Peningamál - 01.08.2010, Blaðsíða 5

Peningamál - 01.08.2010, Blaðsíða 5
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 3 5 Alþjóðleg efnahagsmál og utanríkisviðskipti • Hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum Íslands jókst á fyrsta ársfjórð- ungi. Í Bandaríkjunum og Japan varð vöxturinn reyndar minni en gert hafði verið ráð fyrir og var einnig lítill í Bretlandi en tók þar við sér á öðrum ársfjórðungi og var einn sá mesti á sl. fjórum árum. Einnig mældist kröftugur hagvöxtur á evrusvæðinu á öðrum árs- fjórðungi eftir lítinn vöxt á fyrsta fjórðungi, m.a. vegna slæms veðurs í upphafi árs. • Töluverð óvissa ríkir víðast hvar um hagvaxtarhorfur á seinni hluta ársins. Hætta er talin á að hægja taki aftur á hagvexti, þar sem ýmsum örvandi efnahagsaðgerðum er að ljúka eða er lokið, sérstaklega í Bandaríkjunum. Þó eru nýjustu spár bæði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Consensus Forecasts mjög svipaðar og þær voru við útgáfu Peningamála í maí og eru því forsendur um alþjóðlega efnahagsþróun óbreyttar. • Verðbólguhorfur í helstu viðskiptalöndum Íslands hafa lítið breyst frá því í byrjun maí sl. Verðbólga virðist víðast hvar hætt að aukast og fer í mörgum tilfellum hjaðnandi. Í Bretlandi virðist verðbólga hafa náð hámarki í apríl og hefur hjaðnað lítillega síðan þá. Svipuð þróun hefur verið í Bandaríkjunum. Á sama tíma hefur verðbólga á evrusvæðinu lítið breyst. • Stýrivextir hafa haldist óbreyttir í helstu iðnríkjum undanfarna mánuði. Þó hafa vextir hækkað í Kanada, fyrst G7-landa, í tvígang nú í sumar. Víða annars staðar í heiminum hafa vextir einnig verið hækkaðir, aðallega í Asíu, en einnig t.d. í Nýja-Sjálandi. Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum – Uppfærð spá1 Vísbendingar um að efnahagsbati sé hafinn Vísbendingar eru um að botn efnahagssamdráttarins sé að baki. Sé efnahagsbati hafinn eða við það að hefjast er það nokkru fyrr en Seðlabankinn spáði í Peningamálum í maí. Vöxtur innflutnings á fjárfestingarvörum á fyrri hluta þessa árs gefur tilefni til að ætla að atvinnuvegafjárfesting hafi verið sterkari en áður var talið, þrátt fyrir enn frekari tafir á áætlunum um fjárfestingu tengdri stóriðjuframkvæmdum. Í þeirri spá sem hér er birt er gert ráð fyrir að kröftugri atvinnuvegafjárfesting á þessu ári vegi upp veikari einkaneyslu og gott betur. Það eru einkum vísbendingar af vinnumarkaði sem styðja þá skoðun að efnahagsbatinn sé kröftugri og fyrr á ferðinni, en aðrar vísbendingar eins og veltutölur gefa tilefni til varkárni. Uppfærð spá bankans gerir því ráð fyrir að samdráttur landsframleiðslu á þessu ári verði heldur minni en spáð var í maí. Gengi krónunnar hefur styrkst nokkuð undan- farið og verið sterkara en spáð var í maí. Hjöðnun verðbólgu hefur því verið hraðari en þá var talið. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hjöðnun verðbólgu og að hún verði við markmið Seðlabankans um mitt næsta ár en í lok þessa árs ef horft er til verðbólgu án áhrifa neysluskatta. Er það nokkru fyrr en spáð var í maí. Heimild: Reuters EcoWin. Breyting frá sama ársfjórðungi á fyrra ári (%) Mynd 1 Alþjóðlegur hagvöxtur Magnbreyting VLF 1. ársfj. 2003 - 2. ársfj. 2010 Bandaríkin Evrusvæðið Bretland Japan -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 20102009200820072006200520042003 1. Innflutningur vöru og þjónustu í helstu viðskiptalöndum Íslands. 2. Einfalt meðaltal vöruinnflutnings og -útflutnings í OECD-ríkjum og stærstu ríkjum utan OECD. Heimildir: OECD, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd 2 Alþjóðaviðskipti Helstu viðskiptalönd Íslands1 Alþjóðaviðskipti2 -15 -10 -5 0 5 10 15 20102005200019951990 1. Greiningin sem hér birtist byggist í meginatriðum á mati bankans á þróun efnahagsmála sem birtist í Peningamálum 2010/2 í maí sl. og þeirri uppfærðu spá sem hér er birt. Hún er byggð á gögnum sem lágu fyrir 13. ágúst.

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.