Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2008, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2008
Síöast en ekki síst DV
BÓKSTAFLega
„Ég stefni eiginlega bara
mest að því
að nálands-
móti hesta-
manna."
■ Baltasar
Kormákur
kvikmyndaleikstjóri í
FBL. En Baltasar er á leið til
Hollywood að leikstýra kvikmynd og
ætlar ekki að staldra við lengur en
hann þarf.
„Hann slær
Árna John-
sen út í lag-
leysi."
■ Bubbi Morthens
í Kastljósinu um
Birgi Örn Steinarsson,
ritstjóra Monitor.
„Fjármálaráðherra sagði
á Alþingi að ég kynni ekki
að reikna þegar þetta
kom upp. Hann kannski
dregur þau ummæli til
baka."
■ Stefán Ólafsson hagfræðingur í
samtali við Vísi.is um að skattar hafi
aukist á árunum 2000-2006,
samkvæmt OECD.
„Ég verð seint
kalíaður
tískukóng-
ur.“
■ Egill Helgason
sjónvarpsmaður
lýsti því að klæða-
burður blaðamanna við afhendingu
blaðamannaverðlaunanna á
dögunum lýsti virðingarleysi
stéttarinnar við verðlaunin. (
framhaldinu opnaði hann fataskáp
sinn í Séð og heyrt.
„Við höfum eina íslenska
jurt sem hef-
ur að geyrna
eiginleika
Viagra."
■ Sigurður
Sigurðsson
blómakaupmaður
snýr baki við Reykjavík
og opnar ferðaþjónustu í Isafjarðar-
djúpi þar sem hann bruggar seið
sem á að styrkja kynhvötina.
„Kötturinn hefur vit á
mat og er mat-
vandur."
■ Jónas
Kristjánsson á
heimilisköttsem
lítur ekki við
eldisfiski en er
gráðugur í villta
fiskinn.jonas.is
„Ég er alls ekki að eltast
við einhverja kjörþyngd,
heldur vil ég bara lcomast
í skóna og sokkana hjálp-
arlaust."
■ Gaui Litli í Séð og heyrt. Gaui þarf
að grenna sig enn á ný, áður en
aldurinn færist yfir og það verður um
seinan.
„Lordi yill pitsuna sína
með pepperoni og auka-
osti og auðvitað kom
hann til mín."
■ Ólafur Þór Jónsson, pitsugerðar-
maður í Séð og heyrt. Ólafur opnaði
á dögunum Pizzuverksmiðjuna við
Lækjargötu og
finnska skrfmslið
var ekki lengi
að skella
sérá
böku.
BAAARA GAMAN AÐ
NEYTAVIAGRAJURTAR
alla mengun. Þær eru langsamlega
hreinastar og tærastar. Svo hafa
þær líka styttri tíma til að koma sér
upp og af stað því það snjóar svo
snemma yfir þær á haustin. Fyrir
vikið ertu með virkari efni í þeim."
Hafðirðu leitað lengi að
íslenskri jurt sem hefði
eiginleika viagra?
„Nei, ég las mér bara til um hana
þegar viagra var að koma. Þess-
ari jurt skaut upp í kollinum á mér
þá og ég komst að því að hluti af
því innihaldi sem viagra hefur að
geyma er að finna í þessari jurt."
MAÐUR
DAGSINS
Hefurðu sannprófað hana á
sjálfum þér?
„Við vorum íjórtán manna hópur
sem fundum hana á Hornströnd-
um í fyrra og tókum hana öll. Það
vara baaara gaman!"
Hvað er framundan?
„Það er að taka á móti fólki í Dalbæ
á Snæfjallaströnd í sumar og bjóða
því að kynnast undrum vestfirskra
jurta. Við byrjum 12. júní."
Sigurður Sigurðsson
kaupmaður, betur þekktur sem Si'
blóma, tekur við rekstri Dalbæjar i
Snæfjallaströnd í sumar þar sem h
ætlar að bjóða fólki upp á undur v
firskra jurta. Að sögn Sigurðar hef
ein jurtin að geyma eiginleika viai
Hver er maðurinn?
„Sigurður Sigurðsson."
Hvað drífur þig áfram?
„Bjartsýnin, hugmyndirnar."
Hvar ólstu upp?
„Á ísafirði. Ég bjó þar til 1986 þeg-
ar ég flutti í bæinn. Það toppar ekk-
ert að alast upp á ísafirði. Frelsið og
fjaran sem leikvöllur. Það er meiri-
háttar að vera púki á ísafirði."
Hefurðu búið erlendis?
„Nei"
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
„íslensk kjötsúpa, tvímælalaust.
Ég kynntist henni snemma. Ég fæ
hins vegar ekki lengur að koma
með hana í veiðiferðir. Ég lagaði
hana yfirleitt í tvær tíu lítra máln-
ingardollur og svo borðuðum við
hana alla þrjá daga sem við vorum
í veiði. En nú segja veiðifélagarnir:
„Ekki meiri kjötsúpu!""
Hver er uppáhaldsbókin þín?
„Halldór Laxness er í miklu uppá-
haldi hjá mér. Ég var til dæm-
is voðalega hrifinn af Kristnihaldi
undir Jökli."
Ertu búinn að vera lengi í
jurtabransanum?
„Ég ólst upp hjá ömmu minni sem
rak blómaverslun. Hún var stund-
um að tína eitthvað og þá byrj-
aði maður að kynnast þessu, en
veitti þessu samt enga eftirtekt. En
í veiðiferðunum fór maður svo að
líta niður fyrir sig, kippa upp til að
eiga í te og lesa sér til og svoleiðis.
Þetta kom sér líka vel þegar menn
voru slappir, með kvef, magabólgur
og eitthvað í þá veru."
Er þetta skemmtilegur heimur?
