Bændablaðið - 11.09.2014, Qupperneq 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 11. september 201
Lífrænt lambakjöt frá Ytri-
Fagradal
Lambakjötið frá Ytri-Fagradal er
100% lífrænt. Halla Steinólfsdóttir
bóndi segir að búskapurinn
á jörðinni sé hefðbundinn
sauðfjárbúskapur að því undanskildu
að þar sé ekki notaður tilbúinn
áburður og enginn erfðabreyttur
fóðurbætir. „Neytendur hafa tekið
framleiðslunni vel en þeir eru
einnig mjög forvitnir um hver sé
munurinn á lífrænni og venjulegri
kjötframleiðslu. Meðal þess sem
greinir lífræna kjötframleiðslu frá
annarri er meðal annars það að ég
þarf að slá 50% meira af túnum en
þeir sem nota tilbúinn áburð til að
fóðra sama fjölda af fé og ég þarf
að fá vottun fyrir framleiðslunni,“
segir Halla.
Rúmlega 500 kindur eru á Ytri-
Fagradal og segir Halla að ábúendur
leggi mikið upp úr velferð ánna,
að þær hafi gott pláss og að loftið í
fjárhúsinu sé gott.
Súkkulaði frá Omnom
„Við erum að búa til súkkulaði,“
segir Þorgerður Egilsdóttir, „úr
innfluttum hráum kakóbaunum
sem við ristum sjálf.“ Þorgerður
segir að baunirnar komi frá aðila í
Bandaríkjunum en hann kaupir þær
beint frá bændum á Madagaskar,
Papúa Nýju Gíneu, Dóminíska
lýðveldinu og Belís. Eins og er
framleiðum við sjö tegundir af
súkkulaði, bæði mjólkursúkkulaði
og dökkt, sem er allt frá því að vera
36% og upp í 70%. Stefnan er svo
að fjölga þeim smátt og smátt.“
Hráefnið í Omnom-súkkulaðið
má telja á fingrum annarrar handar
og í súkkulaðinu sem kennt er við
Papúa Nýju Gíneu eru þau bara
þrjú, kakónibbur, kakósmjör og
hrásykur. Í maí í vor setti Omnom
á markað hvítt lakkríssúkkulaði sem
inniheldur persneska lakkrísrót og
lakkríssalt og að sögn Þorgerðar
selst það upp jafnóðum og það
kemur í búðir.
Tariello byggist á gamalli
ítalskri hefð
Öll framleiðsla Tariello fer fram
í Þykkvabæ og á Hellu. „Allt
hráefnið er íslenskt, nauta-,
hross- og svínakjöt, og unnið eftir
aldagömlum ítölskum hefðum,“
segir Ástríður Ástráðsdóttir.
Eigandi fyrirtækisins er Ítalinn
Roberto Tariello og að sögn BBBB
byggir framleiðslan á gömlum
fjölskylduuppskriftum frá Suður-
Ítalíu.
„Við vinnslu vörunnar er
hráefnið þurrkað í mislangan tíma
en ekkert minna en í þrjá mánuði
og þær eru án allra rotvarnar- og
aukaefna.
Ostur frá rjómabúinu Erpsstöðum
Þorgrímur Einar Guðbjartsson,
mjólkurfræðingur og bóndi á
Erpsstöðum í Dalasýslu, segir
að á bænum sé rekið kúabú og
ferðaþjónusta. „Upphafið að
heimavinnslunni er að það vantaði
afþreyingu fyrir ferðafólk. Meiningin
var að fólk gæti komið í heimsókn
í fjósið og smakkað afurðir sem
væru framleiddar á staðnum. Við
byrjuðum á að framleiða rjómaís
og þá varð til umfram undanrenna
og við framleiddum úr henni skyr.
Framleiðslan hefur smá saman undið
upp á sig og í dag framleiðum við líka
osta.“
Í sumar dvaldi par frá Austurríki
í nokkrar vikur á Erpsstöðum. Parið
er áhugafólk um ostagerð og segir
Þorgrímur að þau hafi gert tilraunir
með margar nýjar gerðir af osti og
það sé hann sem er á boðstólum á
Matarmarkaðinum í Hörpu. /VH
Þorgerður Egilsdóttir hjá Omnom súkkulaði.
Sunna Kjartansdóttir að kynna
rabarbarasultu frá Rabarbía á
Skeiðum.
Elísa Egilsdóttir og Berglind Hesler
steikja bulsur.
Ástríður Ástráðsdóttir og Roberto Tariello sem standa að Tariello kjötvörum. Katrín Árnadóttir hjá Eco spíra framleiðir spírur og hunang sem kemur af
búi í upplendi Hafnarfjarðar.