Bændablaðið - 11.09.2014, Side 31
31Bændablaðið | Fimmtudagur 11. september 201
Töluvert er talað um markaðs-
og sölumál íslenska hestsins um
þessar mundir, útflutningur og
sala hefur verið með minna móti
að undanförnu og því full ástæða
til að fara yfir málin og skoða hvort
og hvernig megi gera betur.
Í umræðunni vaknar oft sú
spurning hvernig hið opinbera geti
stutt við og komið að markaðssetningu
hestsins svo vel sé. Ein leiðin getur
vissulega verið sú að styðja við
bakið á þeim einstaklingum sem
hafa verið og eru að gera góða hluti í
markaðssetningunni. Eins og gefur að
skilja er mjög mismunandi hvað hver
og einn hefur lagt mikið af mörkum
í almenna markaðssetningu. Það eru
skiptar skoðanir um hvort styrkja eigi
einstaklingsframtak með opinberu
fé. Það getur vissulega verið erfitt
að fylgja því eftir hversu vel því sé
varið. Því má velta upp spurningunni
hvort ekki sé skynsamlegra að verja
því fé í mestum mæli í almenna
markaðssetningu?
Ég bjó í Kentucky í Banda-
ríkjunum meira og minna í tíu ár,
alfarið þó frá 2006 þegar ég fékk
græna kortið, en flutti til Íslands um
vorið 2013. Þar rak ég tamningastöð,
þjálfaði, kenndi, seldi og tók þátt í
stórum hestasýningum til að kynna
og markaðssetja íslenska hestinn. Ég
stofnaði sýningarhóp sem við köllum
„The Knights of Iceland“ sem ferðast
um og sýnir íslenska hestinn á stórum
sýningum víðs vegar um Bandaríkin.
Stórar hestasýningar líkt og við
höfum tekið þátt í fara yfirleitt
þannig fram að um er að ræða
vörusýningu þar sem margir aðilar
setja upp sölu- og kynningarbása,
selja þar vöru, kynna sína starfsemi
eða hestakyn eins og t.d. íslenska
hestinn. Yfir daginn eru sýningar þar
sem annaðhvort er verið að kynna
hestakyn eða reiðkennarar að kynna
sína aðferðafræði. Sums staðar eru
fyrirlestrasalir þar sem haldnir eru
fyrirlestrar um ýmislegt fróðlegt. Á
kvöldin eru svo gjarnan sýningar þar
sem sýnendur, sem oftar en ekki eru
atvinnumenn í sínu fagi, koma saman
og búa til glæsilegt „show“ sem til
þess er gert að vera skemmtun af
bestu gerð.
Á þeim sýningum sem ég hef
komið að er málum oftast þannig
háttað að við erum með sýningu á
íslenska hestinum á daginn, þar sem
við sýnum og kynnum hestinn fyrir
áhorfendum, segjum frá sögunni,
gangtegundum o.s.frv. Iðulega
höfum við verið valin til að taka þátt
í kvöldsýningum þar sem við erum
með 6–8 hesta og knapalið, sýnum
góða töltara og fljúgandi skeið. Stórt
hlutverk skipar svo kynningarbásinn,
þar sem við dreifum kynningarefni
um íslenska hestinn og þá aðila sem
koma að sýningunni. Oftast höfum
við verið í samstarfi við Icelandair
og/eða Íshesta sem kynna þá sínar
vörur. Einnig hefur Íslandsstofa verið
með og stutt við bakið á okkur og
Félag hrossabænda hefur sent mann
til aðstoðar.
Almenn og persónuleg
markaðssetning
Sjálfur hef ég unnið við
markaðssetningu á íslenska
hestinum í Bandaríkjunum og tel
ég að það megi gera mun betur í
markaðssetningu þar. Ég lít gjarnan
á málið þannig að verkefninu megi
skipta í tvo hluta.
Annars vegar þurfum við almenna
markaðssetningu. Þar er hesturinn
kynntur almennt, uppruni hans og
kostir. Í þessu felst að styrkja hann
enn frekar sem vörumerki í hinum
stóra hestaheimi. Þá er nauðsynlegt
að samhæfa krafta okkar og gleyma
persónulegum hagsmunum rétt á
meðan.
