Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2008, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2008, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2008 Fákus DV BIODOMUR OGEÐSBORN Kona ein flytur ásamt eiginmanni sínum og syni til yfirgefins mun- aðarleysingjahælis. Þetta eru jafn- framt hennar uppeldisstöðvar. Hún hefur í hyggju að opna þar hæli fyrir þroskahefta. Sonur hennar er ætt- leiddur munaðarleysingi og þar að auki HlV-smitaður. Hann er mest einn og þau grunar að það sé ástæð- an fyrir því að hann stendur í dul- arfullum samskiptum við ósýnileg börn sem hann segir að hafist þar við. Hann tilkynnir mömmu sinni hvað þau hafist að. Þau leiki leik sem snúist um að ræna gersemum fólks til að eigendurnir leiti þau uppi. Ef eigendurnir taka þátt í leiknum og fmni týnda fjársjóöinn fá þeir eina ósk uppfyllta. Þau taka ekki mik- ið mark á stráknum en skyndilega fara fortíðardraugar á stjá og birtast þeim í óhuggulegu formi. Myndin fer rólega af stað en uppbyggingin er taktföst og mað- ur skýnjar að mikið er í uppsigl- ingu. Tónlistin er þrúgandi og mik- ið er um ískrandi hljóð. Leikarar gera góða vinnu, sérstaklega sonur þeirra hjóna. Allt spilar vel saman, heildarútlitið, staðsetningar og lýs- ing búa til draugalegan ævintýra- ELORFANATO^'Ar^' LEIKSTJÓRN: Juan Antonio Bayona „Ég verö sérstaklega að hrósa myndinni fyrir rosalegustu bregöusenur sem ég man eftir að hafa upplifaö í kvikmynd. Maður gengurúr bíósalnum * sveittur og stifur." BIODOMUR heim. Það er svo sem hægt að gagn- rýna að hryllingsmyndafrasar séu til staðar. Hlutir eins og dautt fólk sem grípur í lifendur, hurðir sem skellast, vanskapningar, gamalt hús og börn sem meina illt. En þótt framleiðendurnir kunni allar brell- urnar ofgera þeir þeim ekki. Allt sem þarf til að magna upp óhugn- að er hér til staðar og mikið djöfulli geta „ógeðsbörn" verið hrikaleg í myndum af þessu tagi. Brellur eru allar til fýrirmyndar en snyrtilega notaðar. Ég verð sérstaklega að hrósa myndinni fyrir rosalegustu bregðusenur sem ég man eftir að hafa upplifað í kvikmynd. Maður gengur úr bíósalnum sveittur og stífur. Ég missti poppið og sím- ann í svakalegustu bregðusenun- um. Þær eru úthugsaðar en ekki jafntilgangslausar, útrúnkaðar og blóðugar eins og svipaðar sen- ur í Hollywood-hryllingsmynd- um. Myndin er framleidd af stök- um snillingi, Guillermo del Toro, sem gerði meistaraverkið Laberinto del Fauno. Hinn minna þekkti leik- stjóri, Juan Antonio Bayona, gef- ur lítið eftir og hér er verið að skila til áhorfandans hryllingi í algjörum háklassa. Það getur tæplega klikk- að þegar góður evrópskur leikstjóri kann Hollywood-brellurnar en gleymir ekki að sálfræðin er mesta undirstaða óhugnaðar. Erpur Eyvindarson HVERT ER LAGIÐ? farðu nú að sofa í hausinn þinn." Algjört „semi" Jackie Moon er gamall poppari. Hann á einn skuggalega kynferðis- legan diskóslagara sem gerir hon- um kleift að eignast ABA-deildar körfuboltaliðið Flint Tropics. Til stendur að leggja niður deildina og einungis fjögur bestu liðin lifa áfram og þá í NBA-deildinni. Gall- inn er bara að þeir eru lélegasta liðið og alveg drepóvinsælir þar að auki. Myndin gerist í „the Town of underdogs", Flint í Michigan, þar sem samdráttur í bílaverksmiðj- unum hefur skapað mikla fátækt og vonleysi. Michael Moore hefur ósjaldan beint sjónum að þessum heimabæ sínum, meðal annars með leik- stjóra Semi-Pro sem framleiddi með honum hluta sjónvarpsserí- unar TV Nation. Sögusviðið er fullkomið fyrir mynd af þessu tagi. Handritið er óvitlaust og sýnir manni Iið sem lítur á 4. sætið sem ígildi stórsigurs. Ef þú getur ekki unnið bikarinn, búðu þá til þinn eigin fýrir 4. sætið