Bændablaðið - 11.09.2014, Síða 8

Bændablaðið - 11.09.2014, Síða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. september 2014 Fréttir Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri: Tíu störf lögð niður um næstu mánaðamót Á síðasta ári fór rekstur Landbúnaðarháskóla Íslands talsvert fram úr fjárhagsáætlun. Skólanum er gert að greiða 10 milljónir króna til baka í ríkissjóð á þessu ári, en síðan um 35 milljónir á næsta ári. Skiptar skoðanir eru um hvort sameina skuli Landbúnaðarháskólann og Háskóla Íslands. Björn Þorsteinson, rektor við Landbúnaðarháskóla Íslands, greindi starfsmönnum skólans frá því á fundi fyrir skömmu að vegna aðhaldsaðgerða í rekstri skólans yrðu tíu störf lögð niður um næstu mánaðamót. Niðurskurðaráætlun sem tekur gildi um áramót „Í september munum við hrinda í framkvæmd niðurskurðaráætlun sem tekur gildi um næstu áramót. Með áætluninni teljum við að búið sé að koma fjárhagsáætlun skólans inn fyrir þann fjárhagsramma sem okkur er ætlaður og felst í því að ná endum saman og endurgreiða 35 milljónir í ríkissjóð 2015. Okkur hefur verið ljóst frá því snemma í vor að við yrðum að fara í þessar endurgreiðslur til ríkissjóðs og unnum eftir það samkvæmt neyðaráætlun. Afleiðing þessa var að ýmsir starfsmenn urðu uggandi um sinn hag og nokkrir hafa þegar fundið sér önnur störf sem gerði það að verkum að núverandi fjárhagsár gengur upp,“ segir Björn. Leggja niður tíu störf „Til þess að fjárhagsáætlun næsta árs standist þarf aftur á móti að leggja niður tíu störf til viðbótar. Viðkomandi starfsmenn koma til með að hætta um næstu áramót en kostnaði okkar af sumum þeirra er þó ekki að öllu leyti lokið því menn eiga eftir atvikum rétt á biðlaunum. Áhrifin af niðurlagningu starfanna koma því missnemma fram.“ Björn segir að ekki sé búið að segja starfsfólkinu hverjir komi til með að missa starfið en búið er að greina almennt frá áformunum og að það verði þung spor þegar kemur að því að færa því uppsagnarbréfin. „Það er ömurlegt að sjá að baki fólki sem maður vill ekki missa.“ Þrátt fyrir að uppsagnir af þessu tagi séu erfiðar og höggvi skarð í starfsemina munu þær skila sparnaði sem nægir til þess að leiðrétta innbyggðan hallarekstur skólans og gerir okkur kleift að eiga fyrir endurgreiðslum og brýnustu nýráðningum.“ Forsendur sparnaðaráformanna Björn segir að sparnaðaráformin séu unnin út frá eins faglegum forsendum og nokkur möguleiki sé á. „Í fyrsta lagi er stefnt að því að verja kennslu og rannsóknir við skólann. Í öðru lagi fórnum við þremur verkefnum sem ekki falla beint undir kjarnastarfsemi skólans þar sem tekjur af þeim nægja ekki til reksturs þeirra. Þriðja forsenda er að endurskipuleggja mönnun stoðsviða og uppbyggingu þeirra. Í fjórða lagi eru breytingarnar hugsaðar þannig að sókn til uppbygginga skólans verði sem auðveldust eftir að við erum komnir í gegnum núverandi þrengingar.“ Að sögn Björns hefur skólinn tapað frá sér fólki undanfarið sem hann getur ekki verið án. „Brotthvarf starfsmanna hvort sem það er vegna aldurs eða erfiðrar fjárhagsstöðu er að skilja eftir sig faglegar eyður sem við verðum að endurskipa fólki í.“ Strandaði á pólitísku skeri Sameining Landbúnaðarháskólans og Háskóla Íslands hefur verið talsvert í umræðunni en að sögn Björns strandaði hugmyndin á pólitísku skeri. „Ráðherra hafði sett sér að skól arnir yrðu sameinaðir og ég er á sama máli. Hugmyndin um sameininguna er grundvölluð á ítarlegri stefnumótunarvinnu fagaðila meðal annarra á vegum Vísinda- og tækniráðs.