Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2008, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2008, Síða 42
42 FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 Helgarblað PV Gil Grissom lætur það oftast eiga sig að skjóta einhvern. Hann er iyrst og fremst vísindamaður og það er ekkert sem hann ekki veit. Hann er dæmigerður sérvitringur sem heldur öllum í kringum sig í gíslingu, með orðheppni sinni, heraga og snilligáfu. Persónan er byggð á Daniel Holstein nokkrum, sem er ráðgjafi við þáttinn og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður í Las Vegas. Þeg- ar ákveðið var að leikarinn William Peterson myndi leika hann var persónunni breytt lítillega svo Peterson myndi líða meira eins og á heimavelli. TIl dæmis hefur hann áhuga á veiðum og var nafni hans einnig breytt, en upphaflega átti persónan að heita Daniel Holstein. Horatio Cane er eini rauðhærði töffarinn í bransanum. Hann er leikinn af David Caruso, sem lék eftirminnilega lögregluþjón í þáttunum NYPD Blue fyrir mörgum árum. Horatio svar- ar yfirleitt samstarfsfélögum sínum með stuttum og hnit- miðuðum setningum. Hann er botnlaus pyttur fróðleiks og ekki hræddur við neinn. Hor- atio fer gríðarlega í taugarnar á mörgum. Hann þykir vera hall- ærislegur á köflum og er gálga- húmorinn oft yfirgengilegur á köflum. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að CSI: Mi- ami eru ógurlega vinsælir þætt- ir, þeir allra vinsælustu af CSI- þáttunum, bæði hér á landi og í Bandaríkjunum. Eitthvað gerir því Horatio rétt, hann nær alla- vega alltaf sínum manni. SIGILDAR LÖGGUR Elliot Stabler er aðalmaðurinn í Special Victims Unit. Hann er leildnn af leikaranum Christop- her Meloni og er algjört hörkutól. Stabler er sjálfur faðir og mað- ur mikilla prinsippa, þess vegna geta ógeðfelld mál oft farið fyrir brjóstið á honum. Hann er mikil tilfinningavera, rýkur oft upp við minnsta tilefni og hefur oft ver- ið kominn á fremsta hlunn með að slást við félaga sína. 1 Elliot blundar ákveðin seigla og harka sem eru hans helstu vopn gegn glæpamönnum. Við yfirheyrsl- ur er hann vís til þess að láta allt flakka, sem oftast er smiðshöggið á jámingasmíð glæpamannsins. Lögfræðingurinn Matlock Þýski lögregluforinginn Derrick Mac Taylor er fyrrverandi her- maður sem kallar ekki einu sinni ömmu sína, ömmu sína. Hann er vel lesinn í heimsbókmenntunum og kann réttarvísindin aftur á bak og áfram. Mac er þó örlítið mann- legri en ff ændi hans í Miami, hann á í vandræðum með að tjá tilfinn- ingar sínar og er hálffjarlægur. í hernum náði hann að læra á hin ýmsu vopn og bardagalistir. Mac Taylor er líklegri til að berja og skjóta einhvem en kollegar hans. Hann er langhasarhetjulegasta löggan sem CSI-þrennan býður upp á. En leikaranum Gary Sin- ise tekst að gera hann mannlegan, sem er fyrir öllu. f raun og vem er Mac langótrúverðugasti karakter- inn í hópnum, en hins vegar Gary Sinise hugsanlega besti leikar- inn, svo úr verður skemmtilegur hrærigrautur. Hinn skeggjaði Magnum P.l, Leikkonan Kyra Sedgewick fer með hlutverk Brendu John- son í þáttunum The Closer. Hún vann áður fyrir leyniþjón- ustu og hefur einstakt inn- sæi í glæpamálum. Brenda er þekkt fyrir lagni sína til þess að sjá staðreyndirnar hverju sinni, knýja fram játningar og leysa málin, þess vegna er hún kölluð the closer, eða lokar- inn. Hún er algjör vinnualki og er slétt sama um hver grípur glæpamennina svo lengi sem réttlætinu er framfylgt. Brenda ber sig vel, er kurteisari en næstum allir í kringum sig, en þegar hættan steðjar að glittir í stálið. Léttgeggjaður Barði Hamar Charlie Crew er nýliðinn í hópnum. Hann er leikinn af hinum efnilega Damien Lewis sem sló í gegn í þáttunum Band of Brothers. Charlie var lögreglumaður á uppleið þegar hann var dæmdur í fangelsi fyrir þrefalt morð sem hann framdi ekki. f fangelsinu var hann laminn eins og harðfiskur dag hvern, en með hjálp bókar um Zen-búddisma tókst honum að komast í gegnum vikumar. Charlie var búinn að sitja inni í 12 ár þegar upp komst að hann væri saklaus. Að launum fékk hann glás af peningum og starf sitt í löggunni aftur. Charlie er gallharður efdr dvölina í fangelsinu, en heimspekilegur og spaugilegur um leið. Nútíminn vefst fyrir honum, enda missti hann af innreið intemetsins, farsíma og mynddiska. Charlie Crews gæti verið nýliði ársins. Gamli og gamalreyndiTaggart HVER ER RAUÐHÆRÐI TÖFFARINNMEÐ GÁLGAHÚMORINN Horatio Cane - CSI: Miami TILFINNINGA- TÖFFARINN ElliotStabler-Law &0rder: Special Victims Unit ÞOKKAFULLI „LOKARINN' BrendaJohnson- The Closer

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.