Kópavogsblaðið - 01.10.2007, Side 1
10. tbl. 3. árg.
Leikskólanefnd laðar að starfsfólk
Börnin í Englakórnum í Kópavogi bíða þess að fá að syngja við upphaf Samgönguviku sem sett var í
Perlunni í lok septembermánaðar sl. Englakórinn var stofnaður af Natalíu Chow Hewlett fyrir 4 árum,
en markmiðið var að veita börnum tónlistaruppeldi í gegnum söng frá ungum aldri.
������������������������
���������������
www.atak.is
Góðir bílar
- gott verð!
554 6040
Bæjarráð Kópavogs hefur sam-
þykkt aðgerðaáætlun leikskóla-
nefndar í því skyni að auka stöðug-
leika í starfsmannahaldi, laða starfs-
fólk að leikskólum bæjarfélagsins
og auka fagþekkingu í leikskólum
Kópavogsbæjar. Þetta var kynnt á
fundi leikskólanefndar í leikskólan-
um Urðarhóli við Kópavogsbraut í
Kópavogi nýverið.
Aðgerðaáætlunin felur m.a. í sér
aukin tækifæri starfsmanna til náms
í leikskólafræðum og aukið faglegt
öryggi í starfi og stjórnendum verð-
ur gert kleift að sækja stjórnunarnám
sem er sérsniðið að þörfum þeirra.
Bætta vinnuaðstaðan verður bætt og
boðið verður upp á námskeið sem
miða m.a. að því að draga úr streitu.
Önnur atriði í aðgerðaátæun leik-
skólanefndar eru m.a.:
• Kjarabætur, s.s. auknar greiðsl-
ur vegna kostnaðar í starfi og náms-
styrkir.
• Tilraunaverkefni á tveimur leik-
skólum með aukið fjárhagslegt og
faglegt sjálfstæði að leiðarljósi.
• Erlendum starfsmönnum verði
boðið íslenskunámskeið á vegum
bæjarins.
• Auk þessa gekk Kópavogsbær
í maí 2007 frá samningum við leik-
skólakennara um TV-einingar sem
eru reglur um tímabundin viðbótar-
laun leikskólakennara. Þessa dagana
er verið að úthluta TV-einingum í
annað sinn.
• Kópavogsbær jók þá einnig fram-
lög til leikskóla, annars vegar í þeim
tilgangi að auka fjárhagslegt sjálf-
stæði leikskólanna, hins vegar til að
mæta hugsanlegum áföllum, s.s. mikl-
um veikindum og forföllum.
Kópavogsbær hóf í nóvember-
mánuði sl. heimgreiðslur til foreldra
barna undir 2ja ára aldri. Bæjarráð
Kópavogs samþykkti 20. september
sl. að fella niður aldursmörkin og
framlengja heimgreiðslur til þess
tíma að börn fá inni á leikskóla.
Á fundi leikskólanefndar 18. sept-
ember sl. var því beint til bæjarráðs
að stofnaður verði faghópur um
leikskólabyggingar. Faghópur um
leikskólabyggingar í Kópavogi hafi
það hlutverk að vera ráðgefandi við
stefnumótun um framtíðar leikskóla-
byggingar bæjarins. Faghópur þessi
falli undir leikskólanefndina og verði
henni innan handar varðandi þró-
un bygginga. Lagt er til að faghóp-
inn skipi arkitekt hússins, fulltrúar
leikskólaskrifstofu, leikskólakennara
og leikskólanefndar og fulltrúi tækni-
deildar Kópavogsbæjar. Faghópurinn
kalli til sérfræðinga eftir þörfum.
ÁLFTAMÝRI • MJÓDD
HÆÐASMÁRA 4
opið 10–23 alla daga
Dreift frítt í öll hús í Kópavoginum OKTÓBER 2007
- Íþróttir
bls. 22-23