Kópavogsblaðið - 01.10.2007, Síða 2

Kópavogsblaðið - 01.10.2007, Síða 2
Breytt skipurit tveggja sviða Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri flutti á síðasta bæjarstjórnar- fundi tillögu um breytt skipurit fyrir fjármála- og stjórnsýslusvið og starfslýsingu nýs starfs sem er skrifstofustjóri fjármála- og stjórn- sýslusviðs. Í dag eru fjórir deild- arstjórar en í nýju skipuriti er ein- um deildarstjóra bætt við. Einn deildarstjóri sér um starfsmanna- hald og er starfsmannastjóri og sér m.a. um símenntun, launamál og jafnréttismál; annar er fjármála- stjóri sem sér um innheimtu, bók- hald, áætlanagerð og fjárhagseft- irlit; skrifstofustjóri sér um skjala- vörslu og þjónustuborð. Einning var lögð fram tillaga að breytingum á skipuriti tómstunda- og menningarsviðs ásamt breyt- tri starfslýsingu. Báðar tillögurnar voru samþykktar einróma. Starfslokasamningar og vegrið Á fundi bæjarráðs 27. septem- ber sl. lögðu bæjarfulltrúar Sam- fylkingarinnar fram eftirfarandi fyrirspurn: “Fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarráði óska eftir að fá að sjá eftirfarandi gögn: Starfslokasamning fyrrverandi ritara skipulagsstjóra er lauk störf- um í desember 2006. Ráðningarsamning verkefnis- stjóra hjá framkvæmda- og tækni- sviði bæjarins er hóf störf sumar- ið 2006. Launaseðla þessara aðila aftur að maí 2006. Auk þess óskum við eftir upplýs- ingum um eftirfarandi: “Hvort og þá hvenær var staða verkefnisstjórans auglýst og hver voru þau verkefni sem hon- um voru falin og hver af embætt- ismönnum bæjarins óskaði eftir stöðugildinu? Á sama fundi lagði Gunnsteinn Sigurðsson, Sjálfstæðisflokki fram fyrirspurn um hvað líður uppsetn- ingu vegriðs á Digranesvegi. Skipulagi Marbakka- brautar 4 breytt vegna leikskóla Á fundi skipulagsnefndar var tekin fyrir tillaga bæjarskipulags að breyttu aðalskipulagi við Mar- bakkabraut 4. Í tillögunni felst að svæði sem skilgreint er sem óbyggt svæði norðan leikskól- ans Marbakka er breytt í svæði fyrir þjónustustofnanir. Einnig er svæði sunnan leikskólans sem skil- greint er sem verslunar- og þjón- ustusvæði breytt, annars vegar í svæði fyrir þjónustustofnanir og hins vegar í óbyggt svæði. Á breyt- ingasvæðinu sem er um 0,9 ha að flatarmáli er áætlað að stækka aðstöðu leikskólans og bæta við einni deild. Lóðin verður 4.003 m2 eftir breytingu með nýtingarhlut- fall allt að 0,2. Áætluð bílastæða- þörf er 1 stæði á hverja 35 m2 hús- næðis, en það gerir 22 bílastæði. Skipulagssvæðið afmarkast af Mar- bakkabraut í suður, göngustíg á lóðarmörkum í austur, strandstíg við Fossvog í norður og lóðarmörk- um lóðanna við Marbakkabraut 16, 18 og 20 í vestur. Tillagan styð- ur markmið Aðalskipulags Kópa- vogs 2000-2012 hvað varðar þétt- ingu byggðar og nýtingu á stofn- kerfi bæjarins. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu, hún var hún auglýst í samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar til afgreiðslu bæj- arráðs og bæjarstjórnar. Athuga- semdir bárust en bæjarskipulagi var falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir. Á fundi skipulagsnefndar 4. sept- ember 2007 var erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn bæjarskipu- lags. Óskað var eftir umsagnar fræðslustjóra Kópavogs um þörf stækkunar leikskólans og var hún lögð fram að nýju ásamt umsögn fræðslustjóra Kópavogs. Skipulags- nefnd samþykkti tillöguna ásamt umsögn bæjarskipulags dags. 31. ágúst. 