Kópavogsblaðið - 01.10.2007, Page 4

Kópavogsblaðið - 01.10.2007, Page 4
Jónas Ingimundarson píanó- leikari og tónlistarráðunautur Sal- arins í Kópavogi er fæddur á hina þekkta höfuðbóli Bergþórshvoli á Rangárvöllum fyrir alllöngu en þó eftir Njálsbrennu eins og hann segir sjálfur! Presturinn bjó ekki á jörðinni heldur var það faðir hans sem yrkti jörðina en foreldrar hans voru frá sitt hvorum bænum í Aust- ur-Landeyjunum, móðir hans Guð- rún Kristjánsdóttir frá Voðmúla- stöðum en faðir hans Ingimundur Guðjónsson frá Voðmúlastaða- Austurhjáleigu sem er næsti bær við, nánast í sama túni. Þar bjó hann aðeins í 1 ár, fjölskyldan flutti á Selfoss og síðar bjó Jónas hjá föð- ur sínum í Þorlákshöfn um árabil. Þaðan lá leiðin m.a. til Reykavíkur í tónlistarnám og síðan til Vínar- borgar í framhaldsnám. Jónas seg- ir í bók Gylfa Gröndal um hann, “Á vængum söngsins” þegar rætt er um tónlistarferilinn: “Þetta hefur nánast allt gerst af sjálfu sér. Ég tók aldrei þá ákvörð- un að verða tónlistarmaður. Ef til vill var það vilji forsjónarinnar; hver veit? En ég er afskaplega þakklátur fyrir að fá að helga líf mitt tónlist, því ég hef ekki ánægju af neinu til jafns við hana. Hún er stöðugt í kringum mig, bæði í vöku og draumi, - óþrjótandi upp- spretta. Tónlistin endarspeglar og tjáir gjörvöll tilfinningasvið manns- ins. Tónlistin hrein og tær er göfg- andi - mannbætandi. Menn syngja ekki í vondu skapi, en það er hægt að syngja burt leiðindi.” Selfoss varð svo starfsvettangur hans í 4 ár eftir að hann kom frá Vínarborg, stjórnaði m.a. Karlakór Selfoss og Kvennakór Selfoss og síðar Samkór Selfoss. Eftir flutn- ing á höfuðborgarsvæðið gerðist hann m.a. stjórnandi Karlakórsins Fóstbræðra um fimm ára skeið, og hefur reyndar verið viðloðandi starfsemi hans allar götur síðan. Jónas hefur hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar um dagana, m.a. riddarakross hinnar íslensku fálka- orðu, heiðusverðlaun íslensku tónlistarverðlaunanna, heið- ursverðlaun VÍS, heiðursverðlaun Íslandsbanka, heiðursverðlaun DV og Dannebrogsorðuna. Árið 1997 útnefndi Rótarýklúbbur Kópavogs hann Eldhuga ársins og árið 2004 var hann kosinn heiðurslistamað- ur Kópavogs. Búa flyglinum betri stað Jónas og kona hans Ágústa Hauksdóttir, sem einnig er tónlista- menntuð, búa við Álfhólsveginn. Um það leiti sem Jónas og Ágústa fluttu í Kópavoginn og hann tók til starfa í Kópavogi var keyptur flyg- ill sem fyrst var m.a. staðsettur í Digraneskirkju og í Gerðarsafni en það vöknuðu fljótt óskir um hug- myndir um að búa honum betri stað, og þó hófust líka umræður um að byggja tónlistarskóla. Þróun- in varð sú að Salurinn var byggður við hlið Tónlistaskóla Kópavogs og að sjálfsögðu fór þessi forláta flygill í Salinn. Jónas segir að nafn- ið á Salnum hafi eignlega komið af sjálfu sér. Á byggingastiginu hafi oft verið rætt um salinn og þeg- ar nær dróg vígslu hans hafi nafn- ið eiginlega verið orðið fast við hann, enda nafnið Salurinn gott fyrir fyrsta tónleikasal landsins. En á byggingingastiginu hafi vissu- lega aðrar hugmyndir skotið upp kollinum. “Bæjarfélagið stendur á bak við vissa starfsemi Salarins, hann er “burðarvirki” hans. Þannig er hægt að leigja