Bændablaðið - 11.09.2014, Síða 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 11. september 2014
Um þessar mundir er
Hrútavinafélagið Örvar á
Suðurlandi fimmtán ára
gamalt. Félagið var stofnað um
einn glæsilegan hrút að Tóftum í
Stokkseyrarhreppi hinum forna
á Skeiðarréttadaginn, og er það
skipað hinum vöskustu konum
og körlum og hefur víða komið
að framfaramálum lands og
þjóðar.
Hinar fornu verstöðvar að
Eyrarbakka og Stokkseyri hafa
risið til nýrrar menningar og
áhrifa undir merkjum félagsins.
Félagið eignaðist fyrir nokkrum
árum uppstoppaðan forystusauð
til varðveislu sem Gorbi heitir
í höfuðið á Gorbatsjov, forseta
Sovétríkjanna, sem var einn mesti
friðarleiðtogi heimsins og átti fund
á Íslandi í Höfða með Ronald
Reagan, forseta Bandaríkjanna,
og í framhaldinu féll járntjaldið.
Í tilefni af afmælinu hefur
félagið ákveðið að færa safninu
um Íslensku forystukindina á
Svalbarði í Þistilfirði, Gorba til
varðveislu og eilífðarfrægðar
um nafn hans og afrek. Bróðir
Gorba, Jeltsín, brann inni í Eden
í Hveragerði en þar hafði hann
tekið á móti milljónum manna,
ódrukkinn.
Ferðin norður er öllu góðu og
göldróttu fólki opin og frjáls en
langferðabíll frá Allrahanda verður
lestin sem brunar norður með
Gorba og fylgdarlið. Lagt verður
upp frá Eyrarbakka að morgni
fimmtudagsins 2. október nk. og
er áætlað að koma við í Höfða í
Reykjavík og hitta þar höfðingja,
bæði innlenda og erlenda.
Haldið verður síðan norður
með viðkomu á höfuðstöðum
landsbyggðarinnar í Borgarnesi,
Blönduósi, Sauðárkróki, Akur-
eyri og Húsavík. Blásið verður
til héraðshátíða og rætt um
vitsmuni forystukindarinnar
og Hrútadagurinn mikli á
Raufarhöfn kynntur en hann
verður haldinn laugardaginn 4.
október nk. með hrútasýningum,
sauðfjárdómum, gamanmálum og
kvæðamannakvöldi. Öll dagskrá í
ferðalaginu norður verður auglýst
nánar síðar. Allir þeir sem vilja
vera með í ferðinni, sjálfum sér
og öðrum til skemmtunar, eru
velkomnir en verða að tilkynna
nafn sitt til forseta félagsins,
Björns Inga Bjarnasonar. Eina sem
ferðafélagar þurfa að taka með sér
er sæng og koddi eða svefnpoki
og góða skapið. Gjört á heilögum
Eyrarbakka 9, september 2014.
Björn Ingi Bjarnason forseti
Hrútavinafélagsins, netfang:
bibari@simnet.is, sími
8970542.
Guðni Ágústsson fyrrverandi
landbúnaðarráðherra og
heiðursforseti, netfang: gudni.
ag@simnet.is S:8919049.
Það er ekki við hæfi að kvarta
þegar sala mjólkurafurða er jafn
góð og raun ber vitni.
Nú er jafn erfitt að fá keyptar
kvígur með stutt í burð og að fá fund
með páfanum, ekki svo að skilja að
bændur þurfi syndafyrirgefningu,
en sem sé nær engar kvígur á lausu
og ef svo ótrúlega vill til að einhver
vilji selja slíka skepnu og sé hún
stór og falleg, komin að burði,
júgur og spenar vel sett þá er líklegt
að kaupandinn þurfi að punga út
a.m.k. 250 þúsund krónur auk
virðisaukaskatts og hef ég jafnvel
heyrt tölu upp í 280 þúsund. Þetta
er um það bil 70% hækkun frá
gangverði áður og ljóst að kvígan
þarf að mjólka vel og áríðandi að
hún endist að minnsta kosti 2–3
mjaltaskeið og sleppi við júgurbólgu.
Framleiðendum fækkar
Framleiðendum mjólkur fer
fækkandi og þeir sem eftir eru hafa
aukið framleiðslu sína eins og hægt
er með fjölgun kúa þar sem pláss
leyfir, þá hafa margir hverjir aukið
kjarnfóðurgjöf og dálítið hefur verið
um að mjólkaðar séu áfram kýr sem
orðnar eru eldri en vanalegt er og
jafnvel að bændur hafi þráast við að
farga þríspenntum kúm.
