stýrishjólinu er meðal annars til að skipta milli orkugjafanna gass og bensfns. Skrifara þessara orða er minnisstæð heimsókn á búgarð í Slésvík í Þýska- landi sumarið 1979 þar sem allt þetta var gert: Þama var kúabúskapur með hátt í 400 mjólkandi gripum ífjósi, tals- vert mikið svínaeldi auk akuryrlqu og garðyrkju. Allur skítur og annar lífrænn úrgangur fór í risaþró og metaninu sem myndaðist í þessu gumsi öllu var dælt í gegnum hreinsibúnað og þaðan inn á birgðatanka. Metanið knúði síð- an heljarmikla rafstöð en auk hennar var stór vindmylla á bænum. Bænd- urnir á þessum þýska búgarði sögðust vera nokkum veginn sjálfbærir með orku og sömuleiðis áburð á akra sína, tún og garða. Þeir sögðust einnig tengdir rafveit- unni á svæðinu og fengju orku þaðan inn á heimakerfið þegar álagstoppar væm. Þess í milli, ekki síst þegar vind- ar blésu hressilega, væri offramleiðsla miðað við raforkuþarfir búsins. Þá fengi veitukerfið straum frá vindmyllunni og metanrafstöðinni. Og þessu til viðbót- ar vom tveir heimilisbílar af Mercedes Benz-gerð að langmestu leyti keyrðir á metani. Ágætt bflaeldsneyti Metangas (CHí) er talin vera um 21 sinni öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvíildi (CO2). Af þeirri ástæðu einni út af fyrir sig er það talið mikilvægt að hamla sem mest gegn því að það sleppi út í lóftið. Besta aðferðin við það er að brenna metaninu þar sem það mynd- ast og því er það auðvitað skynsam- legast að hafa af brunanum eitthvert gagn um leið, til dæmis til að framleiða raforku eða nota sem eldsneyti á bfla eins og bændurnir í Slésvík gerðu árið 1979. Metan er ágætt bílaeldsneyti og hentar mjög vel á bensínvélar. Brun- inn er mjög hreinn og sótmyndun því sáralítil. Einungis óverulegar breyting- ar þarf að gera á vél venjulegs bensín- bíls til að hægt sé að aka honum á met- ani eða öðrum tegundum af gasi ef út í það er farið. Metanið er h'tils háttar veikara eldsneyti en bensín en mun- urinn er svo lítill að í venjulegum bfl finnst ekki neinn munur á vinnslunni eftir því hvort bflnum er ekið á bensíni eða metani. Framsýn tilraunastarfsemi Upphaf metans sem eldsneytis á bfla hér á landi er að rekja til þess að byggðasamlaginu SORPU ber sam- kvæmt starfsleyfi að safna saman því hauggasi sem myndast við romun Uíf- rænna úrgangsefna á sorpurðunarstað og brenna því. f fýrstu var metanið ein- faldlega brennt, en stjómendur SORPU voru framsýnir og fóm út í ýmsa til- raunastarfsemi sem fólst meðal annars í því að hreinsa gasið, safiia því saman og nota sem eldsneyti á rafstöðvar og síðar bfla. Eitt leiddi af öðm. Sérstakt félag um málið; Metan hf. var svo stofnað 20. ágúst 1999 af SORPU höfuðborgarsvæðisins bs. og Aflvaka hf. en núverandi eigendur eru SORPA bs, Nýsköpunarsjóður, N1 hf. og Orkuveita Reykjavíkur. Metan Bens E Mercedes Bens E-bfllinn sem við reynsluókum er aflmikfll lúxusbfll. Vél- in er 163 hestafla og hámarksvinnslan er 240 Newtonmetrar. Hann er búinn gastönkum sem geta geymt nóg gas tíl að aka frá Reykjavík austur á Horna- fjörð. í honum er einnig 65 htra bens- íntankur sem dugar tfl að komast aftur tfl baka tíl Reykjavíkur. AUajafna geng- ur bfllinn á gasinu en hægt er að skipta mflli metangass og bensíns í akstri með því að ýta á takka í stýrinu. Tveir elds- neytismælar em tfl að sýna ökumanni stöðu metans annars vegar og bensín- birgða hins vegar. Við skiptum nokkr- um sinnum á milh í akstri tfl þess eins að reyna að finna hvort einhver merkj- anlegur munur væri á gangi vélarinnar og vinnslu eftir því hvom eldsneytinu véhn brenndi. Enginn munur var finn- anlegur. Annars er svo sem tóm vitleysa að vera að fikta í þessum takka. BflUnn er gasbfll sem skiptir sjálfur yfir á bensín ef gasið klárast. Og á meðan nóg met- an er á geymunum er auðvitað tómur bjánagangur að vera að keyra á bens- íninu sem er miklu dýrara en metan- gasið. Því tfl viðbótar eru hinir um- hverfislegu kostir metansins umfram bensín ótvíræðir. C02-útblástur er yfir 20% minni frá Benzanum þegar ekið er á metani vegna betri nýtni þess en bensíns. Það mælir því flest með því að nota metanið sem mest. Ríkisstuðningur Stjómvöld hafa um árabil stutt vel við bakið á hérlendum tilraunum með innlenda orkugjafa fýrir bfla með því að bæði fella niður að hluta eða öllu leyti vömgjöld á bfla sem að verulegu leyti eða alfarið notast við innlent elds- neyti. Vörugjald af bfl með vél sem er undir tveimur lítrum að rúmtaki er 30% en á bfl með yfir tveggja lítra vél er gjaldið 45% sem leggst ofan á verð bflsins í útskipunarhöfn. Þessi ívilnun þýðir í tilfelh umrædds Mercede Benz E -reynsluakstursbfls að sem metanbfll kostar hann út úr búð á þriðju milljón minna en hreinræktaður sams konar bensín- eða dísilbfll. Verulega ódýrari orkugjafi Að auki veitir rfláð eigendum met- anbfla þá ívilnun að innheimta ekki notkunargjöld af metaninu eins og gert er af bensíni og dísilolíu. Metanið er því verulega ódýrara en hefðbundnu orkugjafamir. Lög um þessar gjalda- niðurfelhngar vom fýrst sett árið 2000 en hafa verið framlengd árlega síðan. Hversu lengi það á eftir að vara er auðvitað í óvissu, en er á meðan er. Metanbflar em meðan svona háttar til langhagkvæmustu bflar í innkaupi og rekstri sem völ er á. En það er ákveð- inn hængur á. Eins og nú háttar til er metan einungis fáanlegt á einum stað á landinu - á bensínstöð N1 við Bílds- höfða í Reykjavík. Verið er að endur- bæta stöðina verulega þessa dagana og koma upp nýjum metan-birgðageym- um. Þegar því er lokið verður hluti gamla búnaðarins við stöðina flutt- ur suður í Hafnarfjörð þar sem metan verður einnig fáanlegt. Annars staðar á landinu er þetta ágæta og umhverf- ismilda bflaeldsneyti ennþá ófáanlegt. Það er stóri gallinn. -sA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.