hann út til tónleika- halds eða fundarhalda en hann hentar ákaflega vel til slíkrar starf- semi. Salurinn er fyrsta byggingin á Íslandi sem sérstaklega er hönn- uð og byggð til tónleikahalds og þar er nú t.d. kínversk menningar- hátíð og tónlistaskólakennararn- ir eru þar með mjög áhugaverða tónleikaröð. Allir grunnskólanem- ar í Kópavogi koma tvisvar á ári í Salinn undir heitinu “Tónlist fyrir alla” þar sem reynt er að höfða til sem flestra barna með vali á tónlist. Síðast en ekki síst ber að nefna Tíbrá-tónleikaröðina sem er stærsta og viðamesta starfsemin í Salnum, er þungamiðja starfsem- innar á hverjum vetri. Tónleikarn- ir sem ég var með í Gerðarsafni fyrstu árin fluttust yfir í Salinn og þá fór fljótlega að hlaðast utan á þá starfsemi með þátttöku ýmissa tónlistarmanna. Til að aðgreina þá tónleika frá öllum hinum tónleik- unum sem urðu brátt snar þáttur í starfsemi Salarins varð að kalla þá tónleikaröð einhverju nafni. Það er ekki mjög söluvænt að kalla slíka tónleikaröð t.d. “Tónleikaröð Kópa- vogsbæjar í Tónlistahúsi Kópa- vogs”, nafnið allt of langt og óþjált. Því var fljótlega farið að leita að hentugu nafni þá tónlistaröð og þá kom upp nafnið Tíbrá, sem er auð- vitað nafn fyrir uppsprettu en ein- nig fyrir sjónhverfingar og hilling- ar sem undirstrikar mikla grósku.” - Óttuðust þið ekki að fólk mundi ekki tengja nafnið Tíbrá við tónlist? “Það kann að vera að það hafi verið á einhverju stigi málsins en þetta er bara heiti á tónleikaröð. Mér finnst þetta nafn gott, nafngift- in heppnaðist vel og allir hérlendis sem hafa áhuga á klassískri tónlist vita fyrir hvað Tíbrá stendur, vita að nafnið stendur fyrir því helsta sem fram fer í Salnum. Auk þess fer þetta nafn ákaflega vel í munni. Mikill vinur minn, Þorsteinn Valdi- marsson, gaf út ljóðabók sem hef- ur m.a. að geyma lítið og fallegt ljóð sem heitir Tíbrá. Í sveitinni í Landeyjum í gamla daga var það algengt að maður sá Vestmannaeyj- ar í hillingum, eða í tíbrá hátt uppi á himninum og í bernskuminning- unni voru það alltaf miklir töfrar í svona sindri. Tóninn er líka eitt- hvað sem sindrar og tekur á sig margra myndir enda geta tónleikar verið mjög alvarlegir en þeir geta líka breyst í alveg sprenghlægilega skemmtun. Tíbráin getur náð yfir allt þetta og er því mjög gott nafn fyrir þessa tónleikaröð. Þetta er níuna árið sem við bjóð- um upp á Tíbrártónleika en Salur- inn verður 10 ára á næsta ári.” Umsóknir þrefalt fleiri en tónleikar - Nú er svo komið að mun færri fá að koma fram á Tírbrártónleikum en um það sækja og auðvitað er það ánægjulegt dæmi um vinsæld- ir þessarar tónleikaraðar. Hversu margar umsóknir berast árlega frá tónlistarfólki um þátttöku á Tíbrár- tónleikaröðinni? “Í desembermánuði er auglýst eftir umsóknum fyrir næsta tón- leikaár sem hefst að hausti, og það berast um 100 umsóknir af öllu mögulegu tagi. Á þessum vetri eru Tírbrártónleikar rúmlega 30 en svo eru ýmsir aðrir sem ekki sækja um en okkur finnast forvitni- legir, t.d. erlendir tónlistamenn og söngvarar, sem við sækjumst eftir að fá til að auka fjölbreyttni tón- leikaraðarinnar. Það komast því miklu færri að við vildum gefa færi og væri vissulega fengur að fá. En því miður