Bændablaðið - 11.09.2014, Síða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. september 2014
Viðhald stofnútsæðis er flókið
ferli og það tekur fjögur til fimm
á frá því að vefjaræktun hefst og
afrakstur hennar kemur á markað
sem matkartöflur.
Einungis fáir bændur hafa leyfi
til að rækta stofnútsæði og selja það
til annarra ræktenda og er leyfið háð
ströngum skilyrðum.
Í lögum um kartöfluútsæði er gert
ráð fyrir að í boði sé stofnútsæði sem
ætlað er að stuðla að framleiðslu
á arfhreinu, uppskerumiklu og
heilbrigðu útsæði af þeim afbrigðum,
sem hér eru mikilvægust í ræktun.
Samband garðyrkjubænda hefur
haldið utan um þessa ræktun fyrir
hönd kartöflubænda frá árinu 2010
að eigin ósk en óvissa um hana
skapaðist í kjölfar hrunsins 2008.
Fjórum yrkjum af kartöflum,
gullauga, helga, premiere og
rauðar íslenskar, er haldið við
með vefjaræktun sem stofnútsæði.
Tilgangur ræktunarinnar er að halda
yrkjunum arfhreinum og hafa aðgang
að sjúkdómsfríu útsæði.
Einungis þrír bændur á landinu
mega kaupa og rækta svokallaða
eðalstofna eða stofnútsæði A af
framleiðanda. Tæplega 20 ræktendur
mega svo kaupa, rækta og selja
útsæði frá þeim. Það tekur fjögur til
fimm ár frá því að vefjarækt hefst
og afrakstur hennar kemur á markað
sem matkartöflur.
Fram til 2008 greiddi
Garðávaxtasjóður fyrir ræktunina
samkvæmt kostnaðaráætlun. Eftir
að sjóðurinn var lagður niður rann
fjármagn hans í Framleiðnisjóð
landbúnaðarins. Árið 2011 var
fjármagn til Framleiðnisjóðs skorið
mikið niður.
Framlag Framleiðnisjóðs lækkað
Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri
Sambands garðyrkjubænda, segir
að1. janúar 2013 hafi ný stjórn tekið
við Framleiðnisjóði. „Að þeim tíma
hafi sjóðurinn greitt framlag til
Sambands garðyrkjubænda vegna
stofnræktunarinnar í samræmi við
kostnaðaráætlun frá okkur. Við
greiddum fyrir vefjaræktunina
og skiluðum fjármagni aftur til
Framleiðnisjóðs ef framleiðslan var
undir kostnaðaráætlun.
Á síðasta ári ákvað stjórn
Framleiðnisjóðs að skerða framlag
sitt til Sambands garðyrkjubænda
fyrir vefjaræktunina með þeirri
skýringu að það sé stefna sjóðsins
að þeir sem kaupi stofnútsæðið af
framleiðanda greiði mótframlag.
Eitthvað sem aldrei hefur verið beðið
um áður þegar kemur að þessari
styrkveitingu. Miðað við útreikninga
Framleiðnisjóðs árið 2013 sýnist mér
að mótframlagið eigi að vera 35%.“
Barst seint
„Ákvörðun Framleiðnisjóðs
barst okkur í lok apríl 2013 og
því að okkar mati allt of seint því
kartöflur eru settar niður fljótlega
eftir það og framleiðandi og
kaupendur útsæðiskartaflna búnir
að semja um verð.
Bjarni segist hafa sent stjórn
Framleiðnisjóðs greinargerð á síðasta
ári þar sem hann segist hafa sýnt fram
á hver raunkostnaður við stofnútsæði
framleiðslu er og að hann hafi breytt
styrkumsókninni í samræmi við það.
„Í umsókninni um styrkinn
fyrir 2014 er heildarkostnaður við
ræktunina talinn vera rúmar 12,8
milljónir en sótt um styrk upp á
rúmar 4,9 milljónir króna. Í svari
Framleiðnisjóðs er samþykkt að
greiða 4,1 milljón króna framlag til
Sambands garðyrkjubænda vegna
ræktunarinnar.“
Að sögn Bjarna er hann ósáttur
við viðbrögð Bændasamtaka Íslands
í þessu máli. „Ég hefði gjarnan viljað
að þeir sýndu því meiri skilning
og um leið stuðning því þegar
upp er staðið er það ekki hlutverk
Sambands garðyrkjubænda að standa
undir kostnaði vegna ræktunar á
stofnútsæði þrátt fyrir að halda utan
um verkefnið.“
Tjá sig ekki um umsóknir við
þriðja aðila
Ríkharð Brynjólfsson, prófessor
á Hvanneyri, sem situr í stjórn
Framleiðnisjóðs landbúnaðarins,
sagði að þeir tjáðu sig ekki um
afgreiðslu umsókna í sjóðinn við
þriðja aðila og vildi því ekki tjá
sig um málið við Bændablaðið.
