Kópavogsblaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 10

Kópavogsblaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 10
Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri hélt upp á sextugsafmæli sitt sl. laugardag í reiðhöll Gusts í Kópavogi, og þar mætti mörg hundruð manns. Kór Kársnesskóla söng fyrir afmælisbarnið og kínverskir listamenn léki fyrir hann. Fjöldi ávarpa voru flutt, eða allt þar til afmælisbarninu þótti nóg komið, enda sagði hann í upp- hafi afmælishófsins að ef einhverjir vildu hrósa honum skyldu þeir hringja til hans í vinnunna á mánudeginum! 10 Kópavogsblaðið OKTÓBER 2007 borgarblod.is Fallið frá stór- skipahöfn Bæjarstjórinn sextugur! Afmælisbarnið, Gunnar I. Birgisson og kona hans, Vigdís Karlsdóttir. Sjónmælingar linsumælingar ������������� Kennimennirnir Gunnar í Digranesi og Gunnar í Krossinum. Sigurjón M. Egilsson ritstjóri DV og Kristján Pálsson fyrrv. þingmaður. Kínverskir listamenn á sviðinu, hreint frábærir listamenn. Bogi og Geir tóku lagið! Upp úr tösku einni mikilli komu ýmis embættistákn sem hengt voru á afmælisbarnið. Gunnar I. Birgisson, bæj- arstjóri, tilkynnti á morgun- fundi með sjálfstæðismönn- um í Kópavogi nýverið að fallið hefði verið frá hug- myndum um stækkun hafn- argarðs í Kópavogshöfn og þar með gerð stórskipahafn- ar á Kársnesinu. Einnig er fallið frá því að hafa þar hafnsækinn og hefur verð- ur þar önnur starfsemi, s.s. verslun, skrifstofur og veit- ingastarfsemi. Þarna verður einnig miðstöð vesturbæjar- ins í Kópavogi, en í dag er á þessu svæði aðeins ein versl- un, ísbúð og bakarí. Ræddar voru á fundinum hugmyndir um að setja Kárs- nesbrautina í stokk vegna umferðarþunga sem líklega verður um götuna í framtíð- inni með aukinni íbúabyggð, en líklega yrði það gert þeg- ar umferðin næði 15 þúsund bílum á dag. Þá yrði Kársnes- braut húsagata með aðkomu um Hábraut. Gert er m.a. ráð fyrir 845 nýjum íbúðum á Kársnesi í núverandi skipu- lagi, m.a. í bryggjuhverfi, en á fundinum voru tekin dæmi um annars vegar 380 íbúðir og hins vegar 660 íbúðir. Á fundinum voru m.a. for- maður Betri Byggðar á Kárs- nesi, Arna Harðardóttir, og lýsti ánægju með margt það sem bæjarstjóri kynnti þar og sagði m.a. að þarna hefði meirihluti bæjarstjórnar með bæjarstjóra í broddi fylkingar tekið til greina kröfur bæjar- búa, en um 1.600 athugasemd- ir bárust þegar núverandi deiliskipulag var auglýst sem m.a. gerði ráð fyrir hafnsæk- inni starfsemi og stórskipa- höfn. Í framhaldinu fóru svo samtökin að taka niður mót- mælaborða á Kársnesinu sem þar hafa verið áberandi í allt sumar. AUGL†SINGASÍMI: 511 1188 - 895 8298

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.