og fagnaðu eins og sigurvegari. Pælingin er prýðileg og leikarar eins og Woody Harrelson eru al- vöru. En strax í inngangi myndar- innar sér maður að þetta verður slök sigling. Myndin er bara ekkert fýndin sem er frekar óheppilegt sé einmitt um grínmynd að ræða. Það er reyndar ein sæmileg sena sem snýst um óhlaðna byssu, fyr- irsjáanleg en engu að síður fyndin, full af góðum frösum og viðkvæð- um. Restin er í besta falli grunnir brandarar sem kalla tæplega fram hlátur sem er upphár. f mörgum grínmyndum umber maður slaka beinabyggingu ef það hanga góðir vöðvar á. Hérna hangir fátt eitt af góðu gríni og það skásta er í albesta falli „semi" ... og það er ekkert „pró" við það. Erpur Eyvindarson Himnaríki og helvíti í kilju Skáldsagan Himnariki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson er komin út í kilju. Bókin hlaut bóksalaverð- launin í desember og var tilnefnd til Menningarverðlauna DV. Þá stökk franski útgáfurisinn Gallimard til um miðjan desem- ber og tryggði sér útgáfuréttinn að bókinni, sem hlaut eimóma lof gagnrýnenda síðasta haust. Sagan gerist fyrir meira en hundrað árum, fyrirvestan, inni í firði, á milli hárra fjalla, eig- inlega á botni heimsins, þar sem sjórinn verður stundum svo gæfur að það er hægt að fara niður í fjöru til að strjúka honum, eins og segir í lýsingu á bókarkápu. Höfundurinn vinnur nú að sjálfstæðu framhaldi bókarinnar. ATHUGASEMD VIÐ UMFJÖLLUN JÓNS VIÐARSl f DV í dag (12. mars 2008) er grein eftir Jón Viðar Jónsson sem ber yfirskriftina „Þórbergur 120" þar sem er meðal annars vikið að nýlega útkominni bók minni um Þórberg Þórðarson. Ég ætla ekki að fjalla um greinina sem shka, en á einum stað er farið rangt með og á öðrum stöðum eru fullyrðingar í meira lagi hæpnar. Fyrir það fyrsta fer hann rangt með nafn bókarinnar, hún heit- ir ekki „f fátæktarlandinu" heldur ÞÞ - f fátæktarlandi. Síðar í grein- inni segir Jón: „Reyndar er sér- kennilegt hvað Pétur Gunnarsson virðist leggja sig fram um að nefna ekki bók Halldórs í sínu riti, þó að hann hljóti að hafa skoðað hana vandlega." Hér á Jón við bók Hall- dórs Guðmundssonar: Skáldalíf og bregður mér síðan um ókurt- eisi fyrir að vanrækja að nefna þá Pétur Gunnarsson rithöfundur „Nú verður Jón seint sakaður um að heyra til hinni vafasömu„fyndnu kynslóð", en hvað gengur honum eiginlega til?" bók. Hér virðist Jóni hafa yfirsést bók Halldórs Guðmundssonar um upphafssetning eftirmálans, en nafna sinn Laxness og þess vand- þar segir: „Bókfræðilegar upplýs- lega getið í aftanmálsgreinum. Það ingar bíða seinna bindis." Á þrem- er einfaldlega ekki vitnað í Skálda- ur stöðum er hins vegar vitnað í líf í þessu fyrra bindi. En í ljósi of- angreindrar athugasemdar Jóns er einkennilegt að skömmu síð- ar hnýtir hann í mig fyrir að vitna í grundvallarrit Guðjóns Friðriks- sonar um Reykjavík. Og enn eitt: á blaðsíðu 2 í ÞÞ - f fátæktarlandi er yfirlit yfir fyrri verk höfundar ogþess getið í svigum um hvers konar verk er að ræða: ljóð, skáldsaga, greinar, og svo framveg- is . Þar er tilgreint um ÞÞ - í fátækt- arlandi að hún sé „skáldfræðisaga". Um þetta segir Jón: „Á einum stað í bókinni (reyndar svo skrýtnum að ég ætla lesandanum sjálfúm að leita hann uppi)..." Bíddu, að hvaða leyti er staðurinn svona skrýtinn? Hvaða annar staður kæmi fremur til álita að mati Jóns? Nú verður Jón seint sakaður um að heyra til hinni vafasömu „fyndnu kynslóð" en hvað gengur honum eiginlega til? Pétur Gunnarsson SEMIPRO ★ i LEIKSTJÓRN: Kent Alterman nt iu i ru i /u gt „Hérna hangir fátt eitt afgóðu gríni og það skásta er i aibesta falli „semi".. og það er ekkert „pró“viöþaö.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.