Bændablaðið - 11.09.2014, Qupperneq 10

Bændablaðið - 11.09.2014, Qupperneq 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. september 2014 Fréttir Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og Kristján Haraldsson, orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða. Óvenjulegt ferðalag hnakktösku sem bóndinn á Hafrafellstungu týndi 2012: Fannst ári seinna í 30 kílómetra fjarlægð Það var heldur óvenjulegt ferðalag sem hnakktaska ein lagði upp í haustið 2012 en þá varð Bjarki Fannar Karlsson bóndi í Hafrafellstungu í Öxarfirði viðskila við töskuna í göngum. Hann segist ekki alveg viss hvar taskan fór nákvæmlega en þegar hann vildi snúa við til að leita hennar sagði gangnaforinginn að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af henni. Skúli á Álandi myndi finna hana í fjörunni hjá sér. Og viti menn, ári síðar gerist nákvæmlega það sem fyrir var spáð, Skúli Ragnarsson, bóndi á Ytra-Álandi í Þistilfirði, fann töskuna góðu í fjörunni við Sandá nærri bæ sínum, langt frá þeim stað sem taskan týndist. Bjarki segir líklegt að hún hafi farið út í ána með lækjarkvísl nálægt þeim stað er þeir smöluðu en taskan ferðaðist því alls um 30 kílómetra leið á þessu eina ári. Skúli hefur passað vel upp á töskuna í vetur og beðið færis að afhenda hana með viðhöfn. Það færi gafst svo um liðna helgi enda stutt í göngur og Bjarka bónda farið að lengja eftir töskunni. Hann og fjölskylda hans sóttu Skúla heim og fengu þar höfðinglegar móttökur eins og hefð er fyrir á þeim bænum. Fagnaðarfundir urðu er taskan góða komst í hendur eiganda síns og greinilegt að þetta er gæðagripur sem lítið varð meint af volkinu. Í töskunni voru bæði regnstakkur og sjóvettlingar en eitthvað hafði gangnanestið vænkast því í töskunni leyndist koníaksfleygur. Meðfylgjandi voru lyfseðill og notkunarleiðbeiningar: Lyfseðill Í nesti meðal má víst hafa máské verður af því bót. Hóstasaft og hryglusafa heilsubæting verður skjót Notkun Notist helst í háska og neyð huggun má það veita. Að mæl´í sig skeið og skeið skuggabaldur magnar seið Og skúrkar valdi beita. Taskan góða mun áreiðanlega þjóna eiganda sínum um ókomna tíð eftir þetta ævintýri og ekki ólíklegt að nestið góða eigi eftir að væta kverkar smalamanna í Öxarfirði í komandi göngum. Segir ekki meira af ferðalagi töskunnar. /GBJ Fjölskyldan á hlaðinu á Ytra-Álandi: Karl Sigurður Björnsson, Eyrún Ösp Skúladóttir með Skúla Karl í fanginu, Bjarki Fannar Karlsson með Laufeyju Þóru og Skúli Ragnarsson með hnakktöskuna góðu. Myndir / GBJ Skúli Ragnarsson afhendir Bjarka Fannari Karlssyni hnakktöskuna góðu. Bjarki var heldur betur ánægður að sjá gangnanestið sem fylgdi töskunni. Unga heimasætan, Laufey Þóra Bjarkadóttir, er greinilega efnilegur bóndi og gluggar hér í markaskrána af miklum áhuga. Skref í áttina að betra afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum var stigið 3. september þegar iðnaðarráðherra tók formlega í gagnið nýtt tengivirki Landsnets og Orkubús Vestfjarða á Ísafirði. Styrkingar hafa einnig farið fram á Tálknafjarðarlínu og vinna við varaaflsstöð Landsnets í Bolungarvík er langt komin. Hún á að vera tilbúin til notkunar fyrir árslok að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Landsneti. Heildarkostnaður við bygg- ingu nýja tengivirkisins og jarðstrengslagnir er um hálfur milljarður króna og kostnaður við varaaflsstöðina í Bolungarvík um einn og hálfur milljarður. „Það er von okkar að þessi verkefni skili verulega bættu ástandi í raforkumálum hér,“ sagði Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, þegar nýtt tengivirki Landsnets og Orkubús Vestfjarða á Ísafirði var tekið í notkun við athöfn vestra af iðnaðarráðherra, Ragnheiði