Kópavogsblaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 15

Kópavogsblaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 15
15KópavogsblaðiðOKTÓBER 2007 Heimsmeistaraskáksveit Sala- skóla í Kópavogi, fjórtán ára og yngri, gerði víðreist um Namib- íu í ferð sem hún fór í boði Þró- unarsamvinnustofnunar Íslands þann 12. september sl. Sveitin sýndi listir sínar og tefldi við unga heimamenn á tveimur mót- um í Eros grunnskólanum í höf- uðborginni Windhoek. Sem við var að búast höfðu heimsmeist- ararnir nokkra yfirburði. Íslenska sveitin fór meðal ann- ars í tvo barnaskóla í bænum Grottfontain í norðurhluta Namib- íu. Þar fór fram skákkennsla og sýning á hraðskák. Annar skól- anna stendur í fátækrahverfi í bænum og þar sýndi héraðs- meistarasveit nemenda listir sínar í dansi, trumbuslætti og söng, Íslendingunum til mikill- ar ánægju. Á endanum rugluðu hvítir menn og svartir reitum á skólalóðinni þegar Salaskóla- mennirnir Birkir Karl Sigurðsson og Guðmundur Kristinn Lee slóg- ust í hópinn með dansandi sveit heimamanna. Þeir reyndu fyrir sér í afrískum dansi sem er tals- vert frábrugðinn mannganginum á taflborðinu. Þessi menningar- blanda vakti mikla gleði, en í máli skólastýru kom fram að dans- sveit hennar ætlaði sér ekki síðri hluti í framtíðinni en íslensku skákmeistararnir, þótt á öðrum vettvangi væri. Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur í samstarfi við Skák- samband Íslands og skákfélagið Hrókinn staðið fyrir skákverkefni meðal grunnskólabarna í Namib- íu sl. þrjú ár ásamt því að styðja við bakið á namibíska skáksam- bandinu. Það var Þróunarsam- vinnustofnunin og Kópavogsbær sem buðu skáksnillingunum út, en kostnaður Kópavogsbæjar nam um 400 þúsund krónum. Heimsmeistarar Salaskóla tefldu, dönsuðu og fóru í safariferð í Namibíu Dansað með innfæddum í Namibíu. vesturgÖtu 12 opiÐ 14-18 mÁn.-lau. www.nornabudin.is galdrar Í neytendapakkningum, spÁspil, rÚnir og Óvenjuleg gjafavara. n rnabúðin Heimsmeistararnir í Salaskóla þegar ferðin var tilkynnt. Þau eru Páll Andrason, Birkir Karl Sigurðsson, Guðmundur Kristinn Lee, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Patrekur Maron Magnússon. Aftan við þau standa Sighvatur Björgvinsson, framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnu- stofnunar Íslands, Davíð Ólafsson frá Skáksambandi Íslands, Kristján Guttesen frá skákfélaginu Hróknum og Gunnar I. Birgisson bæjar- stjóri Kópavogs. mynd: sjh

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.