Kópavogsblaðið - 01.10.2007, Qupperneq 12
Starfsemin í Gjábakka, Fann-
borg 8 og Gullsmára, Gullsmára
13 er komin á fulla ferð eftir sum-
arleyfi. Kynningardagar voru í lok
ágúst og að þeim loknum fór starf-
semin af stað. Félagsheimilin eru
opin virka daga frá kl. 09.00 til
17.00 og félagsstarfið í Kópavogi
er fjölbreytt að vanda, enda leggja
margir þar hönd á plóginn.
Vetrardagskráin er fjölbreytt, en
það er svo með allt félagsstarf að
það er þátttaka fólksins sem skiptir
sköpum. Á komandi vetri verður
matur afgreiddur í hádeginu eins og
verið hefur og kaffistofurnar verða
opnar frá 09.00 til 16.00 alla virka
daga.
Nú þegar eru starfandi 5 hópar í
líkamsrækt en miskrefjandi. 5 hópar
eru í jóga af ýmsu tagi, 4 danshópar,
3 bossíahópar, bobbhópur, 2 göngu-
hópar að ógleymdum sundhópun-
um, ringóinu og púttinu. Fræðslu-
kvöld um hreyfingu og holla lifnaða-
hætti eru á vegum Íþróttafélagsins
Glóðar.
Sigurbjörg Björgvinsdóttir, yfir-
maður félagsstarfs aldraðra, segir
að ekki ætti heldur að vanta neitt
fyrir þá sem hafa gaman af handa-
vinnu því nú þegar séu farin af stað
9 námskeið í handmennt. Þar má
nefna gler- og postulínsmálun, silf-
ursmíði, vatnslitamálun, bókband
og tréskurð. Þá eru núna starfandi
margir áhugahópar t.d. í glerskurði,
myndlist, vefnaði, ljóðagerð, örsögu-
ritun, bútasaumur, leirvinna og
margt fleira. Handavinnustofurnar
eru opnar alla virka daga og þar
kennir margra grasa. Handavinnu-
kvöld eru nýjung á dagskránni og
ætluð þeim sem eru enn á vinnu-
markaði en vitanlega eru allir vel-
komnir. Hárstofur og fótaaðgerða-
stofur eru starfandi í báðum félags-
heimilunum. Þessi þjónusta er ætl-
uð körlum jafnt sem konum.
“Fjölbreytnina í félagsstarfinu í
Kópavogi má m.a. rekja til breiðrar
samstöðu og samstarfs þeirra aðila
sem láta sig varða hamingju eldra
fólks. Nefna má Félag eldri borgara
í Kópavogi; Söngvini, kór aldraðra
í Kópavogi; Íþróttafélagið Glóð svo
og hina fjölmörgu áhugahópa sem
starfa í samvinnu við félagsstarfið.
Félag eldri borgara stendur nú
sem áður fyrir metnaðarfullri dag-
skrá í félagsheimilunum. Bingó er
spilað vikulega, síðdegisgaman
er nýtt á dagskránni, opin hús og
Skvettuböll eru nokkrum sinnum til
áramóta, félagsvist er spiluð þris-
var í viku, bridge er spilað tvisvar
í viku og Alkort, kanasta og lomber
eru gömul spil sem spiluð eru í Gjá-
bakka vikulega.
Í undirbúningi er að félagið efni til
stuttra ferða t.d í leikhús, söfn o.fl.
Þá hittast söngglaðir einstaklingar
og taka lagið vikulega í félagsheimil-
unum. Leshópurinn fær góða gesti
í heimsókn mánaðarlega og Egils-
saga er lesin og rædd í hverri viku,”
segir Sigurbjörg Björgvinsdóttir.
Félagið sér um allar ferðir og er
farið frá Gjábakka og Gullsmára.
Þar er oftast einnig skráð í ferðir og
tekið við greiðslum. Félagið er með
viðtals- og símatíma í Gjábakka á
miðvikudögum kl. 15.00 - 16.00.
Síminn er 554-3438.
“Maður er manns gaman.”
Það er gömul speki að maður
er manns gaman. Þetta vissu
menn fyrir löngu og vita enn. Það
eru margir óformlegir spjallklúbb-
ar sem hittast í félagsheimilunum
og ræða málefni líðandi stundar.
Einnig er alltaf að verða vinsælla
að árgangar úr skólum eða aðrir
hópar hittist reglulega yfir kaffi-
bolla og ræði málin. Dagskrárnar
liggja frammi í félagsheimilunum
og einnig er hægt að nálgast þær á
netinu, www.kopavogur.is
“Niðurstöður ótal rannsókna
sýna að þátttaka í félagsstarfi er
líkleg til að bæta andlega og líkam-
lega líðan einstaklinga. Því hvet ég
alla eldri borgara til að koma og
skoða hvort ekki er eitthvað á dag-
skránni sem hentar, eða koma með
hugmyndir og óskir til starfsmanna
félagsstarfsins sem aðstoða við að
hrinda þeim í framkvæmd. Þú ert
svo heppinn að fá að ráða nokkru
um hvað er á dagskrá félagsstarfs-
ins í Kópavogi. Það eru mikilvæg
réttindi sem vert er að nýta. Ég veit
að tíminn er naumur en mundu
bara “að hafir þú ekki tíma fyrir
heilsuna í dag er ekki víst að þú
hafir heilsu fyrir tímann á morgun,”
segir Sigurbjörg Björgvinsdóttir.
12 Kópavogsblaðið OKTÓBER 2007
Eitthvað fyrir alla í
Gjábakka og Gullsmára
Systurnar Halldóra og Svava Stefánsdætur voru í hópi þeirra sem
komu í Gjábakkann nýverið.
Auður Gunnarsdóttir söngkona og Jónas Ingimundarson píanóleikari
skemmtu viðstöddum, og fengu gott klapp. Einnig komu þar fram
stúlkur úr Kór Kársnesskóla, en sá hluti kórsins sem þarna mætti er
allur í 7. bekk.
Dalvegur 24
Kópavogi
www.iess.is
544 4884
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Geir Harðarson
������ �
� ���������
���������������
����������
������������������������������
Óskar eftir starfsfólki í hlutastarf og fulltstarf.
Opið er til kl: 22 öll kvöld og hentar
því vel með skóla.
Umsóknareyðublöð á staðnum
Engihjalla 8, Kópavogi.
Starfsfólk óskast
borgarblod.is