Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2008, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2008, Blaðsíða 23
DV Umræða FIMMTUDAGUR 13. MARS 2008 23 ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elín Ragnarsdóttir RITSTJÓRAR: JónTrausti Reynisson og ReynirTraustason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI 512 7080, AUGLÝSINGAR 512 70 40. SANDKORN ■ Nú er komið í ljós hver er hin raunverulega yfirstétt á ís- landi. Það eru ekki hinir pól- itísku vald- hafar, heldur ríflega átta þúsund starfs- menn stóru bankanna þriggja- Fram kem- ur í Mark- aðnum, sem er viðskiptablað Fréttablaðsins, að meðallaun bankastarfsmannanna séu tæplega 1,2 milljón króna. Meira að segja Geir Haarde nær ekki slíkum meðallaun- um fyrir að vera forsætisráð- herra. ■ Ekki eru allir stjórnmála- menn svo óheppnir að ná ekki meðallaunum bankastarfs- manns. Davíð Oddsson seðlabanka- stjóri er með sam- tals tæplega 1,8 milljón- ir króna á mánuði og slær við sjálfum forseta lýð- veldisins. Er það útskýrt með því að samkeppni um banka- starfsmenn sé hörð, þótt það liggi í augum uppi að gamlir, lögfræðimenntaðir stjórn- málamenn hafa ekki verið vinsælasti kostur bankanna. Akveðið var að hækka laun Davíðs um 200 þúsund krónur síðastliðið sumar til að tryggja að hann færi ekki til annarra banka. Hann er með fjórtán- föld lágmarkslaun. ■ Þótt ofurlaun bankastarfs- manna kunni að slá vaxtabug- aðan almenning í framan eins og blaut tuska er möguíega ekki allt sem sýnist. Sumir bankastarfsmenn hafa snar- hækkað laun sín með bónus- greiðslum vegna góðs gengis á hlutabréfamarkaði. Nú er hins vegar veruleg hætta á því að þeir detti niður í grunn- laun sín. Rætt er um það í viðskiptaheiminum að efvið- snúningur verði ekki komi bráðlega fjöldi lúxusbíla og -íbúða inn á markaðinn á út- söluverði. ■ Uppi varð fótur og fit meðal íslenskra nemenda í Tec de Monterrey-háskólanum í Gu- adalajara í Mexíkó, þegar Há- skólinn í Reykjavík tilkynnti að sjálfúr forseti íslands, Ólaf- ur Ragnar Grímsson, myndi heimsækja skólann. Nokkru síðar barst nemendun- um annað skeyti frá al- þjóðadeild HRþar sem kom fram að þetta væri mis- skilningur. Forsetinn var á leið í Tec de Monterrey- háskólann, en hins vegar í allt annarri borg í Mexíkó, við töluverð vonbrigði nemend- anna. íslenskar afætur LEIDARI REYNIR TRAUSTASON RITSTJORI SKRIfAR. SenclihemislarJJð má ekki vem ruslakislaJ'yrir ajiága stjánimálamenn. Sendiherrastarf er gjarnan endastöð fyrir aflóga stjóm- málamenn. í úttekt DV kemur fram að nær fjórði hver sendiherra er stjórnmálamaður og skýringar á skipun þeirra em óljósar. Það er vandséð hvers vegna Sigríður Anna Þórðardóttir var skipuð sendiherra. Hún er stjórnmálamaður sem sýndi ekkert um- fram starfsmenn utanríkisþjónustunnar að vera þess líkleg að efla hag íslands á erlendri grund. Sama er uppi á teningnum varðandi uppgjafar- þingmenn á borð við Guðmund Áma Stefáns- son og Svavar Gestsson sem þáðu þann greiða af félögum sínum í stjórnmálum að vera gerðir að sendiherrum. Starf sendiherra er á stundum mikilvægt en örugglega má fækka á þeim garða og sameina sendiráð í hagræðingarskyni. En það er mik- ilvægt að í þeim störfum sitji fólk sem hefúr til þess burði og hæfileika að efla hag íslands í sam skiptum við erlend ríki. Dæmi um stjórnmálamann sem hefur getu og visku til þeirra verka er Jón Bald vin Hannibalsson, fyrrverandi sendiherra, sem var í senn hæfur og æskilegur til starfans. Stjórnmálamenn búa sér gjarnan til sinn eigin veruleika sem almenningur skilur ekki. Þannig þótti tilval- ið að Davíð Oddsson yrði alls ómaklegur gerður að seðlabanka- stjóra þar sem hann hefur setið án þess að rök sé að finna fyrir því að hann eigi þar erindi. Fleiri mannaráðningar tengd- ar pólitík er að finna svo sem skipan Markúsar Arnar Antonssonar í sendiherrastarf og síðar sem forstöðu- manns Þjóðmenningarhúss án auglýsingar. Stjórnmálamenn hafa gjarnan varið það að þannig sé staðið að málum að þeir veljist til ábyrgðar- starfa heima og erlendis. Þar er gjarnan und- irliggjandi að þeir búi við Iítið atvinnuöryggi og þurfi þess vegna að eiga skjól þegar illa fer í kosningum. í því skyni hafa þeir komið sér upp ofurlífeyri og eins konar atvinnumiðlun þar sem úthlutað er ríkisstörfum. Þessi rök halda engan veginn