Sem sé, margir hanga á kúm
sen áður hefðu verið felldar vegna
júgursjúkdóma og er það að sumu
leyti skiljanlegt enda kallar MS
eftir meiri mjólk, meiri mjólk,
feitari mjólk, próteinhærri mjólk en
aðallega samt meiri mjólk. Það er þó
bót í máli að nú liggur fyrir loforð
um fulla afurðastöðvagreiðslu fyrir
umframmjólk 2014 og næsta ári 2015
og einn ágætur bóndi sagði við mig:
„það er mikil framför að ráðamenn
í mjólkuriðnaði hafa nú loks lært
þann jarðbundna og lífeðlisfræðilega
vísdóm að það er ekki krani á kúnum
til að auka eða minnka nyt þeirra
svona eftir því hvernig landið liggur
hjá þeim.“
Það var oftast svo að bændur
voru beðnir að auka framleiðslu
sína nánast fyrirvaralaust og svo var
gjarnan sagt í kjölfarið: „Þetta er gott
í bili“, og umframgreiðslan datt út.
Það er því ekki lengur sá tími
að menn haldi að einfalt sé að auka
framleiðsluna. Hafa menn líka
áttað sig á því að kýrin þarf að bera
kvígukálfi og hún, kvígan, að bera
kálfi (lágmark 2–2,5 ár) og byrja
mjaltaskeið, áður en það skilar
varanlegri aukningu hjá viðkomandi
bónda. Það er að segja ef hann er
heppinn og fleiri kýr hafi komist til
framleiðslu en þurft hefur að fella.
Einnig að hlutfall lifandi borinna
kvígukálfa sé a.m.k. 50%, helst mun
meira.
Hægt er að ná fram auknum
afurðum með aukinni kjarnfóðurgjöf,
en gæta þarf þess þá að ekki sé gengið
of langt í þeim efnum, því þá eykst
hætta á veikindum og júgurbólgu
vegna aukins álags á kúna.
Heyskapur hefur víðast gengið
vel nyrðra
Hér fyrir norðan, a.m.k. í Eyjafirði
og Suður-Þingeyjarsýslu hefur
heyskapur víðast gengið vel og
víðast halda menn magn og gæði
góð.
Mig minnir að það hafi verið sá
góði fyrrum héraðsdýralæknir, Ágúst
Þorleifsson, sem sagði einhverju
sinni við bónda sem var að stæra sig
af góðum og kraftmiklum heyjum
eftir sumarið: „Já, góði maður, það
er bæði gott og slæmt að heyra, því
kraftmikil hey er ávísun á verra
heilsufar kúnna.“
Svo er bara að vona að
mjólkurgæðin haldi sér þrátt fyrir
að einhverjir séu hugsanlega að hirða
mjólk í dag sem farið hefði í kálfana
fyrir ári síðan.
Það er bara sæmilega gott mál
meðan sala mjólkurafurða er jafn
góð og raun ber vitni og allt að
verða vitlaust úti í Skandinavíu svo
ekki sé nú minnst á Ameríku vegna
skyráts og eftirspurn eftir þessum
frábæra íslenska spónamat er slík,
að við gætum ekki annað eftirspurn.
Jafnvel þótt við framleiddum ekkert
annað en skyr og aftur skyr úr allri
innveginni mjólk. Við höfum því
miður orðið að gefa framleiðsluleyfi
og þar með upplýsingar hvernig eigi
að búa til skyr, en fáum nokkrar
krónur af hverri framleiddri skyrdós
sem er betra en að fá ekki neitt. Það
gefur mjólkuriðnaðinum talsverðar
tekjur þegar allt er talið.
Bara ein spurning svona
fyrir forvitinn skyrgám, hvora
uppskriftina fékk Kaninn, skyrlíkið
Skyr.is eða ekta skyr hleypt með
skyrhleypi, KEA skyrið? – Nú
verður einhver í Flóanum súr við
mig, bara stríðni!
Nýliðunarstyrkur
Nú hafa verið birtar reglur og
ákvörðun tekin af Bændasamtökum
Íslands að heimilt verði að veita
svokallaðan nýliðunarstyrk til þeirra
sem eru að hefja búskap og kaupa
lögbýli til framleiðslu mjólkur.
