Peningamál - 01.08.2010, Blaðsíða 4

Peningamál - 01.08.2010, Blaðsíða 4
P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 3 4 Eins og fram kom í síðustu yfirlýsingu peningastefnunefndar er mikilvægt á komandi misserum að auka þann hluta gjaldeyrisforða Seðlabankans sem ekki er fenginn að láni. Gengishækkun krónunnar og lækkun áhættuálags á íslenskar fjárskuldbindingar gefa nú svigrúm til gjaldeyriskaupa í þessu skyni og munu þau hefjast hinn 31. ágúst næstkomandi. Umfang þeirra verður ákveðið með það að leiðarljósi að áhrif á gengi krónunnar verði sem minnst. Eins og áður telur nefndin forsendur áframhaldandi slökunar peningalegs aðhalds vera til staðar, haldist gengi krónunnar stöðugt eða styrkist og hjaðni verðbólga eins og spáð er. Nefndin er reiðubúin til þess að breyta aðhaldi peningastefnunnar eins og nauðsynlegt er með hliðsjón af því tímabundna markmiði hennar að stuðla að gengis- stöðugleika og í því skyni að tryggja að verðbólga verði nálægt mark- miði til lengri tíma litið.

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.