Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2008, Page 41

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2008, Page 41
DV Helgarblað FIMMTUDAGUR 1. MAl 2008 41 „UM TÍMA FÉKK ÉG HVERGIVINNU OG REYNDIAÐ SKIPTA UM NAFN. EN DÓMSMÁLARAÐUNEYTIÐ HAFNAÐI BEIÐNIMINNIUM NAFNABREYT- INGU. ÉG EFAST UM AÐ ÞAÐ STAND- IST LÖG EN ÞAÐ HEFÐI í SJÁLFU SÉR ALDREIHJÁLPAÐTIL LENGDAR í ÞESSU LITLA SAMFÉLAGI." NYBAKAÐIR FORELDRAR Erla og Sævartvítug að aldri með nýfædda dóttursína. Stuttu síðar voru þau handtekin og þurftu að þola einangrunarvist. oft reynt að hætta en taldi mig ekki vera alkóhólista. En nú varð breyt- ing á mér sem fólk sá greinilega. Ég varð edrú og fann fyrir auðmýkt. I símaskránni fann ég númerið hjá tólf spora samtökum og sagði: „My name is Erla and I think I'm an alcohol- ic." Mér var sagt hvert ég gæti leitað og ég fann til vonar um að geta lifað daginn án neyslu." Ekki lengur fórnarlamb íslands „Til að byrja með var ég svo spennt að ég gat ekki borðað neitt. En batinn hófst svo fyrir alvöru þegar ég fór að vinna sporin, lifa eftir þessum h'fslög- málum sem ég trúi að allir menn séu háðir. Til dæmis að gefast upp þegar staðan virðist vonlaus og fá hjálp. Og trúa að æðri máttur geti gert mann heilbrigðan að nýju. Ég tileinkaði mér þama guðstrú sem ég hafði ekki átt svo mikið af áður. Einnig var erf- itt að fara að hreinsa til í húsi sínu og horfast í augu við það sem var liðið. Það tók á. Ég þurfd að segja upp stöðu minni sem fórnarlamb Islands og al- heimsins. Ég lærði að axla þá ábyrgð sem mér bar. Þetta hófst með því að ég þurfti að skrá heiðarlega niður alla mína gremju ogþað sem að baki henni lá. Oghvílíkskömm. Mikið skammað- ist ég mín fyrir það sem ég hafði gert. En þar sem ég var ekki lengur fómar- lamb axlaði ég ábyrgð á því hvernig fýrir mér var komið. Það þýddi ekk- ert að vorkenna sér. Sjálfsvorkunn er eyðandi afl. Þeir sem haldnir em mik- illi sjálfsvorkunn „lenda í" hlutunum, ffemur en að líta svo á að þeir komi sér í þá. í dag er ég í einkaþjálfun í að- löðunarfræðum og vinn mikið í því hvemig maður laðar að sér góða hluti. í því felst að bera ábyrgð á hugsunum sínum og gjörðum. Og ég stefni að því að hjálpa fólki meira, þjálfa það í að tileinka sér þessi lög- mál, eins og þau sem við þekkjum úr kvikmyndinni The Secret." Hljóp um Afríku „Eftir tæpra tveggja ára edrú- mennsku flutti ég aftur til íslands og hélt áfram að bæta líf mitt. Byrjaði til dæmis að hlaupa og tók þátt í maraþon- hlaupum. En svo flutti ég til Suður- Afríku árið 1993 og fór í biblíuskóla og vann við kristilegt hjálparstarf. Ég komst í kynni við hlaupahópa í Jó- hannesarborg. Götuhlaup í Suður- Afríku em allt öðmvísi en á íslandi. Hérna þarf gjarnan að eiga réttu græjurnar og stórt hlutfall hópsins er memaðarfullir hlauparar. En í götu- hlaupum Afríku sér maður allar týp- ur. Sumir hlaupa maraþon á 2 tím- um og 15 mínútum en aðrir eru yfir 6 klukkustundir að hlaupa. Og það þykir ekkert tiltökumál að koma seint í mark. Ég var svona í miðjunni. Ég nýt þess að vera lengi úti að hlaupa. Fyrir mig er þetta hugleiðsluform og karaktemppbygging. Þetta er tákn- rænt fyrir Iífshlaup mitt og ég hef hlaupið fyrir h'fi mínu á köflum. Ekki spillir