Bændablaðið - 11.09.2014, Qupperneq 21

Bændablaðið - 11.09.2014, Qupperneq 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 11. september 2014 Fjöldi sauðfjár á Íslandi 2013 var um 471 þúsund samkvæmt tölum MAST: Stofninn er aðeins helmingur þess sem var árið 1980 Fjöldi sauðfjár á Íslandi hefur haldist nokkuð stöðugur frá árinu 2000, eða á bilinu 450.000 til tæplega 480.000. Í fyrra taldist sauðfjárstofninn vera 471.434 samkvæmt tölum MAST. Samkvæmt þessu hefur sauðfé fækkað verulega á liðnum áratugum og er það nú aðeins um helmingur af stofnstærðinni árið 1980 þegar sauðfjárstofninn taldi 827.927 skepnur. Sú tala var komin niður í 749.097 árið 1981. Sauðfé fækkaði mjög ört á Íslandi frá árinu 1981 og fram til 1992 þegar það taldist vera 487.545. Þá kom smá aukning til 1994 þegar fjöldinn var kominn í 499.335. Þá varð aftur fækkun í stofninum til 1995 þegar hann fór í 458.367 fjár. Smá aukning varð þá til 1999 er fjöldinn fór upp í rúmlega 490.000 skepnur. Síðan hefur fjöldinn verið á nokkuð svipuðu róli í kringum 465 þúsund fjár að meðaltali, en fæst varð féð þó árið 2005 þegar stofninn taldi aðeins 454.950 fjár. /HKr. Þriðjungs samdráttur í alifuglaeldi á Íslandi – Varphænum stórfækkar og og holdahænsnaræktin hefur hríðfallið Samkvæmt tölum MAST voru samtals 220.518 alifuglar á Íslandi árið 2013 samanborið við 322.021 fugl árið 2012. Er þetta veruleg fækkun milli ára, eða sem nemur 101.503 fuglum. Varphænum fækkar um þriðjung á tveimur árum Ef litið er á sundurliðun alifuglastofnsins, þá hefur varphænum fækkað úr 221.167 árið 2011 í 200.169 árið 2012 og í 150.005 árið 2013. Er þetta þriðjungsfækkun á tveim árum. Þar er fækkun varphænsna nær öll á Reykjanessvæðinu eða úr 185.697 árið 2011 í 161.924 fugla árið 2012 og í 81.258 fugla árið 2013. Á Suðurlandi hefur varphænum hins vegar fjölgað úr 16.922 2012 í 50.205 árið 2013. Mikið hrun í ræktun holdahænsna Athygli vekur í tölum MAST að ræktun svokallaðra holdahænsna virðast óðum vera að hverfa úr greininni og fækkaði þeim úr 50.820 árið 2012 í 8.379 árið 2013. Ef miðað er við árið 1990 má segja að algjört hrun hafi orðið í þessari ræktun, því þá taldist holdahænsnastofninn vera 291.190 fuglar. Frá 1990 til 1991 fækkaði þeim í 44.065. Stofninn í fyrra er svo einungis um 2,9% af fjöldanum sem var 1990. Lífungum hefur einnig fækkað eða 68.432 árið 2012 í 58.98. árið 2013. Andaeldi hefur snarminnkað Ræktun á öndum er ekki svipur hjá sjón frá því þær voru flestar árið 1991, eða 4.870. Árið 2012 voru þær einungis 741 og voru komnar niður í 723 árið 2013. Lítið gæsaeldi Eldi á gæsum hefur líka minnkað stórlega á undanförnum áratugum. Þannig voru 663 endur í eldi árið 1990, en þær voru einungis 222 árið 2013. Eldi kalkúna jókst í fyrra Kalkúnaeldi hefur verið mjög sveiflukennt í gegnum tíðina en komst mest í 4.505 fugla á árinu 2000. Á árinu 2012 töldust vera hér 1.609 fuglar í eldi hérlendis, en þeim fjölgaði í 2.208 árið 2013. /HKr. Nautgripastofninn á Íslandi hefur verið nokkuð svipaður að stærð í yfir 30 ár samkvæmt tölum MAST, en heldur hefur þó verið að fækka í stofninum frá 2010. Athygli vekur í ljósi umræðu um aukna þörf á meira nautakjöti og mjólk á markaðnum að nautgripum fækkaði úr 73.781 árið 2010 í 72.773 árið 2011. Þá hélt áfram að fækka í