Kópavogsblaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 6
6 Kópavogsblaðið OKTÓBER 2007
A F H Á L S I N U M
Hver? Hvar? Hvenær?
Ekki hafa enn fengist upplýsing-
ar um börnin sem voru á síðustu
mynd, en vonandi rankar eihver
við sér og gefur upplýsingar. Þær
ber að senda til Hrafns Sveinbjarn-
arsonar á Héraðsskjalasafninu
í síma 544-4710 eða á netfangið
hrafns@kopavogur.is
Nú fylgir mynd þar sem verið er
að horfa á spjald þar sem á stend-
ur Húsin okkar. Hverjir eru þetta?
Hvert er tilefnið? Hvar er myndin
tekin og hvenær? Allar ábending-
ar eru vel þegnar.
Kópavogur tekur upp vinabæjarsam-
band við kínversku borgina Wuhan
Samkomulag um vináttubæjar-
samband milli Kópavogsbæjar
og Wuhan-borgar í Hubei-héraði
í Kína var undirritað í Gerðar-
safni sl. laugardag. Gunnar I.
Birgisson bæjarstjóri og Ómar
Stefánsson, formaður bæjarráðs,
undirrituðu viljayfirlýsinguna
fyrir hönd Kópavogs en Peng
Lemin, aðalframkvæmdastjóri
fastanefndar Wuhan-borgar,
fyrir hönd Wuhan.
Samningsaðilar hyggjast auka
gagnkvæman skilning og vináttu
þjóða Kína og Íslands með því
að standa að samstarfi og heim-
sóknum á milli Kópavogs og
Wuhan á grundvelli meginreglna
um jafnræði og hagræði á sviðum
efnahagslífs, viðskipta, vísinda
og tækni, menningar, mennta,
íþrótta, heilbrigðismála, man-
nauðs o.fl. Til stendur að koma
á reglubundnum samskiptum
æðstu stjórnenda og deilda samn-
ingsaðila til að greiða fyrir viðræð-
um um samstarf og heimsóknir
auk sameiginlegra hagsmuna og
hugðarefna.
Yfirlýsingin var gerð í samriti á
íslensku, kínversku og ensku. Fór
vel á því að undirrita hana í Gerð-
arsafni þar sem sýning á kínversk-
um menningararfi hefur verið
sett upp í tengslum við Kínverska
menningarhátíð í Kópavogi. Á sýn-
ingunni, sem var opnuð almenn-
ingi sl. sunnudag og stendur til 7.
október, er að finna áhugaverðar
þjóðminjar frá Wuhan-svæðinu
sem endurspegla bæði hin ýmsu
sögulegu menningarstig svæðis-
ins og almenna listræna sköpun í
Austurlöndum.
Kínversk menningar-
hátíð hafin í Kópavogi
Kínversk menningarhátíð
í Kópavogi var sett um síðustu
helgi og hún stendur til 7. októ-
ber. Setningin fór fram í Lista-
safni Kópavogs - Gerðarsafni.
Bæjarstjóri Kópavogs, Gunnar I.
Birgisson, setti hátíðina og Lei
Yunxia, sendifulltrúi í Kínverska
sendiráðinu og staðgengill sendi-
herra Kína, flutti ávarp. Einnig
flutti ávarp Miao Wei, fulltrúi
Wuhan-borgar. Þá opnaði forseti
Íslands, herra Ólafur Ragnar
Grímsson, tvær sýningar í Gerð-
arsafni.
Á efri hæð Gerðarsafns er sýn-
ingin “Kínverskur menningararfur
í Wuhan”, þar sem gefur að líta
málverk, listmuni og aðra gripi
frá borgarsafni Wuhan í Kína. Á
neðri hæð safnsins var ennfrem-
ur opnuð sýningin Austræn heim-
speki og íslensk norðurljós þar
sem sýndar eru abstrakt vatnslita-
myndir frá Íslandi eftir Yu Xi. Sýn-
ingunni lýkur 11. nóvember nk.
en að sýningunni stendur Kópa-
vogsbær í samvinnu við lista- og
menningarstofnanir í Kópavogi,
sendiráð Kína á Íslandi, Kínversk-
Íslenska menningarfélagið auk
fleiri samstarfsaðila.
Á sunnudag var opnuð ljós-
myndasýning í Vetrargarðinum í
Smáralind. Á sýningunni eru ljós-
myndir úr borgarlífinu í Wuhan,
sem eru gjöf til Kópavogsbæjar
frá Wuhan-borg.
Fjölbreytt dagskrá verður und-
ir þaki Safnahúss Kópavogs alla
hátíðardagana, þar sem sýndar
eru kvikmyndir og fræðslumyndir,
bókmenntir og listmunir. Þar hef-
ur einnig verið fyrirlestraröð og
námskeið í flugdrekagerð. Fyrsta
kvikmyndin sem sýnd var heitir
“Rauði lampinn.”
Meðal þess sem Kópavogsbú-
um sem og landsmönnum öllum
hefur verið boðið upp á eru tón-
leikar Þjóðlagahljómsveitar Söng-
leikja- og dansstofnunar Wuhan,
loftfimleikasýningar í íþróttamið-
stöðinni Versölum en síðustu sýn-
ingin er á föstudag og laugardag,
málþing um kínverska menningu
í Salnum næsta laugardag og fjöl-
skylduhátíð í Vetrargarðinum
í Smáralind sem fram fer næsta
laugardag kl. 14.00 til 16.00.
Forseti Íslands og forsetafrú skoða sýninguna með aðstoð kínversks
fræðimanns.
��
��������������
Alltaf nýbakað og ferskt hjá okkur
Brauð, kökur, tertur, smurt og veisluþjónusta
Úrvalskaffi og heitur reitur
Opið alla daga kl. 9-18 Búðakór 1 • Sími 534-6654
Samkomulagið undirritað í Gerðubergi sl. laugardag, skömmu áður
en Kínversk menningarhátíð var sett. Við borðið sitja Ómar Stefáns-
son, formaður bæjarráðs, Peng Lemin, aðalframkvæmdastjóri fasta-
nefndar Wuhanborgar og Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri, en þau
staðfestu samkomulagið með undirritun sinni. Samkomulagið gildir
til 5 ára, og framlengist ef hvorugur aðili segir því upp.
Yu Xi listamaður sýnir á neðri hæð Gerðarsafns abstrakt vatnslita-
myndir frá Íslandi.