Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2008, Side 49

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2008, Side 49
DV Feröir FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2008 49 Á FERÐINNI Egill Bjamason er ferðalangur sem ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Egill hefur verið á ferðalagi í næstum einn og hálfan mánuð og komið við á Indlandi og í Pakistan. Hann er nú staddur í Afganistan. Ferðaplön Egils hafa breyst nokkuð frá því sem lagt var upp með í byrjun. „Ég ætlaði að byrja og enda ferðina á Delí í Indlandi. I millitíðinni ætlaði ég að taka hring um Suður-Asíu, gegnum Pakistan, Afganistan, Tíbet og Nepal. En Pekingstjóm eyðilagði planið. Hún bannar ferðamönnum að fara inn í Tíbet ffá landamæmm Pakistans. Núna er hún að auki búin að loka öllum leiðum. Næst liggur leiðin til frans eftir að hafa dvalið í Afganistan í næstum einn og hálfan mánuð." Egill segist ekki vita hvert leiðir munu liggja frá fran. Það eina sem hann veit er að hann verður kominn heim í júní og gengur þá til liðs við ritstjóm Sunnlenska fréttablaðsins. Frábærar móttökur Egill er einn á ferð þó að hann sé í slagtogi við aðra ferðalanga inn á milli. „Ég vil vera óháður plönum annarra," segir hann og bætir við að í þessum ferðalangakúltúr séu flestir sjálfum sér nægir. Það er því nokkuð ljóst að svona ferðalög henta ekki öllum. Sérstaklega í Ijósi þess að aðstæður em oft á tíðum mjög ólíkar þeim sem við emm annars vön. „Það þarf að sætta sig við rafmagnsleysi, kaldar smrtur, einhæfan mat og dautt næturlíf." Egill segist hafa fengið ffábærar móttökur. „Sérstaklega í Pakistan og Afganistan. Þar er rík hefð fyrir því að heiðra aðkomumenn. Bjóða þeim í mat eða að minnsta kosti upp á te. í Pakistan átti ég jafnvel í erfiðleikum með að fá að borga fyrir mig á veit- ingastöðum og í rútuferðum," segir Egill. Enginrt vígvöllur Eins og vera ber hafði Egill gert sér ákveðnar hugmyndir um Afganistan áður en hann kom þangað. „Ég ímyndaði mér landið sem hálfgerðan vígvöll og borgimar eftir því. I raun er höfuðborgin Kabúl á hraðri leið inn í nútímann með hjálp alþjóðasamfélagsins. Starfsemi Vesturlanda í Afgnistan hefur vaxið mikið í áliti hjá mér ffá því að ég kom hingað. Það minntist heldur enginn á hvað landslagið væri hrífandi. Og ég sem hélt að ísland væri fallegasta land í heimi! Ferð um dreifbýli Afganistans er hægt að líkja við tímaflakk. Ósnortin náttúra, moldarkofar og ffumstæðir lifnaðarhættir kotbænda." Heimamenn sárir Það eru eflaust margir sem líta á ferðalag til Afganistans og Pakistans sem hættuför. Egill segir það fjar- stæðu. „í gegnum fjölmiðla fáum við þá mynd að landið logi í átök- um og Afganir hati Vesturlanda- búa. Þangað skuli enginn voga sér nema hugrökkustu utanríkisráð- herrar í fylgd sérsveita. Þetta er tóm tjara. Langstærstur hluti landsins er öruggur ferðamönnum og þar býr Egill Bjarnason er staddur í Suöur-Asíu. Þegar blaðamaður DV náði tali af honum var hann staddur í Afganistan en áður hafði hann komið við á Indlandi og í Pakistan. Egill er hæstánægður með þær móttökur sem hann hefur fengið og segir það fásinnu að ekki sé óhætt ferðast á þessum slóðum. IAFGANISTAN Aföiycigisástæðum v.ti Agli bent .i ,iö klæða sici eins og dæmi gc-iðui Afg.ini, H.inn n.íði náttúrlega ekki að blekkja einn einasta mann. ■ .SoiWÖ’" GANGES Indveiskir hindúai að sigla iátt að heilagasta stað Ganges. Fgill notaði tækifærið og þvoði af sei altai syndii.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.