2007 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjar- stjórnar. Reynt að koma veit- ingarekstri í Gerðar- safni aftur af stað Á fundi Lista- og menningarráðs Kópavogs 18. september sl. var m.a. rætt um minningabók sem gefin var út vegna 50 ára afmæl- is bæjarins sem bókasafnsstarfs- menn sáu um útgáfu á. Rætt hefur verið um að gefa nemendum 9. bekkjar grunnskóla eintak af bók- inni. Rætt var um veitingar í lista- safninu, Gerðarsafni, en kaffiterían þar er nú lokuð. Verið er að gera ráðstafanir til að koma henni af stað aftur. Jafnframt var rætt um markaðssetningu á söfnum bæj- arins. Áfallahjálp í grunn- skólum endurskoðuð Á fundi skólanefndar 3. septem- ber sl. var lögð fram eftirfarandi til- laga frá Rannveigu Ásgeirsdóttur, fulltrúa foreldra í skólanefnd: “Fulltrúi foreldra í skólanefnd, Rannveig Ásgeirsdóttir, óskar eftir því að verkferlar um áfallahjálp í grunnskólum Kópavogs verði teknir til gagngerrar endurskoð- unar og rýnis af fagaðilum með aðstoð starfandi áfallateyma og að þeir verði þannig úr garði gerð- ir að þeir taki til allra þátta í skóla- og nærsamfélagi og skuli gátlisti vegna kynningar/kennslu á notk- un verkferla yfirfarinn, staðfestur af hlutaðeigandi aðilum og skilað inn til fræðslustjóra árlega.” Í framhaldi af bókun foreldra- fulltrúa bókaði skólanefnd eftirfar- andi: “Skólanefnd felur fræðsluskrif- stofu að fá viðurkenndan fagaðila til að veita ráðgjöf vegna áfalla- hjálpar í grunnskólunum, í sam- ráði við skólastjórnendur, með hliðsjón af ofangreindri bókun. Einnig beinir skólanefnd því til skólastjórnenda að þeir hlutist til um að allir sundkennarar sem starfa við grunnskóla Kópavogs sæki samráðsfund allra þeirra sem koma að skólasundi áður en kennsla hefst á haustin. Forstöðu- menn sundlauganna skipuleggi og boða þessa fundi. Á þeim fundum verði farið yfir gildandi verkferla og neyðaráætlanir sundlauganna.” Miklar bollaleggingar um auglýsingaskilti Á fundi umhverfisráðs 18. júní 2007 var fjallað um reglur um aug- lýsingaskilti í Kópavogi. Á fundi umhverfisráðs fyrr í vor var óskað eftir bæjarskipulag Kópavogs tæi saman leiðbeinandi viðmið varð- andi uppsetningu auglýsingaskilta í lögsögu Kópavogs. Lagðar voru fram hugmyndir Línuhönnunar að vinnuáætlun varðandi setn- ingu reglna um skilti í Kópavogi. Umhverfisráð samþykkti að mæla með við bæjarráð að fara að til- lögum Línuhönnunar. Áætlaður kostnaður 250.000 krónur. Á fundi bæjarráðs var svo samþykkt að hafin verði vinna skv. tillögum Línuhönnunar. Á fundi umhverfisráðs 23. júlí 2007 var samþykkt að fela bæjar- skipulagi að ganga frá samningum við Línuhönnun um verkefnið. Á fundi umhverfisráðs nýverið upp- lýsti formaður að gerður hafi ver- ið samningur við Línuhönnun um gerð tillagna að reglum um auglýs- ingarskilti í Kópavogi. Umhverf- isnefnd óskaði eftir kynningu á stöðu mála. 2 Kópavogsblaðið Útgefandi: Borgarblöð ehf. Vesturgötu 15 • 101 Reykjavík Sími: 511 1188 • 561 1594 Fax: 561 1594 Ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson, Sími 564 5933, 898 5933 Netfang: geirgudsteinsson@simnet.is Auglýsingasími: 511 1188 • 561 1594 • 895 8298 Netfang: borgarblod@simnet.is Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Kristján Jóhannsson Umbrot: Valur Kristjánsson Prentun: Landsprent ehf. Dreifing: Íslandspóstur 10. tbl. 3. árgangur Kópavogsblaðinu er dreift frítt í öll hús í Kópavogi. S T U T T A R B Æ J A R F R É T T I R K ópavogsbær hefur á undanförnum árum staðið fyrir kynningu á listum og menningu annara þjóða og eflaust muna flestir eftir kandadískum menningardögum og rússneskum menning- ardögum. Nú er boðið upp á kínverska menningarveislu sem jafnvel stendur hinum tveimur fyrrnefndu