Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2008, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2008, Blaðsíða 15
DV Sport FIMMTUDAGUR 13. MARS 2008 15 Fimmtudagur 13. mars 2C Rakel Dögg Bragadóttir gæti veriö á leiöinni til Danmerkur eftir tímabilið. RAKEL STEFNIR Á ATVINNUMENNSKU „Það er ekki neitt öruggt, það er búið að vera draumur minn frá því ég var pínulítil að fara út og spila og mér finnst ég vera tilbúin núna. Ég er bara að skoða málin," sagði Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörn- unnar og fyrirliði kvennalandsliðs- ins. Rakel er ein allra besta hand- knattleikskona landsins og hún hefur lengi gengið með atvinnu- mannadrauminn í maganum. Rakel horfir til Danmerkur en hún er fædd í Árósum. „Ég horfi helst til Danmerkur. í fyrsta lagi er besti handboltinn spilaður þar og ég kann vel við mig í Danmörku. Ég hef búið þar áður. Líka upp á skólann," sagði Rakel en hún er á þriðja ári í hagfræði í Háskóla íslands. Rakel er með umboðsmann sem er að vinna í hennar málum og það ætti að skýr- ast fyrr en síðar hvort hún haldi á vit ævintýranna. „Ég á hálft ár eftir í hagfræðinni og út af því að þetta er ekkert komið á hreint hvort ég fari eða ekki þá veit maður lítið. Hvort ég taki fjarnám eða einhverskonar skiptinám." Rakel hefur glímt við axlarmeiðsli í vetur og er orðin langþreytt á sög- unni endalausu um meiðslin. „Það gengur ógeðslega hægt en það eru batamerki á öxlinni. En þetta lag- ast allt með tímanum." Stjarnan yrði fyrir gríðarlegri blóðtöku ef Rakel myndi halda á vit ævintýranna og skarð hennar vandfyllt. Hún hefur leikið gríðarlega vel á þessu tíma- bili og stýrt leik Stjörnunnar eins og herforingi. benni@dv.is Horfir til Danmerkur Rakel Dögg hefur áhuga á því að spila í dönsku deildinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.