félagsskapurinn fyrir en lang- hlauparar em með betra fólki sem ég hef kynnst. Þeir em stefnufastir sig- urvegarar sem gefast ekki upp. Frá- bært að vera innan um langhlaupara. Það er nú eitthvað annað en fallhlíf- arstökkvarar, en það er annað mál. í Afríku má segja að ég hafi fúnd- ið vissan bom í hlaupunum. Ég var blönk og skórnir mínir voru illa farn- ir. Ég gáði ekki að mér og þar kom að hásinin nærri gaf sig. Læknir sagði mér að ég mætti ekki hlaupa strax. Hvílík vonbrigði. En hann gaf mér prógramm til að fylgja og það byrj- aði með göngu en átti að enda á 90 kílómetra hlaupi eftir tvö ár. Og það stóðst. 18 mánuðir fóru í huglægan og líkamlegan undirbúning og svo hljóp ég fimm maraþon á fjórum mánuðum og tók svo þátt í Comra- des 90 kílómetra hlaupinu í kjölfarið. Þetta er frægasta hlaup Suður-Afr- íku og þjóðin fylgist með hlaupurun- um í beinni útsendingu í sjónvarpi. Tónlistarmenn skemmta og það eru trúðar og mikið fjör. Hlaupararnir eru svo stjörnurnar. Nú stefni ég á að hlaupa heilt maraþon í Reykjavíkur- hlaupinu í sumar." Heimkoman og fordómar Hefur Erla fundið fyrir miklum fordómum hjá fólki? „Um tíma fékk ég hvergi vinnu og reyndi að skipta um nafn. En dóms- málaráðuneytið hafnaði beiðni minni um nafnabreytingu. Ég efast um að það standist lög en það hefði í sjálfu sér aldrei hjálpað til lengdar í þessu litla samfélagi. Hér fréttist for- tíð manns fljótt. Og auðvitað fann ég fyrir fordómum. A HLAUPUM Erla Bolladóttir hefur upplifað ólfka daga. Hún sat í einangrun í fangelsi í 8 mánuði og hún hefur líka hlaupið frjáls um Suður-Afríku í 90 kílómetra hlaupi. Fólk sem talar við mig í fyrsta sinn er að tala við konuna í Geir- finnsmálinu. Því fyigja óhjákvæmi- lega fyrir fram gefnar hugmyndir, góðar eða slæmar. Slíkt skilgreinist sem fordómar. En ég finn lítið fyrir neikvæðni í dag. Fólk er forvitið og það er eðlilegt. í dag stendur í sum- um að viðurkenna að þeir hafi talið okkur Sævar og félaga vera sek í Geir- finnsmálinu. En ég er ekki bitur. Það er ekki til neinn sem ég hef ekki fyr- irgefið. Andlegri vinnu er þó aldrei endanlega lokið." Gæti gerst aftur Hvemig líður Erlu Bolladóttur þegar fféttir berast af gæsluvarða- haldsföngum í langri einangrun í dag? „Ég er beggja vegna borðsins í dag. Ég finn til samkenndar með fanganum en skil um leið að yfirvöld hafi verk að vinna. Þær eru hins veg- ar hættulegar þessar yfirlýsingar sem maður heyrir að svona meðferð eins SIGRÍÐUR ARNARDÓTTIR slrryarnar@gmall.com og á okkur í Geirfinnsmálinu, eða það sem gerðist í Breiðavfk, mundi aldrei gerast í dag! Hvað hafa menn fyrir sér í því? Hvað hefur verið gert til að koma í veg fyrir að svona ger- ist aftur? Sem heimspekingur veit ég að staldra ber við og skoða hvaða yf- irlýsingar em í gangi og hverju mað- ur trúir og treystir. Ég set spurning- armerki við slíkar yfirlýsingar og veit ekkert hvort slíkt gæti gerst í dag. Við upplifum okkur voða góð og „vonda fólkið" er eitthvert „annað fólk". En vonda fólkið er einmitt við líka. Sjaldnast er nokkur að reyna að breyta rangt gagnvart einhverjum. Við öxlum hins vegar aðeins ábyrgð með því að horfast í augu við hlutina en sofa ekki í fölsku öryggi þess að ekkert geti gerst aftur í líldngu