framar. Það er þó varasamt að fara í slíkan samanburð því slíkur samanburður er milli svo ólíkra menn- ingarheima. Á kínversku menningarhátíðinni sem stendur til næsta sunnudags er boðið upp á sýningu frá forn- og listmunuborginni Wuh- an í Kína, myndlistasýningu, frábæra tónleika, loftfimleikasýningu, flug- drekagerð og ljósmyndasýningu svo eitthvað sé nefnt. Einnig er boðið upp á málþing um kínverska menningu næsta laugardag í Salnum og fjölskylduhátíð fer fram í Vetrargarðinum í Smáralind næsta laugardag. Þessi menningarhátíð er orðin að veruleika vegna mikillar framsýni bæjaryfirvalda en einnig hefur kínverska sendiráðið á Íslandi lagt mál- inu ómetanlegan stuðning. Metnaður Kópavogsbæjar til að standa í fremstu röð á þessu sviði hefur svo sannarlega skilað sér, enda kemur fólk alls staðar að af landinu til að taka þátt í þessari menningarveislu. Sum bæjarfélag hasla sér völl sem aðsetur fyrir þjóðhátíð, fiskidaga, menningarnótt, ljósanótt eða t.d. írska eða færeyska daga, en fullyrða má að þær samkomur standa því sem Kópavogur er að bjóða langt að baki í menningarlegu tilliti. Kópavogsbær hefur einfaldlega tekið afger- andi forystu, og því fögnum við auðvitað sem búum í þessu bæjarfé- lagi sem er að skila betri rekstrarafgangi en nokkurt annað bæjarfélag á Íslandi. Ægifagurt útsýni og hátækni K ópavogsbær hefur auglýst til úthlutunar byggingarétt fyrir 650 íbúðir í Vatnsendahlíð sem verða byggðar með nútímalegu sniði og þægindum. Mikið og fallegt útsýni er frá fyrirhugaðri íbúða- byggð en þaðan sést yfir Elliðavatn, Heiðmörk og að Hengissvæðinu. Til austurs blasir Vífilfell og Bláfjöll við, til norðurs hluti Kópavogs og Reykjavíkur og til vestur verður útsýni yfir Esjuna, Akrafjall og Skarðs- heiði. Lagt verður ljósleiðanet um hverfið strax í upphafi svo fyrstu íbú- arnir fá háhraðatengingu sem tryggir m.a bestu mögulegu myndgæði. Ekki er að efa að marga mun fýsa að fá þarna lóð, en ef að líkum lætur fá færri en vilja. Framkvæmdi eiga að geta hafist í lok árs 2008. Kennum útlendingum íslensku A lþingi hefur hafið störf eftir gott sumarleyfi. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sagði við þingsetningu að landsbyggð- in, samkenndin og tungumálið væru þrenning sem Íslending- ar mættu ekki varpa frá sér. Engin efnisrök væru fyrir því að víkja íslenskunni til hliðar ef háskólar og fyrirtæki eiga að ná í fremstu röð og hæpið að halda því fram að íslenskan geti ekki áfram verið jafnoki heimsmálanna í þekkingarsköpun og atvinnulífi. Þvert á móti beri að efla íslenskukennslu í skólum landsins um leið og leikni námsfólks í erlendum málum væri aukin. Hjálpa ætti þeim sem hingað koma frá öðrum löndum að læra íslenskuna. Sérstakan gæfi Íslendingum gildi. Undir þessi orð forseta Íslands skal sannarlega tekið hér. Geir A. Guðsteinsson Menningarleg forysta OKTÓBER 2007 ������ ��� ��� ���� ����� ����� ����������������� �������������� Salurinn MIÐ 3. OKT og FÖST 5. OKT KL. 20 KÍNVERSK ÞJÓÐLAGASÖNGSKEMMTUN Miðaverð 2500 kr. MIÐ 10. OKT KL. 20 GÍTARTÓNLEIKAR MANUEL BARRUECO Miðaverð 2500 kr. FIM 11. OKT KL. 20 FJÖLSKYLDUFERÐ TIL AFRÍKU Miðaverð 1500 kr. frítt f. börn FÖST 12. OKT KL. 20 TÍBRÁ: ÓPERUTÓNLEIKAR Miðaverð 2000 /1600 kr. SUN 14. OKT KL. 20 TÍBRÁ: SÖNGBÓK JAZZINS Miðaverð 2000/1600 kr. SUN 21. OKT KL. 20 TÍBRÁ: SELLÓ OG PÍANÓ Miðaverð 2000/1600 kr. ÞRI 23. OKT KL. 20 TÍBRÁ: Söngtónleikar Miðaverð 2000/1600 kr. LAUG 27. OKT KL. 17 TÍBRÁ: ALBERT MAMRIEV Miðaverð 2000/1600 kr. MIÐASALA HAFIN !

x

Kópavogsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.