Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2008, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2008, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 1. MA( 2008 Umræða DV HVAÐ BAR HÆST í VIKUNNI? Verðbólga, óeirðir og meistaradeildin „Það má kannski segja að það sé þrennt sem ber hæst í þessari viku. Þegar óeirð- irnar áttu sér stað við Rauðavatn var ég staddur í Þýskalandi. Fékk óljósar fréttir af málinu í gengum síma og sms. Það var sér- stök tilfinning að fá fréttir þar sem lögregl- an þurfti að nota skjöld og piparúða. Mað- ur upplifir þetta á annan hátt en heima. Ég sá líka birtast frétt um þetta á CNN. Maður vonar að þetta gerist ekki aftur. Annað eru verðbólgufréttirnar. Sú mesta í tuttugu ár. Enginn veit hversu lengi þetta skot varir ef það er hægt að kalla það það. Hvort það verður verðbólguhríð, það er spurning. Það er ekki óeðlilegt að það setji ugg í fólk því ef við berum okkur saman við önnur lönd er verðbólgan langt frá því að vera eins og hér. Svo er þriðja málið auðvit- að meistaradeildin. Manchester United tryggði sér sæti áfram. Þá munu tvö ensk lið koma til með að leika úrslitaleikinn. Það er svoh'tið merkilegt í fótboltanum." Heimir Karlsson, dagskrárgerðamaður á Bylgunni Ömurleg niðurstaða „f efnahagsmálum er það augljóst að nýjar tölur um verðbólgu ber hæst liðna viku. Það má kannski segja að þær beri lægst. Þetta er ömurlegasta niðurstaða í langan tíma og enn einn vitnisburður um máttleysi Seðlabankans og getuleysi hans til að takast á við vanda tímans. Það er það sem þetta er. Það er allt í góðu lagi í efna- hagslífi þjóðarinnar. Hér er full atvinna. Fiskveiðarnar ganga nokkuð vel þrátt fyrir tímabundinn samdrátt í fiskveiðum og landsframleiðslan gengur sinn vanagang. Hér er eitt besta hagkerfi í heiminum. Peningamálin eru það sem er í rúst. Það er vegna þess að Seðlabankinn og fyrrver- andi ríkisstjórn hafa ekki áttað sig á því hver vandinn er þrátt fyrir ítrekaðar við- varanir. Nú er allt komið í strand og þetta er mjög erfitt fyrir þjóðina, þótt það séu að vísu til vandamál í peningamálum erlendis eru þau smávægileg miðað við þau hérna heima. Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur Áhyggjur af verðbólgunni „Það er auðvitað þessi mikla verðbólga sem er núna. Hún tengist líka mínu starfi og henni fylgja miklar áhyggjur varðandi framtíðina. Sérstaklega hjá ungu fólki sem er að kaupa sína fýrstu íbúð og hefur tek- ið hundrað prósent lán. Það er að lenda í vandræðum. Svo með þessi mótmæli. Auð- vitað er réttur fólks að mega mótmæla en þetta er að fara úr böndunum núna. Eru orðin skrílslæti. Svo fóru unglingarnir að mótmæla, þá hugsar maður með sjálfum sér hvaða skilaboð er verið að senda til unga fólksins. Manni finnst þetta óeðlilegt en þeim finnst þetta fyndið. Svo tekur nú bara nokkra daga að melta málið í Aust- urríki, það er svo hrikalegt. Þetta er annað málið sem kemur upp á skömmum tíma. Það er umhugsunarvert að fólk geti bara horfið án þess að einver rannsaki það, eins og það séu ekki skráningar á einsktakling- um. Það er eitthvað voðalega furðulegt við þetta allt saman og þeir hljóta nú að fara að endurskoða máiin þarna." Ásta S. Helgadóttir, framkvæmdastjóri Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna Átti afmæli „Það sem bar nú langhæst í vikunni er að ég átti afmæli. Ég varð 52 ára 28. apríl og hélt upp á það með þrjú hundruð kon- um á öllum aldri. Við vorum þrjár konur sem áttum afmæli af þessum þrjú hundr- uð. Þarna ákváðum við að fagna sumri með söng og buðum borgarfulltrúum og alþingiskonum í veislu. Ég var mjög stolt af því að utanríkisráðherra lét ekíd á sér standa og mætti. Það voru bornar fram léttar og hressar veitingar og svo var sung- ið út í eitt í þrjá klukkutíma. Það er mikill fögnuður að eignast sönghús. Domus Vox þýðir hús raddarinnar og er það fyrsta og eina sönghúsið sem við fslendingar eig- um. Við vorum þarna konur og stúlkur að syngja og það var æðislega gaman. Ég er mikið naut og elska að hafa fólk í kringum mig. Þarna fann ég líka hvað það gleður fólk og hvað það leggur mikið í að varð- veita íslenska menningu og tungu með söngnum. Henni verðum að halda á lofti." Margrét Pálmadóttir, tónlistarmaður I Norm - X hefur sérhæft sig íframleiðslu heitra potta frá 1982 sem henta íslenskum aðstæðum einstaklega vel og ætlaðir fyrir hitaveituvatn. Við bjóðum einnig allan tengibúnað, nudd, Ijósabúnað og tvær gerðir af lokum. Lok, fjótandi veitingabakka og m.fl. Við seljum einnig kamínur verð kr. 43.900 Heimasíðan okkar er www.normx.is íslensk framleiðsla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.