Þetta er gleðiefni því erfið staða
nýliðunar í mjólkurframleiðslu
hefur verið vandamál. Það hefur m.a.
gert eldri bændum erfitt að hætta,
nema svo til nær gefa einhverjum
afkomenda sinna jörðina þannig
að hugsjónin um að sonur eða
dóttir taki við arfleifð sinni rætist.
Þótt styrkurinn geti mest orðið fimm
milljónir króna munar um hann
en auðvitað dropi í hafið þar sem
óskyldir aðilar, oft ungt dugnaðar
fólk, eru að kaupa bújörð með allri
áhöfn, vélum og framleiðslurétti
fyrir 100–150 milljónir króna svo
nefnd séu þekkt dæmi.
Ég dáist að unga duglega fólkinu
okkar sem kemur fullt áhuga og
dugnaðar til að kaupa jörð og
viðhalda íslenskum búskap og standa
þannig um leið vörð um fæðuöryggi
landsmanna sem er vanmetið framlag
til þjóðarinnar allrar. Það ætti því að
finna leiðir til að styðja miklu betur
við bakið á unga fólkinu sem oftast
kemur með tvær hendur tómar en
skuldbindur sig til efri ára í lánum
misþægilegra fjármálastofnana.
Þetta er fólkið sem erfa á landið
eins og oft er sagt en það kostar þetta
unga hugaða fólk oftast skuldastöðu
sem enginn nema áhugasamur ungur
bóndi eða ung hjón sem yrkja landið
eru tilbúin að axla.
Takk fyrir það, ungu bændur, og
gangi ykkur allt í haginn.
Á ferð um uppsveitir
Borgarfjarðar fyrir stuttu rakst ég
á stórt og myndarlegt nýlega byggt
fjós sem mér var tjáð að rúmaði 110
kýr en af einhverjum ástæðum sem
ekki voru á lausu stendur fjósið tómt
og er nú Bleik brugðið, það er allt
fullt af fjósum sem eru á undanþágu
en þessi glæsibygging stendur tóm?
Ný fjós og mjaltaþjónar
Það virðist vera að losna um
fjármagn því nú er verið að byggja
ný fjós víða og enn fleiri að breyta
eldri byggingum. Það streyma
líka inn mjaltaþjónar sem aldrei
fyrr og nær hver einasti bóndi í
framkvæmdum tekur nú mjaltaþjón,
önnur mjaltakerfi hreinlega seljast
ekki í ný og endurbyggð fjós.
Eftir þeim bændum sem ég hef
heyrt frá er ekki óalgengt að nythæð
kúa aukist um 15–20% með slíkri
mjaltatækni og er skýringin sennilega
sú að kýr í mjaltaþjónafjósum
mjólkast oftar en í hefðbundnum
fjósum, eða frá 2,3 mjöltum á
sólarhring og upp í 2,9 m.á.s. og þær
fá einnig meira kjarnfóður.
Hvort þessi nytjaaukning verður á
kostnað endingar viðkomandi gripa
er ekki ljóst enn þá eða hvort þetta er
í stórum dráttum hreinn ávinningur,
vonandi að svo sé.
Og það má fylgja með að
mjólkurgæði í mjaltaþjónafjósum fer
batnandi og er víðast orðin ágæt sem
er að þakka betri tækni og nákvæmari
spenaásetningu mjaltaþjónanna í
bland við betri þrif og hreinni kýr
í þessum nýju og breyttu fjósum
þ.e. bændur þekkja nú betur til
þolmarka mjaltaþjóna og vita um
helstu atriði sem verða að vera í
lagi svo þessi mjaltatækni gangi
eðlilega, skili góðum mjólkurgæðum
og heilbrigðum gripum.
Ekki meira að sinni,
Kristján Gunnarsson,
ráðgjafi hjá Bústólpa.
Lesendabás
Heyrt fyrir norðan
Ég dáist að unga duglega fólkinu okkar sem kemur fullt áhuga og dugnaðar til að kaupa jörð og viðhalda íslenskum
búskap og standa þannig um leið vörð um fæðuöryggi landsmanna sem er vanmetið framlag til þjóðarinnar allrar.
Raufarhafnarferðin á
„Hrútadaginn mikla“
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300
Yuri Resetov, sendiherra Rússa, Sverrir Ágústsson, Guðni Ágústsson,
Þorsteinn Pálsson og Bragi Einarsson í Eden ásamt hrútunum Jeltsín
og Gorba.