Kópavogsblaðið - 01.10.2007, Page 19
„Það er ólýsanleg reynsla
fyrir innflytjanda af eldri kyn-
slóðinni að muna alla þá velvild
sem allar stéttir samfélagsins
hafa sýnt honum frá fyrsta degi
komu sinnar til landsins„ segir
Paolo Turchi.
„Aðlögunarferlið hefur stundum
verið vissulega strembið, en það
er hluti lífs, og því verður að taka
með jafnaðargeði. En mörgum
eldri innflytjendum hefur að vissu
leyti sárnað hvernig umræðan um
nýja Íslendinga hefur stundum far-
ið út fyrir velsæmismörk. En hvað
um það, nú finnst þessum inn-
flytjanda af gamla skólanum vera
kominn tími til að endurgjalda
greiðann. Í þakklætisskyni fyrir
hversu vel mér hefur verið tekið,
ætla ég að tileinka næstu mánuði
aðstoð og hjálp til handa þeim
útlendingum, sem hafa nýlega fest
rætur hér en hafa ekki haft tök á
að læra íslensku. Skólinn sem ég
rek, MÁLASKÓLINN LINGVA EHF.,
ætlar nú í nóvember að bjóða Pól-
verjum og pólskumælandi upp á
ókeypis nám í íslensku. Mér finnst
þetta það minnsta sem ég get gert
til að endurgreiða alla þá ást og
umhyggju sem ég hef fengið hér á
landi öll þau ár sem ég hef dvalið
hér. Góðir Íslendingar, ég bið ykk-
ur um að láta alla Pólverja, sem
þið þekkið, vita af þessu framtaki.
Tekið er á móti skráningum á vef-
síðu www.lingva.is. Kennslan fer
fram mánudaga og fimmtudaga
kl. 19:30-21:00 og fer hún fram í
Odda, Háskóla Íslands. Kennarar
tala bæði íslensku og pólsku. Við
verðum öll að taka höndum sam-
an til að veita þessum nýju borg-
urum öll þau tækifæri sem þau
eiga skilið til að verða góðir þegn-
ar þessa lands. Mitt litla framtak
er jafnframt hvatning til allra til
að leggja sitt af mörkum svo að
við getum haldið áfram að mæla á
góðri íslensku okkar á milli.„ segir
Paolo Turchi.
19KópavogsblaðiðOKTÓBER 2007
AUGL†SINGASÍMI: 511 1188 - 895 8298
Bæjarstjórinn hlaut
heiðursviðurkenningu
Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK, afhendir Gunnari I. Birgis-
syni heiðursviðurkenningu UMSK.
Paolo Turchi Headmaster of Lingva language School offers free
Icelandic Course for Polish people! Monday and Thursday, 5.-29.
november 2007. Completely free of charge. For information see
www.lingva.is or call 561-0315. LINGVA Language School.
Paolo Turchi:
Ókeypis íslenskunám fyrir
Pólverja á Íslandi
Á afmæli Gunnars I. Birgisson-
ar bæjarstjóra sl. laugardag var
hann sæmdur heiðursviðurkenn-
ing UMSK, sem er skjöldur sem
skal veittur þeim sem ekki eru
félagar í UMSK en styrkt hafa
eða aðstoðað UMSK og /eða
aðildarfélög þess verulega.
Valdimar Leó Friðriksson, for-
maður UMSK, sagði m.a. við þetta
tækifæri:
“Það er þannig með stjórnmála-
menn að þeir eru gagnrýndir fyrir
nánast hvað sem er. Hvort þeir
hafi gert vel finna þeir helst á
þögninni sem fylgir þegar almenn-
ingur er sáttur. Mig langar að rjúfa
þessa þögn.
Við erum mjög spör á heiður-
sviðurkenningar og hafa einungis
fimm einstaklingar hlotið hana í
85 ára sögu UMSK. Á 17 ára tíma-
bili sem bæjarfulltrúi og bæjar-
stjóri hefur Gunnar stutt mynd-
arlega við bakið á íþróttafélögun-
um í Kópavogi. Tekið þátt í að
reisa mörg glæsileg íþróttamann-
virki sem bjóða upp aðstöðu til
keppni og æfinga auk skrifstofu
og félagsaðstöðu. Svo vel er hlúð
að íþróttamálum í Kópavogi að
bærinn hefur lengi verið kallaður
íþróttabærinn. Landsmót UMFÍ
var haldið í Kópavogi í sumar og
var Gunnar formaður nefndarinn-
ar. Til að skjalfesta þakklæti og
ánægju UMSK og aðildarfélaga
þess viljum við færa þér Gunn-
ar Heiðursviðurkenningu sem er
skjöldur og á hann er letrað:
“Heiðursviðurkenning UMSK
Gunnar I. Birgisson
Bæjarstjóri
Þökkum frábært samstarf við
UMSK og aðildarfélög þess.”