er ekki hægt að gera allt. En Salurinn er öllum opinn og það getur hver sem er fengið salinn til að halda sína einkatónleika, en það eru þá ekki tónleikar á vegum tónleikaraðarinnar Tíbrár. Popplistamenn hafa ekki sótt um í Tíbrá enda liggur í hlutarins eðli að húsið hentar ekki fyrir slík- an tónlistaflutning. En við mund- um skoða slíka umsókn til jafns við aðrar umsóknir. Það mundi bara auka fjölbreytnina, það mundi annar hópur fólks sækja þá tón- leika og það mundi því bara auka fjölbreyttni flórunnar í Salnum og breikka áheyrendahópinn. En við þurfum að spila á rým- ið í þessum sal. Í poppinu þarftu yfirleitt miklu stærri sali og meira rými og allt öðru vísi hljómburð enda tóninn magnaður upp með rafmagni og venjulega spilað í sal sem er “þurr,” þ.e. hefur sjálfur engan ómtíma,” segir Jónas Ingi- mundarson.” - Er eitthvað sérstakt sem þú ert einstaklega ánægður með að er á tónleikaskrá Tíbrár? “Ég er eiginlega sérstaklega ánægður með allt sem er þarna, enda erfitt að vera með saman- burð þar sem fjölbreytnin er svo mikil. Það ríkir líka mikill metnað- ur við gerð Tíbrártónlistaraðarinn- ar.” Jónas segir að opnunartónleik- arnir hafi verið sérlega glæsilegir en þar kom fram rússneska mezzó- sópransöngkonan Irina Romis- hevskaya og söng m.a. lög eftir Purchell, Händel, Scarlatti og Viv- aldi. Síðan kom franski píanóleikar- inn Désiré N’Kaoua sem minntist 70 ára ártíðar Ravels með heildar- flutningi á píanóverkum hans. Aðrir tónleikar sem Jónas nefni sérstaklega eru söngtónleikar Viðars Gunnarssonar sem komi sjaldan hingað heim og því sé mik- ill fengur að fá hann. Viðar mun m.a. flytja sönglög eftir Árna Thor- steinsson, Karl Ottó Runólfsson og fleiri íslensk tónskáld og aríur eftir Wagner, Tchaikovsky, Glinka og Mussorgsky. Á fullveldisdeginum munu Auð- ur Gunnarsdóttir og Bergþór Páls- son flytja einsöngslög eftir Jón Ásgeirsson, s.s. Maístjörnuna og ýmiss óperulög og 12. janúar verða svo hefðbundnir nýárstónleikar þar sem Hulda Björk Garðarsdótt- ir söngkona og Salonhljómsveit Sigurðar Ingva Snorrasonar flytja Vínarljóð, óperettuaríur, dúetta, polka, valsa og aðra gleðitónlist. Salurinn fyrst og fremst “sólistasalur” 17. febrúar sýnir svo eistneska þjóðin svo Íslendingum þakklæti sitt fyrir stuðning við sjálfstæðis- baráttu þeirra með því að send hingað Kammerkór Filharmoní- unnar í Eistlandi sem mun flytja verk eftir Veljo Tormis og segir Jónas að það verði sérstaklega eft- irtektarverðir tónleikar enda sé kórastarf í Eistlandi á mjög háum gæðastaðli. Kórinn mun flytja verk sem sérstaklega er samið fyrir Íslandsferðina. Aðspurður segir Jónas að stærð þessa kammerkórs henti vel fyrir Salinn, en vissulega henti hann ekki fyrir stærri kóra, enda sé hann hannaður og hugsað- ur sem “sólistasalur.” Fyrir einn og upp í 20 flytjendur sé hann mjög góður. 