og það er óafsakanlegt að handvelja pól- itíkusa til starfa í sendiráðum eða Seðlabanka. Því miður er reyndin sú að þjóðin hefur komið sér upp afætum til trúnaðarstarfa. Sendiherrastarf- ið má ekki vera ruslakista fyrir aflóga stjórn- málamenn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra þarf að breyta þess- um vinnubrögðum. Bænaskjal til stjórnvalda Þetta bænaskjal er samið í nafni fjöl- skyldna sem glíma við óöryggi sem fylgir vaxandi greiðslubyrði af hús- næðislánum, vaxtaokri og meira ranglæti í viðskiptum við lánastofn- anir en dæmi em um í löndum sem við viljum bera okkur saman við. Best er að skýra málið með dæmi: Barnafjölskylda keypti íbúð fýrir tveimur misserum og tók meira en tuttugu milljóna króna lán í bland- aðri erlendri mynt á lægri vöxtum en unnt er að fá hér á landi. Afborg- anir af þessum lánum hafa skyndi- lega hækkað um 24 þúsund krónur á mánuðivegna 12prósentagengissigs íslensku krónunnar frá áramótum. Gengisbundin lán heimilanna í landinu nema um 230 milljörðum króna og hafa á örskotsstundu hækk- að um 27 milljarða vegna gengisfalls krónunnar. Fjölskyldan umrædda átti vitan- lega þann kost að taka verðtryggð lán innanlands á meira en fimm pró- senta raunvöxtum. En er það ekki sama gildran? I sjö ár hefur Seðla- bankanum mistekist að ná lög- bundnum verðbólgumarkmiðum í þágu atvinnuvega og heimila. All- an þann tíma hafa ungar fjölskyldur glímt við afborganir húsnæðislána leysa til sín íbúðir og gera skuldsett og skattpínt ungt barnafólk að leigu- liðum? Hrökklast þá ungir fslending- ar undan hagstjórninni til nágranna- landanna? Almenningur ekki á dagskrá Kæri Geir Hilmar og Ingibjörg Sólrún. Komið fyrirtækjunum og almenningi í öruggt skjól undan skrumskældri hagstjórn, brjálaðri gúmmíkrónu og snælduvitlausri vaxtastefnu. Takið Hörð Arnarson, forstjóra Marel, á orðinu. Hann sagði í Kasdjósi fyrir viku að hefði Marel notið skilyrða sem til dæmis dönsk- um útflutningsfyrirtækjum eru búin hefði fyrirtækið verið 30 til 50 pró- sentum stærra hér á landi en það er nú. En Marel hefði neyðst til að taka út vöxt sinn erlendis og það hefði sennilega kostað allt að 150 störf hér á landi. Hálft álver! Hörður vill inngöngu fslands í ESB og evru. Hann frábiður sér óstöð- ugleikann. Hann veit að hagsmunir útflutningsfýrirtækja og skuldsettra ungra fjölskyldna fara saman. Eru al- menningur og fyrirtæki ekki á dag- skrá, Geir og Ingibjörg? jafnræði við samningaborð? Af hverju mega barnafjölskyldur með húsnæðisskuldir ekki hafa fjárhags- leg axfabönd, belti og kúta eins og bankarnir? Flotið að feigðarósi Meira en fjórðungi ráðstöfúnar- tekna heimilanna er nú varið til að greiða niður húsnæðisskuldir með tilheyrandi vöxtum og verðbótum og hefur húsnæðiskostnaður þeirra tvö- faldast frá árinu 2000. Þá nam hann 13 prósentum af útgjöldum heim- ilanna en er nú að minnsta kosti 26 prósent. Við bætist hækkandi mat- vöruverð í dýrasta landi í heimi sem og veruleg hækkun eldsneytiskostn- aðar. Skuldsett ungt fólk finnur á sér að þetta kann að enda með skelf- ingu. Það horfir á innlend sem er- lend húsnæðisfán hækka án afláts, langt umfram kaupmáttinn. Á sama tíma birtír OECD gögn sem sýna að íslenskar barnafjölskyldur greiddu hærra hlutfall tekna sinna í skatta en sex árum áður. Sú stund er lík- lega að renna upp að fasteignaverð taki dýfu og bankar kalli eft- ari ábyrgðum og Munu bankarnir „Meira en fjóröungi ráðstöf- unartekna heimilanna er nú varið til að greiða niður húsnæðisskuldir með tilheyrandi vöxtum og verðbótum oghefur hús- næðiskostnaðar þeirra tvöfaldast frá árinu 2000." JÓHANN HAUKSSON utvaipsmndur skntor sem grundvallast á háum raunvöxt- um og verðtryggingu sem án afláts hækkar höfuðstól lánanna og afborg- anirnar. Sýnt hefur verið fram á með áþreifanlegum dæmum að íslensk fjölskylda getur þurft að greiða allt að helmingi meira til baka af húsnæðis- Iánum í krónum talið en fjölskyldur í nágrannalöndum. Mun fleiri ár af lífshlaupi hennar fara í að afla verð- tryggðra tekna fyrir viðsldptabanka en gerist og gengur meðal fjölskyldna í nágrannalöndunum. Meira en 80 prósent skulda heim- ilanna eru verðtryggð. Menn spyrja hvaða réttlæti það sé að lántakendur beri einir verðbólguáhættu en -hvað er að frétta? ■r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.