við til dæmis Breiðavíkurmálið." Sævar Ciesielski Fyrst talið berst að Breiðavík, þá kemur nafn Sævars upp í hugann. Hann er einn af Breiðavíkurdrengj- unum svokölluðu. Og nöfn Erlu Bolladóttur og Sævars em samtvinn- uð þegar Geirfinnsmálið, frægasta sakamál okkar samtíma, ber á góma. Hvernig er samband þeirra í dag? Erla stendur upp og tárast. „Mér þykir óhemju vænt um Sæv- ar. Hann er sjaldgjæf útgáfa af manni, svo öflug vitsmunavera með yfirsýn og innsæi umfram aðra. En hann hefur ekki náð að rísa upp og njóta sín. Hann var í óheppilegum farvegi frá fyrstu tíð. Ég heyri í honum öðru hvoru, sem er alltaf gott. Við eigum náttúrlega yndislega dóttur sam- an. En hann reynist sjálfum sér ekki nógu vel." Erla á von á vinkvennahópi sem var með henni í heimspekinni í há- skólanum. Þær hittast reglulega til að fara yfir kenningarnar. Hún spáir mikið í heimspekina. „Eitt af mínum leiðarljósum eru orð Sókratesar þess efnis að hann væri ekki að reyna að kenna læri- sveinum sínum hvemig ætti að lifa, heldur hvernig ætti að deyja. Og úr Biblíunni hef ég líka þau orð að leið- arljósi að eins og maðurinn lifi þannig deyi hann. Við værum betri við hvert annað ef við hugsuðum oftar um það hvernig við viljum skilja við. Vill maður ekki geta horft til baka og séð að maður gekk götuna til góðs? Og ef maður vill öðlast visku öldungs- ins þarf maður að vinna að því. Ég vil verða gömul kona sem er líkam- lega spræk og með visku til að veita af. Við getum stjórnað því svo mildð sjálf hvernig ævikvöldið verður. Og við væmm örugglega betri hvert við annað ef við tækjum það alvarlega að kallið getur komið á morgun." Hvað ef.„? Hvernig heldur Erla Bolladóttir að líf hennar hefði orðið ef hún hefði ekki hlotið dóm í Geirfinnsmálinu og setið í 8 mánuði í einangrun? „Það er ekkert víst að líf mitt hefði orðið betra. Ég var ung, óörugg, illa upplýst, einangruð frá fjölskyldu minni með nýfætt barn. Staða mín var erfið fyrir. Það er ómögulegt að segja hvaða stefnu hlutirnir hefðu tekið. Kannski fæddist ég til að klára eitthvert karma hér, hvað veit ég? í lífi mínu er alla vega svo að sjá sem mér hafi legið á að upplifa mikinn harm og læra af honum. Ég er því þakklátust í dag að hafa auðnast að vinna úr átakamikilli reynslu og koma út úr þeirri vinnu í sigri yfir kringumstæðum mínum> Slíkt er ekki sjálfsagt, en fremur gjöf sem ég hef þegið ffá Guði. Um leið og ég get sagt að ég sjái eftir ýmsu, þá hefur það allt styrkt mig og gert að betri manneskju gegnum úrvinnsl- una." Það er svo gott að ræða við Erlu Bolladóttur. Tíminn flýgur frá okkur og hún hefúr svo miklu að miðla. Og þar sem hún er orðin svona þrosk- uð og þægileg manneskja, þá læt ég spurninguna bara flakka sem brann á mér þegar ég kom: „Hvar er Geir- finnur?" Mér til fúrðu og léttis hlær Erla að spurningunni. „Ég veit ekkert meira um það en þú. Við sem vorum ung og ráðvillt og þvældumst einhvern veginn inn í þetta mál þekktum Geir-. finn ekkert og vissum aldrei neitt um afdrif hans. Það er hins vegar fólk þarna úti sem veit sannleikann um hvað varð um hann. Og það væri ekkert nema gott fyrir þjóðina alla ef málið kláraðist og sannleikurinn kæmi í ljós."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.