19. febrúar kemur hingað flautuleikarinn Denis Bouriakov ásamt píanóleikaranum Víkingi Heiðari Ólafssyni, en haft er eftir Hallfríði Ólafsdóttur, 1. flautuleik- ara í Sinfóníuhljómsveit Íslands að Bouriakov sé besti flautuleikari sem hún hafi heyrt í! 24. febrúar verða strengjatón- leikar þar sem Sæunn Þorsteins- dóttir kemur fram en Sæunn er ein sú efnilegasta sem við eigum, en þessi hópur sem telur fjóra strengjaleikar hentar mjög vel fyr- ir Salinn. “Þann 4. mars kemur hingað í Salinn Kópavogsbúinn Þuríður Jónsdóttir með “Kvikhljóð” sem er einleikur, hljóðlist og myndlist. Hún er tónskáld og flautuleikari en hún er með ásamt fleirum fjöl- breytilegt efni þar sem hún notar bæði myndlist, vídeó og tónlist með ýmsum hætti auk rafhljóða. Þar kennir margra grasa og verð- ur líka töluvert öðruvísi en margt annað sem við eigum eftir að sjá í Tíbránni í vetur,” segir Jónas. Jónas segir að frá 4. til 11. maí séu tónleikar í Salnum sem séu hluti af Kópavogsviku en á síðustu tónleikunum komi fram Tríó Rom- ance, en tríóið skipa Guðrún Birg- isdóttir, Martial Nardeau og Peter Máté sem öll tengjast Kópavogi. Þar mun ríkja vorstemmning og gleði á afmælisdegi Kópavogsbæj- ar. 11. maí 2008. Óperuhús rökrétt framhald Salarins - Bygging óperuhúss á sömu “torfu” og Salurinn, Gerðarsafn og bókasafnið standa á er fyrirhuguð. Hefurðu miklar væntingar til þess hús og þeirrar starfsemi sem vænt- anlega verður þar? “Já, hiklaust. Tónlist á Íslandi er að verulegu leiti söngur. Ef Íslendingur á afmæli þá er sung- ið, ef haldið er einhver gleðskap- ur þá er sungið og jafnvel sóttir til þess heilu kórarnir, og þegar amma eða afi deyr þá viljium við láta syngja við útförina, og það sé fallegt og vel gert, helst á heims- klassa, amma eða afi voru svo góð og áttu þetta skilið! Við eigum fullt af góðum söngv- urum en þeir geta ekki náð þroska með því að fá bara að syngja yfir nokkrum ömmum í mánuði. Þeir verða að fá að takast á við ann- ars konar verkefni. Á Íslandi eru reknir um 80 tónlistaskólar með fjölda söngnema og við erum ekki að mennta þá til þess að flytja þá alla úr landi. Þeir þurfa vettvang hérlendis og við þurfum að læra að meta þá og skapa grundvöll til þess að þeir nái þroska. Það eru óviðunandi kringumstæður í tón- listalífinu á Íslandi. Af því að það er ekki gert ráð fyrir óperuflutn- ingi í stóra menningarhúsinu við Reykjavíkurhöfn þá er þörf fyrir óperuhús sem hægt er að gera allt mögulegt með. Það er rökrétt fram- hald af Salnum að óperuhús rísi í nágrenninu, og ég hlakka bara til. Starfseminn í Salnum virðist hafa haft þá jákvæði ímynd að nú vilji bæjaryfirvöld í Kópavogi gera meira. Ég reikna með að ef Salur- inn hefði ekki orðið til hefði aldrei verið farið að ræða byggingu á óperuhúsi í Kópavogi,” segir Jónas Ingimundarson. 4 Kópavogsblaðið OKTÓBER 2007 Mikill metnaður við gerð Tíbrártónlistaraðarinnar Jónas Ingimundarson við flygilinn í stofunni heima á Álfhólsvegi. Af því að það er ekki gert ráð fyrir óperuflutningi í stóra menningarhúsinu við Reykjavíkurhöfn þá er þörf fyrir óperuhús sem hægt er að gera allt mögulegt með. Það er rökrétt framhald af Salnum að óperuhús rísi í nágrenninu, og ég hlakka bara til. Starfseminn í Salnum virðist hafa haft þá jákvæði ímynd að nú vilji bæjaryfirvöld í Kópavogi gera meira. Ég reikna með að ef Salur- inn hefði ekki orðið til hefði aldrei verið farið að ræða byggingu á óperuhúsi í Kópavogi. Désiré N’Kaoula lék nýlega í Salnum. Með honum hefur Jónas m.a. leikið á tvö píanó.

x

Kópavogsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.