„Ferlið er þannig að við fáum
umsóknir og afgreiðum þær og
sendum umsækjendum umsögn og
rökstuðning vegna afgreiðslunnar.
Sjóðurinn fær á hverju ári beiðnir um
mun meira fé en hann getur veitt og
því ekki hægt að koma til móts við
þær allar.“ /VH
Samband garðyrkjubænda:
Ósáttir með styrkveitingu vegna ræktunar
á stofnútsæði kartaflna
Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri
Sambands garðyrkjubænda.
Viðhald stofnútsæðis er ókið ferli og það tekur fjögur til mm ár frá því að
vefjarækt hefst og afrakstur hennar kemur á markað sem matkartö ur.
Reglugerð um kartöfluútsæði
Í II kafla þar sem er að finna almenn ákvæði um kartöfluútsæði, 2. grein, segir : „Leyfi
kartöfluræktanda til sölu útsæðis af tilteknu afbrigði er háð því skilyrði að hann endurnýi
reglulega með kaupum á innlendu stofnútsæði það útsæði sem hann setur niður af
því afbrigði. Hægt er að viðurkenna innflutt stofnútsæði til jafns við innlent teljist það
sambærilegt að gæðum að mati Landbúnaðarstofnunar. Skal hann þar velja um aðra af
tveimur leiðum. Annars vegar skal hann árlega kaupa sem nemur að lágmarki 15% af því
útsæði sem hann setur niður af afbrigðinu á ræktunarlandi sínu, halda nýja stofninum sem
mest aðskildum frá öðrum kartöflum í forspírun, ræktun og geymslu og nota uppskeruna
síðan sem útsæði næsta ár. Hins vegar skal hann endurnýja alveg með stofnútsæði að
minnsta kosti fjórða hvert ár.
Leyfi til sölu útsæðis skal ekki veita fyrr en ræktandi hefur sett niður stofnútsæði af
viðkomandi afbrigði í minnst 2 sumur í röð. Frá þessu má þó víkja þegar verið er að hefja
kartöflurækt eftir minnst 5 ár án kartöfluræktar, eingöngu sett niður stofnútsæði og
þegar ekki er talin stafa smithætta frá vélum og ræktunarlandi.
Í III kafla þar sem fjallað er um stofnútsæði segir: „Landbúnaðarstofnun skal beita sér
fyrir því að ávallt sé völ á heilbrigðu, völdu, innlendu útsæði af þeim afbrigðum sem hér
henta best til ræktunar. Í 10. grein segir: „Tilgangur stofnræktunar er einkum að stuðla
að framleiðslu á arfhreinu, uppskerumiklu og heilbrigðu útsæði af þeim afbrigðum, sem
hér eru mikilvægust í ræktun.“
Kúariða er banvænn sjúkdómur
sem leggst á heila nautgripa.
Sjúkdómurinn er langvinnur
og einkennin koma að jafnaði
ekki fram fyrr en um 5 ára
aldur. Engin meðhöndlun
eða bólusetning finnst gegn
sjúkdómnum. Einkenni kúariðu
minna að mörgu leyti á einkenni
riðuveiki hjá sauðfé, þ.e.a.s.
taugaeinkenni sem birtast
í hegðunarbreytingum og
erfiðleikum við hreyfingu.
Talið er að sjúkdómurinn geti
borist í nautgripi ef þeir eru
fóðraðir á dýrafóðri, framleitt úr
leifum sýktra nautgripa. Fyrsta
tilfellið af kúariðu var staðfest
í Bretlandi árið 1986. Síðan
þá hefur sjúkdómurinn verið
staðfestur í fleiri Evrópulöndum,
Asíu, Mið-Austurlöndum og í
Norður-Ameríku.
Vísbendingar eru um að
tilbrigði kúariðunnar, banvæni
h r ö r n u n a r s j ú k d ó m u r i n n
Creutzfeldt-Jakob sem leggst á
fólk, geti stafað af neyslu sýkts
taugavefjar eða nautakjöts sem
hefur komist í snertingu við
sýktan taugavef.
