Peningamál - 01.08.2010, Blaðsíða 10

Peningamál - 01.08.2010, Blaðsíða 10
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 3 10 • Vísbendingar eru um að almenn atvinnuvegafjárfesting sé að taka við sér á ný enda er hlutfall hennar af landsframleiðslu orðið sögulega mjög lágt. Innflutningur fjárfestingarvöru jókst töluvert á öðrum fjórðungi ársins eftir stöðugan samdrátt frá því á árinu 2006. Samanlagt jókst innflutningur fjárfestingarvöru um 15% að magni á fyrri hluta þessa árs frá sama tíma í fyrra en í maíspánni hafði verið gert ráð fyrir að hann ykist ekki á þessu ári sem var í samræmi við vísbendingar úr viðhorfskönnun Capacent Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja frá því í mars sl. Í uppfærðri spá er því gert ráð fyrir að almenn atvinnuvegafjárfesting aukist um 15% í ár en í síðustu þjóðhagsspá var einungis reiknað með 8,4% aukningu. Horfur um almenna atvinnuvegafjárfestingu á næsta ári eru hins vegar svipaðar og í maí og verður hlutfall atvinnuvega- fjárfestingar af landsframleiðslu komið upp í langtímameðaltal sitt í lok spátímans. • Aukin atvinnuvegafjárfesting og minni samdráttur í íbúðafjár- festingu og fjárfestingu hins opinbera valda því að áætlað er að fjármunamyndun í heild dragist saman um tæplega 4% í ár en í maíspánni var gert ráð fyrir rúmlega 10% samdrætti. Horfur um almenna fjárfestingu á næsta ári eru svipaðar og áætlað var í maí en heldur meiri vexti fjárfestingar er spáð árið 2012 þar sem meiri þungi áætlaðrar stóriðjufjárfestingar hefur færst yfir á það ár. • Miðað við mat Hagstofu Íslands á árstíðarsveiflu landsframleiðsl- unnar tók hún að vaxa milli ársfjórðunga strax á fjórða ársfjórð- ungi síðasta árs og hélt áfram að vaxa á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Samkvæmt því virðist efnahagsbatinn þegar hafinn sem er nokkru fyrr en áætlað var í maí. Hafa verður þó þann fyrirvara að mikil óvissa er um árstíðarsveiflu landsframleiðslunnar hér á landi vegna óvenjumikillar óreglu í ársfjórðungsbreytingum hennar. Þessi óvissa er jafnvel enn meiri um þessar mundir vegna þeirra miklu breytinga sem fylgja hagsveifluskilunum. • Eins og áður hefur komið fram mældist 6,9% árssamdráttur lands- framleiðslu á fyrsta fjórðungi ársins. Uppfærð spá gerir ráð fyrir að smám saman muni draga úr árssamdrættinum eftir því sem líður á árið og á þriðja fjórðungi taki hún að vaxa á ný frá fyrra ári í fyrsta skipti frá öðrum ársfjórðungi árið 2008. Það breytir því þó ekki að eins og í fyrri spám bankans er því spáð að lands- framleiðslan dragist saman milli ársmeðaltala í ár. Gert er ráð fyrir 1,9% samdrætti á þessu ári sem er þó um hálfri prósentu minni samdráttur en spáð var í maí. Má rekja betri horfur að mestu til minni samdráttar fjárfestingar en áður hafði verið gert ráð fyrir þrátt fyrir frekari töf stóriðjufjárfestingar. Þannig er samdráttur þjóðarútgjalda um prósentu minni en spáð var í maí en neikvætt framlag utanríkisviðskipta gerir það að verkum að samdráttur landsframleiðslunnar verður meiri en ella. • Hagvaxtarhorfur fyrir næstu tvö ár eru heldur slakari en spáð var í maí. Gert er ráð fyrir 2,4% hagvexti á næsta ári í stað 3,4% Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting milli ársfjórðunga (%) Mynd 15 Ársfjórðungslegur árstíðarleiðréttur hagvöxtur -6 -4 -2 0 2 4 6 8 ‘1020092008200720062005 Breyting frá fyrra ári (%) Mynd 16 Hagvöxtur og framlag undirliða 2000-20121 1. Grunnspá Seðlabankans 2010-2012. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Einkaneysla Samneysla Fjármunamyndun -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 20 ‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00 ‘09 ‘11 Birgðabreytingar Utanríkisviðskipti Hagvöxtur ‘07‘05‘03‘01

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.