Elínu Árnadóttur. Framleitt er mun minna rafmagn á Vestfjörðum en þar er notað og eina tenging svæðisins við byggðalínuhringinn er um svokallaða Vesturlínu. Afhendingaröryggi raforku hefur ekki verið ásættanlegt vestra og hefur það verið forgangsmál hjá Landsneti á undanförnum misserum og árum að bæta þar úr. Þegar hefur verið komið fyrir sérstökum fjarvörnum á öllum línum Landsnets á Vestfjörðum sem dregur úr líkum á umfangsmiklu straumleysi og auðveldar bilanaleit. Endurbætur hafa farið fram á Tálknafjarðarlínu, bæði í sumar og fyrrasumar, og bygging varaaflsstöðvar í Bolungarvík er langt komin þar sem hægt verður að framleiða allt að 11 megavött (MW) inn á svæðiskerfið með sex dísilvélum. Þá lauk byggingu nýja tengivirkisins á Ísafirði síðsumars og var þörfin fyrir það orðin brýn. Gamla virkið var orðið úr sér gengið tæknilega, auk þess sem það er á snjóflóðahættusvæði í Stórurð og er þar í vegi fyrir nýjum ofanflóðavarnargarði. Samstarfsverkefni Landsnets og Orkubús Vestfjarða Nýja tengivirkið er staðsett á iðnaðarsvæðinu á Skeið, innan við Ísafjarðarkaupstað, við hlið kyndistöðvar Orkubús Vestfjarða. Nýtt tengivirki Landsnets og Orkubús Vestfjarða á Ísafirði Dýraheilbrigði: Úttekt á eftirliti með aflífun dýra Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) birti fyrir skömmu skýrslu vegna úttektar á opinberu eftirliti með vernd dýra við aflífun. Samkvæmt upplýsingum á vef Matvælastofnunar fór úttektin fram 5.–9. maí 2014 og hafði það að markmiði að kanna hvort eftirlit með aflífun sé í samræmi við matvælalöggjöf ESB sem tók gildi hér á landi hinn 1. nóvember 2011 og um vernd dýra við aflífun sem tók gildi 1. janúar 2013. Markmið löggjafarinnar er að forða dýrum frá óþarfa þjáningum í sláturhúsum. Þessi úttekt ESA er sú fyrsta hér á landi er varðar dýravelferð. Innra eftirlit sláturhúsa ekki fullnægjandi Samkvæmt niðurstöðum úttektar- innar hafa reglur um aflífun dýra verið innleiddar á viðeigandi hátt í íslenskt regluverk og hefur eftirlitsaðili með vald til beitingar þvingunarúrræða verið skilgreindur. Þá hafa héraðsdýralæknar hlotið viðeigandi fræðslu vegna eftirlits með aflífun dýra en þjálfun annarra eftirlitsmanna var í sumum tilfellum ekki fullnægjandi. ESA ályktar að aflífun dýra í sláturhúsum hérlendis uppfylli almennt kröfur löggjafarinnar en að rafdeyfing kjúklinga uppfyllti á tímapunkti eftirlits ekki öll ákvæði reglugerðar um aflífun dýra og að eftirfylgni vegna skráðra frávika eftirlitsaðila var ekki alltaf tryggð. Jafnframt er það mat ESA að innra eftirlit sláturhúsa sé enn ekki alveg fullnægjandi m.t.t. skráningar verklags og lykilmæliþátta við aflífun og m.t.t. daglegs eftirlits sláturleyfishafa með framkvæmd hennar. Starfsþjálfun eftirlitsmanna MAST verður aukin Matvælas to fnun he fu r móttekið athugasemdir ESA og lagt fram úrbótaáætlun. Eftirlit Matvælastofnunar er áhættumiðað og framkvæmt samkvæmt skoðunarhandbókum stofnunarinnar þar sem ferli við eftirfylgni er skilgreint þegar upp koma frávik. Gerð og endurskoðun skoðunarhandbóka um daglegt eftirlit í sláturhúsum stendur yfir, bókinni er varðar slátrun ferfætlinga er lokið og hún endurútgefin, en bókin um slátrun alifugla er í vinnslu. Í skoðunarhandbókunum er m.a. tekið mið af fjölda nýrra breytinga á löggjöf um dýravelferð og skerpt á þeim atriðum sem ESA telur ábótavant í eftirliti. Starfsþjálfun eftirlitsmanna MAST verður aukin. Þá hefur Matvælastofnun þegar sent tilmæli til sláturleyfishafa um nauðsynlegar úrbætur með hliðsjón af athugasemdum ESA til að framkvæmd aflífunar uppfylli kröfur laga og reglugerða er lúta að velferð dýra á tímapunkti aflífunar.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.