Hins vegar er það svo persónulega
markaðssetningin þar sem hver
og einn getur á grundvelli meiri
almennrar þekkingar á hestinum
markaðssett sjálfan sig og sinn
rekstur.
Það er í almennu markaðs-
setningunni sem hið opinbera á að
koma sterkt inn og vera leiðandi í að
leggja grunn sem einstaklingar geta
svo unnið á. Það þarf að skilgreina
hvað er almenn markaðssetning
og svo þurfa hin opinberu öfl að
sameinast um að halda utan um
ýmis verkefni þessu tengt. Þar mætti
nefna:
1Mjög gagnlegt væri að hafa heimasíðu sem innihéldi
hlutlausar, almennar upplýsingar um
íslenska hestinn. Sem dæmi:
• Hvernig er í raun staðan með
sumarexem í hestum?
•
• Upplýsingar um félaga samtök
hestamanna á Íslandi
•
• Niðurstöður úr genarann-
sóknum á gangtegundum
•
• Litir íslenska hestsins
•
• Hvar er að finna meiri fróðleik?
•
• Er íslenski hesturinn raun-
verulega heilbrigðari en önnur
hestakyn?
•
• Gangtegundir, geðslag, líf tíma
o.s.frv.
2 Hanna einfaldan og góðan kynningar bás með fallegum
myndum og upplýsingum um íslenska
hestinn. Borga gólfsvæðið fyrir
básinn á völdum sýningum. Aðilar
í persónulegri markaðssetningu
gætu sameinast í kringum þennan
bás, uppfylltu þeir ákveðin skilyrði.
Þetta er þekkt í markaðssetningu
á öðrum íslenskum vörum eða
þjónustu. Básinn þarf að vera á helstu
sýningum þar sem mikill mannfjöldi
er og mannaður fólki með reynslu í
markaðssetningu og góða þekkingu
á hestinum. Þeir aðilar þurfa að vera
fróðir um íslenska hestinn, geta
staðið vaktina á básnum en ekki síður
haldið fyrirlestra ef þörf er á.
3 Að útbúa gott kynningarefni um hestinn og bera kostnað af
hönnun og prentun.
Hólar á ensku
Þá er komið að því sem ég tel að gæti
verið það besta sem hægt er að gera
fyrir markaðssetningu íslenska hestsins
á erlendri grund. Höfum hestatengda
námið á ensku!
Ég hef ferðast víða um Bandaríkin
og kennt í mörg ár. Þar og örugglega
í fleiri löndum er víða að verða til
ungt fólk sem nánast er alið upp á
íslenskum hestum og á fullt erindi í
Háskólann á Hólum. En við verðum
að átta okkur á að fyrir fólk sem alið er
upp í landi þar sem búa 300 milljónir
manna og allir tala sama tungumálið
er nánast óyfirstíganleg hugmynd að
læra íslensku. Margir hafa lítið sem
ekkert farið upp í flugvél og færri hafa
komið til Evrópu. Ísland þykir mjög
fjarlægt land í huga flestra, hvað þá
að læra tungumál sem er á lista yfir
erfiðustu tungumál í heimi og aðeins
320.000 manns tala.
Það þarf gríðarlegt átak, hugrekki
og áhuga til að fara til Íslands, læra
tungumálið og fara svo í skóla á þessu
framandi tungumáli. Það má gera ráð
fyrir að fleiri en færri ákveði að gera
eitthvað annað. Það má kannski líkja
þessu saman við það að við Íslendingar
þyrftum að læra finnsku eða jafnvel
japönsku til að geta lært það sem við
hefðum áhuga á.
Markaðssetjum innan frá
Að mínu mati er mjög greinilegur
árangur, á þeim markaði sem ég hef
hvað mesta reynslu af að starfa á, af
því að fara á hestasýningar. Þar er hægt
að ná til mikils fjölda fólks á einum
stað, ekki er óalgengt að um 50.000–
100.000 manns séu að koma á svona
sýningar. En árangurinn gæti verið mun
meiri ef fleiri þjónustuaðilar væru til
staðar í Bandaríkjunum til að fylgja
almennu kynningunni eftir og bera út
boðskapinn.