stofninum því árið 2010 töldust gripirnir vera 71.513 og voru komnir í 68.766 gripi árið 2013 samkvæmt nýjustu tölum MAST. Er þetta fækkun um 2.747 gripi milli ára og um 5.015 gripi frá 2010. Árið 1981 töldust nautgripir alls vera 60.611 talsins, en síðastliðið haust töldust þeir vera 68.766 eða rétt ríflega 13% fleiri en 1981. Á þessu 32 ára tímabili hafa orðið sveiflur í stofnstærðinni, en nautgripirnir hafa þó aldrei orðið fleiri en árið 1991 þegar stofninn fór í 77.681 dýr. Í þessum tölum frá MAST er ekki greint á milli mjólkurkúa og nautgripa sem sérstaklega eru aldir til kjötframleiðslu. Í bakgrunnstölum Hagstofu Íslands sem byggjast á skýrslum bænda kemur þó fram að af 71.513 nautgripum árið 2012 voru mjólkurkýr 24.761 talsins. Kálfar og holdanautgripir teljast vera um 20.000 dýr. Hlutfallið hefur haldist svipað undanfarin ár. Ekki liggja fyrir tölur um hvort eða hversu mikið ásetning nautgripa hefur aukist hjá bændum frá því í fyrrahaust. Ljóst er þó að töluverðan tíma getur tekið að mæta aukinni eftirspurn á markaði. Sem dæmi tekur um 18 til 24 mánuði að ala naut upp í sláturstærð og það tekur kvígur kannski á þriðja ár að verða fullmjólkandi kýr. /HKr. Nautgripastofninn hefur minnkað frá 2010 Svínastofninn hefur talsvert minnkað Svínum í landinu fækkaði úr 3.643 fullorðnum dýrum árið 2012 í 2.531 árið 2013 samkvæmt tölum MAST, eða um 1.112 dýr. Kemur fækkunin aðallega fram á Reykjanessvæðinu þar sem þeim fækkar úr 1.416 í 814 og á Vesturlandi þar sem þeim fækkar úr 593 í 108. Inni í þessum tölum eru einungis gyltur og geltir sem notaðir eru til eldis en ekki grísir sem gætu hæglega sjöfaldað töluna. Í línuriti sem birt er upp úr gögnum MAST á DataMarket og ná til ársins 1981 má sjá gríðarlega uppsveiflu í stofninum eða allt að áttfalda aukningu á árunum 1991 til 1998. Skýringin er líklega sú að tölur fyrir þau ár eru ekki sambærilegar við fyrri og seinni ár þar sem þær innihalda að öllum líkindum tölur um grísi. /HKr. Geitum fer fjölgandi Á síðasta ári var 891 geit í landinu samkvæmt tölum MAST. Hefur geitum verið að fjölga hlutfallslega mikið frá 2002 þegar 361 geit var í landinu. Geitur fundust í öllum landshlutum til ársins 2005 þegar síðustu tvær geiturnar hurfu á Vestfjörðum. Þar er nú engin geit, en þeim hefur fjölgað hægt og bítandi í flestum öðrum landshlutum. Árið 1981 töldust einungis vera 222 geitur í landinu. Allar götur síðan hefur staðið barátta um að forða íslenska geitastofninum frá útrýmingu. Hægt hefur miðað en eigi að síður hefur orðið umtalsverð hlutfallsleg fjölgun eða rúmlega 400%. Samt er geitastofninn enn hættulega lítill, eða aðeins 891 dýr. Frá 2002 hefur geitum fjölgað langmest á Vesturlandi. Þar hefur stofninn þrefaldast og vaxið úr 108 í 318 geitur. Norðurland vestra státar af næstflestum geitum, eða 178, og síðan kemur Norðurland eystra með 154 geitur, en þar er þó um að ræða fækkun um 8 geitur á milli ára. Þar á eftir kemur Austurland með 115 geitur, Suðurland með 83 og Reykjanessvæðið er með 43 geitur. /HKr. Þessi myndarlega kind í uppsveitum Rangárvallasýslu var í mestu makindum að japla á tuggunni þegar ljósmyndara bar að garði. Mynd / Sigríður Wöhler. Vistvæn ræktun kjúklinga hjá Matfugli á Kjalarnesi. Mynd / fr.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.