Alþjóðlega dýraheilbrigðis-
málastofnunin (OIE) hefur
viðurkennt Ísland sem
kúariðulaust land á sögulegum
forsendum. Þar vegur þyngst að
kúariða hefur aldrei greinst hér
á landi, lifandi nautgripir hafa
ekki verið fluttir inn síðan 1933,
bannað hefur verið að flytja inn
kjöt- og beinamjöl síðan 1968 og
óheimilt er að fóðra nautgripi á
kjöt- og beinamjöli síðan 1978.
Þessi alþjóðlega viðurkenning
er afar mikilvæg fyrir íslenska
nautakjötsframleiðslu og
heilnæmi íslensks landbúnaðar.
Til þess að Ísland geti viðhaldið
þessari stöðu sinni hjá OIE, þarf
ákveðinn fjöldi heilasýna úr
nautgripum að berast árlega til
riðuskimunar.
Fram til þessa hafa sýni skilað
sér illa til rannsókna og nú er
yfirvofandi hætta á að Ísland
missi stöðu sína sem kúariðulaust
land.
Ísland verður árlega að sýna
fram á tilskilinn fjölda sýna
til skimunar, sbr. reglugerð nr.
999/2001 um forvarnir gegn,
eftirlit með og útrýmingu
tiltekinna tegunda smitandi
heilahrörnunar. Taka skal sýni
úr eftirfarandi flokkum nautgripa:
• Allir gripir eldri en 24
mánaða sem er slátrað í neyð.
• Allir gripir eldri en 24
mánaða sem eftirfarandi
hefur komið fram við skoðun
fyrir slátrun:
þreyta eða óróleiki,
grunur eða staðfesting á
smitsjúkdómi sem getur
borist í fólk eða dýr,
grunur eða staðfesting
á sjúkdómi eða einhvers
konar röskun sem getur
leitt til að kjötið sé óhæft til
manneldis.
• Allir gripir eldri en 30
mánaða sem
slátrað er til manneldis,
slátrað er vegna
útrýmingar á sjúkdómi en
sýna ekki klínísk einkenni.
• Allir gripir eldri en 24
mánaða sem hafa drepist eða
verið lógað vegna annars en
niðurskurðar vegna
farsóttar, t.d. gin- og
klaufaveiki
slátrunar til manneldis
Bestu vísbendingu um heilsufar
nautgripa á Íslandi hvað kúariðu
varðar, gefa sýni úr grunsamlegum
tilfellum, þ.e.a.s. fullorðnum
gripum sem drepast heima á bæ
eða er lógað vegna sjúkdóma eða
slysa.
Matvælastofnun óskar eftir
samstarfi við nautgripabændur
við að tryggja þessa miklu
hagsmuni landsins, með því að
leggja til sýni úr fullorðnum
nautgripum sem drepast eða er
slátrað heima. Bændur snúa sér
þá til síns héraðsdýralæknis og í
samráði við þá er tekin ákvörðun
hvort eftirlitsdýralæknir frá
Matvælastofnun taki sýnin,
dýralæknir viðkomandi bús
eða bóndinn sjálfur. Í öllum
tilfellum er sýnatakan bændum
að kostnaðarlausu.
Leiðbeiningar um sýnatöku
er hægt að nálgast á vef
Landssambands kúabænda -
www.naut.is
Sigrún Bjarnadóttir,
dýralæknir nautgripa- og
sauðfjársjúkdóma
...frá heilbrigði til hollustu
Kúariða og hagsmunir
íslensks landbúnaðar
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300
Hafa áhrif um land allt!
Nýlegar rannsóknir benda til að
lifandi gróður á vinnustað auki
ekki bara vellíðan starfsmanna
heldur auki líka afköst um allt
að 15%. Fjármagni sem fer í að
gróðurvæna vinnustaði er því vel
varið.
Fjölþjóðleg rannsókn á vegum
háskólans í Queensland í Ástralíu
sýndi að langtímaáhrif gróðurs á
vinnustöðum væru vanmetin og
með því að dreifa pottaplöntum
um skrifstofur, fundaherbergi
og í skólastofum ykist ánægja
starfsmanna og að þeim liði betur.
Í öðrum rannsóknum hefur verið
sýnt fram á að grænn litur plantna er
róandi. /VH
Pottaplöntur auka framlegð um 15%