Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2008, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2008, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 1.MAÍ2008 Helgarblaö DV „Dagblaðið drap mig á sínum tíma," segir hún þegar við sitjum yfir notalegum tebolla í fallegu íbúð- inni hennar með útsýni yfir Esjuna. „Blaðið hét Vísir fyrst en Dagblað- ið var stofnað upp úr Geirflnnsmál- inu, skilst mér. Það var svo mikill fjölmiðlahasar í kringum Geirfinns- málið, blöðin fluttu endalausar frétt- ir af málinu og það var mikið slúðr- að. Fólk nærðist á þessu. Þetta hefði aldrei orðið svona stórt mál ef blöðin hefðu ekki gert svona mikinn hasar úr þessu. En þetta er orðið allt annað blað í dag og ég er komin í gegnum þessa hluti, er að hjálpa öðrum og er í góðum málum." Hún var þess fús að ræða við mig. Og mikið urðu það ánægjuleg kynni. Sjálf var ég stelpa þegar Geirfinn- ur hvarf og enn í dag hugsar mað- ur af og til um Geirfinnsmálið, til dæmis þegar ekið er framhjá hraun- inu á Reykjanesi eða ef Sævar Ciesi- elski birtist í fjölmiðlum. En hvað varð um Erlu Bolladóttur? Hún varð þjóðþekkt þegar hún var gæsluvarð- haldsfangi tvftug að aldri og sat í ein- angrun í 8 mánuði! Hún var þá orð- in móðir lítillar stelpu sem hún átti með Sævari Ciesielski. Árið 1980 féll dómurinn í Hæstarétti og fékk hún þriggja ára fangelsisdóm. Einangr- unarvistin var dregin frá og hún var látin laus eftir tæpt ár í fangelsi. En hvað tók við og hvað er Erla Bolla- dóttir að gera í dag? Hlaupadrottning og heimspekingur Erla á þrjú börnog tvö barnabörn, hún er 52 ára og býr með sambýlis- manni sínum í fallegri íbúð þar sem er bjart og hátt til lofts. Hún er grönn og stælt eins og ung stúlka, er með háskólapróf í heimspeki, kennir íýr- ir Alþjóðahúsið, stundar framhalds- nám og vinnur tilfallandi störf með- al annars fyrir Reykjavíkurborg. Hún starfar sem túlkur, heldur fyrirlestra og leiðir fundi. Erla vaknar klukk- an fimm á morgnana því hún vinn- ur best í bítið og svo er hún hlaupa- drottning. Hver hefði trúað að svona líf ætti íyrir henni að liggja þegar hún var gæsluvarðhaldsfangi sem fjallað var um á forsíðum blaðanna hér um árið? „Ég er að hjálpa konum í dag. Sumum þeirra hafa allir gefist upp á, þær hafa prófað lyf, farið í sál- fræðimeðferðir, barnaverndaryfir- völd hafa haft afskipti af þeim og þær hafa farið í áfengismeðferðir en það er eins og ekkert dugi. Það eru miklir harmleikir í gangi. En ekkert er von- laust. Sjáðu mig. Ég hef ekki séð að- stæður sem eru verri en þær voru hjá mér á sínum tíma. Ég hef ekki séð stöðu sem ekki er hægt að vinna úr. Engin staða er vonlaus með öllu. Orðið vonleysi á við um tilfinningu sem sprottin er upp úr hugsýki. Það lýsir aldrei tilteknum aðstæðum í sjálíú sér." Lffið eftir einangrun „Það var mikil ringulreið að koma út úr einangrun. Ég áttaði mig á því að ég átti enga möguleika í ís- lensku samfélagi, hvorki félagslega né á vinnumarkaði. Ég leitaði á náðir áfengis og vímuefna og fann mig því í þannig félagsskap. Sú neysla gerði út um alla von sem ég kann að hafa haft. Ég var að reyna að klóra í bakk- ann á árunum '77 til '79 og svo féll dómurinn í Hæstarétti 1980. Nokkru eftir fangelsisvistina ákvað ég að yfir- gefa ísland, landið sem var svo vont við mig. Hér fannst mér allt vinna gegn mér og veðrið þar að auki vont. Neyslan kallaði ffam þetta hugarfar. Ég dagaði uppi á Kyrrahafseyjum. Systir mín bjó þar og hvatti mig til að koma út. Og þar komst neysla mín á alvarlegt stig, með því að ég varð þræll harðari efna. Ströng viðurlög við fíkniefnaneyslu breyttu engu þar um. Ég hugsaði alltaf að það kæmi nú ekkert fýrir mig. Þarna var mik- ið af landflótta vonleysingjum eins og mér. Eftir eitt og hálft ár þarna úti var ég komin í þrot, 29 ára gömul. Ég hafði vanrækt hlutverk mitt sem móðir, dóttir mín var orðin 9 ára og ég var sannfærð um að ég væri verri en aðrir, hreinlega illa af Guði gerð. En þá gerðist kraftaverkið.'' Yfirþyrmandi reynsla „Ég upplifði augnablik sem kallað „ÞAÐVAR MIKIL RINGULREIÐ AÐ KOfVIA ÚT ÚR EINANGRUN. ÉG ÁTTAÐI MIG Á ÞVÍ AÐ ÉGÁTTIENGA MÖGULEIKA í ÍSLENSKU SAMFÉLAGS, HVORKI FÉLAGSLEGA NÉ Á VINNUM ARKAÐI. ÉG LEITAÐIÁ NÁÐIR ÁFENGIS OG VÍMUEFNA OG FANN MIG ÞVÍ í ÞANNIG FÉLAGSSKAP. SÚ NEYSLA GERÐI ÚT UM ALLAVON SEM ÉG KANN AÐ HAFA HAFT." er á ensku „moment of clarity" þar sem eitthvað ótrúlegt gerðist. Þetta var andleg reynsla, eihs konar yfir- þyrmandi hugljómun. Það rann upp fyrir mér að eitthvað var að mér, að ég væri ekki bara fórnarlamb. Ég fór til dæmis að tengja það að ég átti ekki fyrir mjólk og að eiturlyf kostuðu mjög mikla peninga. Ég fann þarna fyrir hjálparleysi mínu, en þeirri til- finningu fylgdi um leið von um að þá gæti kannski einhver hjálpað mér. Mér fannst einhver vera þarna hjá mér, ég fann svo sterka nærveru. Ég vissi að ég var þarna ein en fann samt að einhver var hjá mér. Ég taldi þetta vera Guð. Alla nóttina var ég ein og hugsaði um þessa nærveru á neyðarstund. Samt veit ég ekki hvað sú upplifun stóð yfir í langan tíma. Það er erfitt að útskýra reynslu sem þessa, en ég hef aldrei verið söm eftir þessa nótt. Þegar ég upplifði hugljómun- ina fýlltist ég óútskýranlegum friði og öryggi. Mér fannst sem ég væri ávörpuð með nafni og meðtók skila- boð um að ég væri hólpin. Ég sem hafði verið þræll áfengis og eitur- lyfla missti alla löngun í þessi efni. Og löngunin hefúr ekki komið síðan. Ég hætti bara. Fram að því hafði ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.