Besta leiðin til að ná árangri í
markassetningu íslenska hestsins í
Bandaríkjunum er að þjálfa heimamenn
til að gera það sjálfa. Segjum sem svo
að 5–10 Bandaríkjamenn hæfu nám á
Hólum á ári hverju. Gerum ráð fyrir
að stærsti hluti þeirra fari aftur til síns
heima, þar sem maður þekkir mann
og annan. Margföldunaráhrifin geta
orðið gríðarleg. Eftir 10 ár væru um
það bil 50–100 bandarískir hestamenn
menntaðir frá Háskólanum á Hólum
komnir víðs vegar um Bandaríkin
og farnir að dreifa boðskapnum um
íslenska hestinn.
Á kynningarbásnum sem settur er
upp á sýningum er svo markvisst hægt
að kynna námið í háskólanum á Hólum
ásamt því að kynna hestinn okkar.
Það hafa tveir bandarískir nemendur
farið í gegnum Hóla. Sá fyrri útskrifaðist
sem reiðkennari 2010, stúlka sem býr í
Kaliforníu og vinnur við að þjálfa og
kenna á íslenska hesta. Í kringum hana
og hennar samstarfsfólk hefur myndast
samfélag með um 50–60 íslenska hesta
og 40–50 reglulegum nemendum. Sá
seinni, stúlka sem útskrifaðist 2013, tók
við mínum rekstri þegar ég flutti heim
frá Kentucky á síðasta ári. Hún rekur
þar tamningastöð fyrir um 50 íslenska
hesta, stundar kennslu í stórum stíl
og heldur námskeið og mót. Þetta er
nákvæmlega það sem við þurfum mun
meira af. Svona til glöggvunar þá eru
um 4.400 km á milli þessara tveggja
reiðkennara og tekur það um 40 klst.
að keyra í samfleyttum akstri.
Að vera með háskólanám fyrir
íslenska hestinn á ensku er ekki
einungis mikið markaðstæki fyrir
Bandaríkjamarkað, enska er hið alþjóða
viðskiptatungumál og mun því hjálpa
til á öllum nýjum mörkuðum. Þar fyrir
utan eru tækifæri í því að kennarar
þessa skóla séu vel máli farnir í enskri
reiðkennslu og eru þá hæfari til að fara
á stórar sýningar eða viðburði erlendis
og halda sýnikennslur eða fyrirlestra.
Í dag má sennilega telja fjölda
hæfra þjálfara fyrir íslenska hesta
í Bandaríkjunum á fingrum beggja
handa. Þessir einstaklingar eru að reyna
að kynna hestinn í landi þar sem eru
50 ríki og búa um 300 milljón manns.
Kentucky-ríki, þar sem ég var búsettur,
er á stærð við Ísland hvað landstærð
varðar en þar búa rúmlega 4,2 milljónir
manna.
Það gefur augaleið að Íslendingar
einir síns liðs ná ekki að markaðssetja
hina stóru Ameríku, það er nauðsynlegt
að mennta og virkja Bandaríkjamenn til
að markaðssetja sitt eigið land.
Guðmar Þór Pétursson,
Fákaseli.
Hugleiðing um markaðs- og sölumál íslenska hestsins
Guðmar Þór Pétursson.
REYKJAVÍK
Krókháls 5F
110 Reykjavík
Sími: 414-0000
AKUREYRI
Baldursnes 2
603 Akureyri
Sími: 464-8600
www.VBL.is
REYKJAVÍK Sími: 414-0000 /// AKUREYRI Sími: 464-8600 /// www.VBL.is
HAUGSUGUDÆLUR
Er haugsugudælan í lagi?
Eigum til og getum útvegað
varahluti í flestar gerðir
haugsugudæla
Eigum til afgreiðslu Jurop haugsugudælur