„Já, mér finnst hann rosalega
skemmtilegur. Það er alltaf gaman
að tína. Líka af því að þú ferð ekki
bara út að sumri til og tínir allar
jurtir. Þú verður að tína þetta á rétt-
um tíma og eiginleikar jurta eru svo
mismunandi eftir því hvernig virku
ensímin í þeim eru."
Hvað hafa vestfirskar jurtir
fram yfir aðrar jurtir?
„Þær eru gjörsamlega lausar við
Sigrún Reynisdóttir varð afar ánægð eftir lestur DV í gær:
SANDKORM
■ Fyrir um það bil mánuði síð-
an var haldið þorrablót Vest-
urports. Þar mættu leikarar,
leikstjórar
og góð-
kunningjar
leikhóps-
ins ffæga.
Meðal þeirra
sem mættu
voru Ragnar
Bragason
og Hrafn
Björgvinsson, Krummi í Mín-
us. Sá síðarnefndi sá um að
spila tónlistina það kvöldið, en
ku Ragnar hafa verið eitthvað
ósáttur við tónlistarval rokkar-
ans. Segir sagan að soðið hafi
upp úr milli piltanna, og hávað-
arifrildi hefði brotíst út. Þegar
DV hafði samband við Ragn-
ar Bragason, vildi hann ekki
kannast við rimmuna. En gestir
þorrablótsins sögðu að einungis
hefði verið um „ fyllirís rifril di"
að ræða og að allir hefðu skilið
sáttir.
■ Þau hjá bókaforlaginu Bjarti
eru þekkt fyrir að taka lífinu
létt. Uppdiktaður starfsmaður
Bjarts, Asta S. Guðbjartsdóttir,
er líklega eitt þekktasta dæmið
um þennan léttíeika en Ásta
er skrifuð fyrir mörgum þeirra
bókakápa sem gerðar eru hjá
forlaginu. 1 vikunni gaf Bjartur
út bókina Ludmila's Broken
English eftir DBC Pierre. Það
vakti athygli sandkornsritara
að íslenskur títíll bókarinn-
ar er breytilegrfpeftir því hvort
skoðuð er kápa bókarinnar,
hlífðarkápa eða títilsíða. Hann
er ýmist Brotin enska Lúdm-
ílu eða Bjöguð enska Lúdmílu.
Sandkornsritara datt í hug að
þetta væri enn eitt dæmið um
léttíeikann á forlaginu og ætíun-
in að sjá hvort einhver tæki eftir
mismuninum. Heimsókn inn
á vefsíðu Bjarts geymdi svarið:
Þetta voru mistök. Ástu er svo
kennt um þau.
■ Útvarpsmaðurinn Heiðar
Austmann talar um á blogg-
síðu sinni að margir hafi verið
að spyrja hann af hverju Egill
Einarsson, betur þekktur sem
Gillzenegger, sé í þættinum
Sjálfstætt
fólk. Og
Heiðar varp-
aríkjölfarið
fram þeirri
spurningu
hvort hann
sé nægiiega
„merkilegur"
tíl að vera í
þættínum. Fjölmargir hafa sagt
skoðun sína á síðunni og mjög
misjafnt hvort lesendum fhínist
Gilfz hafa „áunnið" sér rétt á at-
hygli Jóns Ársæls.
Vissumað vera frá Vúlkan
„Ég vaknaði einn morgun fyrir
nokkrum árum viss um að ég væri ff á
þessari plánetu," segir Sigrún Reyn-
isdóttír og er þar að tala um plánet-
una Vúlkan sem sagt var frá í DV í
gær. Flugfreyjan og myndlistarkonan
Laufey Johansen sagði þar frá opnun
myndlistarsýningar sinnar í London
í dag. 1 máli Laufeyjar kom fram að
hún máli myndirnar undir áhrifum
frá Vúlkan, sem sé mjög þróuð plá-
neta. Að sögn Laufeyjar er ekki mikið
vitað um hana annað en að hún er á
bakvið sólina.
„Ég hafði samband við Laufeyju
eftir að ég las viðtalið og hún sagð-
ist ætla að hitta mig þegar hún kæmi
aftur ffá London. Við ætíum að
spjalla og skoða myndirnar hennar,"
segir Sigrún sem búsett er í Reykja-
vík. Samkvæmt heimildum DV er
einhver hópur sem hefur frá svip-
aðri upplifun að segja en Sigrún seg-
ist ekki hafa hitt neinn þeirra. „Mig
langar mikið til þess að hitta fleiri frá
Vúlkan. Ef fólk veit eitthvað meira
um þetta þá væri gaman að heyra frá
fólki. Ég hef séð eina litla stúlku og
eina konu sem ég er viss um að séu
frá plánetunni. Það er bjartara yfir
þessu fólki og hefur meiri útgeislun.
Annars er erfitt að útskýra það."
Sigrún, sem er skyggn, segist hafa
dreymt eitt skipti að hún fór til Vúlk-
an ásamt fleira fólki. Himinn var ægi-
lega fallegur, blár og óranslitaður, og
hús af öllum stærðum og gerðum. Og
Sigrún kveðst hafa talað við mann hjá
Háskóla íslands, sem líklega hafi ver-
ið stjörnufræðingur, en hann fullyrtí
að plánetan væri ekki til. En margir
sem Sigrún hefur talað við eru ekki á
sama máli og segja sumir að hún hafi
horfið en sé á bak við sólina.
Að sögn Sigrúnar hefur henni
liðið mun betur frá því hún komst
að þeirri niðurstöðu að hún sé frá
Vúlkan. „Lífsviðhorfin hafa mikið
breyst. Og ég er viss um að þangað
fer ég þegar þessari jarðvist minni
lýkur."
kristjanh@dv.is