Peningamál - 01.08.2010, Blaðsíða 13

Peningamál - 01.08.2010, Blaðsíða 13
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 3 13 tækja 3% verðbólgu á næstu tólf mánuðum ef miðað er við mið- gildi eða um einni prósentu minni verðbólgu en í síðustu könnun í mars. Í könnun Capacent Gallup á verðbólguvæntingum heimila frá því í júní reyndust þær óbreyttar frá síðustu könnun í apríl eða 8% ef miðað er við miðgildi. Hins vegar höfðu væntingar heim- ila um tólf mánaða verðbólgu eftir tvö ár hækkað og námu 7% í júní samanborið við 6,5% í síðustu könnun. Verðbólguvæntingar heimila eru því enn afar miklar þrátt fyrir að verðbólguhorfur hafi batnað. Þær virðast þó hafa tilhneigingu til að endurspegla liðna verðbólgu í meira mæli en aðrir mælikvarðar á verðbólguvænt- ingum. • Horfur eru á að verðbólgan hjaðni heldur hraðar á þessu ári en gert var ráð fyrir í síðustu Peningamálum. Kemur þar m.a. til töluvert sterkara gengi og minni verðbólguvæntingar. Einnig höfðu sumarútsölur meiri áhrif til lækkunar verðlags en á undan- förnum árum og óvíst hvort áhrifin gangi að fullu til baka nú þegar nýjar vörur eru keyptar inn á hagstæðara gengi. Spáð er að verðbólga verði við verðbólgumarkmið Seðlabankans á öðrum fjórðungi næsta árs en að verðbólga án áhrifa breytinga óbeinna skatta verði við markmið í lok þessa árs sem er heldur fyrr en spáð var í maí. Meðalverðbólga á árinu 2010 verður 5,7% ef þessi spá gengur eftir, samanborið við 12% meðalverðbólgu á síðasta ári. Þetta er um hálfri prósentu minni verðbólga en gert var ráð fyrir í maí. • Nokkur óvissa er um skammtímaverðbólguhorfur, ekki síst vegna mikilla hækkana undanfarið á heimsmarkaðsverði olíu- og hrá- vöru, einkum verði á hveiti. Útlit er fyrir að matvælaverð hækki talsvert á komandi mánuðum. Töluverð óvissa er um hversu mikil verðlagsáhrifin verða og hversu hratt þau koma fram. Á móti kemur að gengi krónunnar gæti hækkað meira en gert er ráð fyrir í spánni. Nýjast 10. ágúst Verðbólguvæntingar almennings Verðbólguvæntingar fyrirtækja Verðbólguálag1 Verðbólguálag2 Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands 1. Reiknað út frá RIKB 13 0517 og HFF 150914 2. Reiknað út frá RIKB 25 0612 og HFF 150434. Heimildir: Capacent Gallup, Seðlabanki Íslands. Mynd 22 Verðbólguvæntingar Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði í lok hvers mánaðar og verðbólguvæntingar til eins árs samkvæmt könnunum % 0 2 4 6 8 10 12 14 16 2010200920082007200620052004

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.