“ Spurður um hvað hann eigi við með því að segja að hugmyndin hafi strandað á pólitísku skeri segir Björn að sveitarstjórnarmenn í Borgarbyggð og Bændasamtök Íslands hafi lagst mjög gegn sameiningunni og á þeirri sveif séu þingmenn Norðvesturkjördæmis. „Ráðherra telur sig því ekki hafa þingmeirihluta fyrir sameiningunni og þegar upp er staðið er það Alþingi sem ræður.“ Akademían vill sameiningu „Ég tilheyri þeim stóra meirihluta akademískra starfsmanna við LbhÍ sem styður sameiningaráformin og tel þau vera báðum skólum til hagsbóta. Við sem styðjum sameininguna teljum að það eigi ekki að reka háskólanám eins og gert er við Landbúnaðarháskólann sem afgirt og einangrað eyland. Námið á að vera hluti af samtvinnaðri heild í stærra fræðasamhengi enda þarf okkar fagsvið að ná betri tengingu inn í aðra fræðigreinar eins og hagfræði, matvælafræði og verkfræði svo dæmi séu tekin. Hvað náttúrufræðikennslu varðar þá erum við að kenna náttúrufræði með vistfræðilegum og nýtingartengdum áherslum sem er ólík þeim áherslum sem eru við Háskóla Íslands sem leggur áherslu á aðgreindar sérgreinar t.d. líffræði og jarðfræði og ég veit að kennarar á þeim sviðum við Háskóla Íslands sjá ýmsa möguleika í gagnkvæmum samlegðarmöguleikum. Ef við horfum til staðsetningar Landbúnaðarháskólans þá höfum við upp á margt áhugavert að bjóða fyrir Háskóla Íslands hvað varðar aðgang að fjölbreytilegu landi og aðstöðu til rannsókna, útinámskeiða og aðstöðu til funda- og ráðstefnuhalds bæði á Hvanneyri og á Reykjum í Ölfusi.“ Meiri aðsókn á starfsmenntabraut Aðsókn að Landbúnaðarháskólanum var rýrari í haust en undanfarið. Ekki var hægt að taka nemendur inn á tvær brautir vegna þess hver fáir þeir voru og því ekki réttlætanlegt að halda úti kennslu á þeim brautum vegna kostnaðar. „Aðsókn var meiri á starfs- menntabrautum en almennt rýrari á háskólabrautir og við teljum að það tengist að einhverjum hluta atvinnuástandinu í landinu,“ en ekki er hægt að útiloka neikvæð áhrif umræðu um erfiða stöðu skólans og óvissu um framtíð hans, segir Björn Þorsteinsson, rektor Landbúnaðarháskólar Íslands. /VH Björn Þorsteinsson. Fjárlagafrumvarp ekki til að efla innlenda matvælaframleiðslu: Bændasamtökin leggjast gegn hækkun virðisaukaskatts á mat Í nýju fjárlagafrumvarpi leggur ríkisstjórnin til að hækka virðisaukaskatt á mat úr 7% í 12%. Bændasamtökin mótmæla þessum áformum harðlega og telja þau skerða samkeppnisstöðu innlendra búvara. Forystumenn bænda telja fátt benda til þess að ríkisstjórnin vilji efla innlenda matvælaframleiðslu með nýju fjárlagafrumvarpi. Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, segir að lágur matarskattur stuðli að því að allir geti notið heilnæmra landbúnaðarvara sem framleiddar eru hér á landi. „Við ættum að stefna að því að lækka matarskattinn frekar en hækka hann. Það er augljóst að hækkun á virðisaukaskatti á matvæli kemur illa niður á láglaunahópum og erfitt er að sjá hvernig niðurfærsla á vörugjöldum á innfluttum neysluvörum hjálpar þessum hópi. Bótakerfið getur ekki bætt upp þann skaða sem þetta veldur. Við þurfum öll mat og innlend framleiðsla er mikilvæg í margvíslegu tilliti,“ segir Sindri. Hann telur hækkun á skattinum fara þvert gegn yfirlýstri stefnu ríkisstjórnar um eflingu innlendrar matvælaframleiðslu og styrkingu byggða. „Breytingin mun styrkja stöðu verslunar til að beita innlenda matvælaframleiðslu ægivaldi. Skert umgjörð landbúnaðar er grafalvarlegt mál nú þegar allar alþjóðlegar skýrslur benda á minnkandi framboð á mat samhliða mikilli fólksfjölgun,“ segir Sindri. Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á áhrifum skattabreytinga á innlenda matvælaframleiðslu en talið er óhjákvæmilegt að eftirspurn mun breytast. Þá er næsta víst að aukinn þrýstingur verður á innflutning búvara þegar verð hækkar á innlendri framleiðslu. Neysla mun færast til á milli vöruflokka eða staðkvæmdarvara og fólk velur heldur ódýrari kosti. Menntastofnanir landbúnaðarins fá minna í sinn hlut Mennta- og rannsóknastofnanir landbúnaðarins ríða ekki feitum hesti frá höfundum fjárlagafrumvarpsins. Landbúnaðarháskóli Íslands fær minni fjármuni í ár en í fyrra og er raunlækkun um 8 milljónir króna. Hólar fá sömuleiðis skerðingu. Aðrir háskólar í landinu fá allir auknar fjárheimildir. Sérliður í fjárlögum sem heitir „rannsóknir háskóla í þágu landbúnaðar“ lækkar niður í 151 milljón króna er var 163 milljónir á fyrri fjárlögum. Það er um 18 milljóna króna lækkun að raungildi. Framlög til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins eru skert á meðan ýmsir rannsóknar- og þróunarsjóðir fá aukna fjármuni. „Þegar skoðuð er sú útreið sem Landbúnaðarháskóli Íslands fær í þessum fjárlögum veltir maður því fyrir sér hvort refsivöndur menntamálaráðherra sé enn kominn á loft, vegna andstöðu við sameiningu LbhÍ og HÍ. Þegar horft er yfir þessi fjárlög er afskaplega fátt sem bendir til þess að ríkisstjórnin ætli að efna áform sín um eflingu matvælaframleiðslu,“ segir Sindri. Fjárlagaliðurinn „Bændasamtök Íslands“ og embættismannaþrái Formaður Bændasamtakanna segist jafnframt ósáttur við að ekki hafi verið orðið við þeirri eindregnu ósk samtakanna að fjárlagaliður sá er nú er nefndur „Bændasamtök Íslands“ verði nefndur „Búnaðarlagasamningur“, en það heiti endurspeglar ráðstöfun þessara fjármuna, m.a. til ráðgjafarstarfs í landbúnaði, jarðabóta í sveitum, búfjárræktarstarfs og fleira sem er óskylt rekstri hagsmunasamtaka bænda. „Undanfarin ár hefur borið á því að álitsgjafar, m.a. innan háskólasamfélagsins, hafa valið að notfæra sér þessa yfirskrift til þess að koma höggi á bændur og styrkja þannig gagnrýni sína á landbúnaðinn. Bændasamtökin hafa ítrekað farið fram á að þessu heiti yrði breytt en þær óskir hafa ekki náð eyrum höfunda fjárlagafrumvarpsins. Það er eðlileg og sanngjörn krafa að kalla þetta sínu rétta nafni. Það er óþolandi að svona sjálfsagðar breytingar skuli ekki ná fram að ganga vegna embættismannaþráa,“ segir Sindri Sigurgeirsson. Landgræðsluverðlaunin 2014: Viðurkenning á fórnfúsu framlagi til landgræðslu Umhver s og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi óhannsson, ásamt handhöfum landgræðsluverðlauna 2014, þeim iríki ónssyni í ýgjarhóli, Þor nni Þórarinssyni á Spóastöðum og Svövu Bogadóttur, skólastjóra Stóru ogaskóla í ogum. Með þeim á myndinni er Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri. Mynd / ÁÞ 25240 Litir: Svartur/hvítur Str. 36-42 Verð 9.900,- 25180 Litir: Svartur/hvítur Str. 36-46 Verð 10.500,- 00314 - Boston Litir: Svartur/ hvítur Str. 36-47 Verð 12.900,- Teg. 25130 Litir: Svartur/hvítur Str. 36-42 Verð 10.500,- Bonito ehf. | Faxafen 10 | 108 Reykjavík | Sími 568 2878 Opið mánud. - föstud. 11:00-17:00, lokað laugardaga. Fatnaður og skór til vinnu og frístunda Mikið úrval af klossum Vatteraðir jakkar fyrir dömu og herra í 5 litum Verð 14.900 Teg. 25090 Litir: Svart/Hvítt/Blátt Str. 36-42 Verð 14.990,- Praxis.is Pantið vörulista Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, veitti landgræðsluverðlaunin 2014 við hátíðlega athöfn í félagsheimilinu Aratungu í Biskupstungum í gær. Verðlaunin eru árlega veitt einstaklingum, félagasamtökum og skólum sem unnið hafa að landgræðslu og landbótum. Eftirtaldir hlutu landgræðslu- verðlaunin að þessu sinni: Eiríkur Jónsson í Gýgjarhólskoti, Þorfinnur Þórarinsson, Spóastöðum, og Stóru-Vogaskóli í Vogum. Verðlaunagripirnir, Fjöregg Landgræðslunnar, eru unnir af Eik-listiðju, Miðhúsum á Fljótsdalshéraði. Sindri Sigurgeirsson, formaður B .

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.