Vestfirska fréttablaðið - 02.03.1978, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 02.03.1978, Blaðsíða 4
4 O — Iðnskólinn á ísafirði þ.e. hvort hann hafi aðstöðu - verkstæði, verkefni og efni. Verði af samningi, þá sendir iðnfulltrúi staðfestingu á því til iðnfræðsluráðs. Þetta er meginverksvið iðfulltrúans, auk eftirlits og skýrslugerða. Það þyrfti að sinna þessu starfi miklu betur en gert er. Það þyrfti t.d. að fara oftar á verkstæði og fylgjast með því hvort þau uppfylltu þær kröfur, sem gerðar eru til þeirra \'arðandi iðnnámið.Eg er búinn að vera í þessu í 20 ár og tel að yngri menn ættu að taka við. En þegar leitað er til yngri manna, þá spyrja þeir eðlilega hver launin séu fyrir þetta starf. Þegar þeir heyra það, þá þakka þeir gott boð. (Laun- in fyrir febrúar 1978 voru 9.925.-). Ég hef ekki sóst eftir þessum krónum og hef lagt sjálfur út fyrir síma- kostnaði og póstgjöldum. Þetta sýnir e.t.v. hvaða aug- um ráðamenn líta iðn- fræðslu almennt, að ætla iðnfulltrúa ein daglaun á mánuði fyrir sín störf.“ ,,En hvað með nemenda- fjöldann. Hefur iðnnemum fjölgað, þrátt fyrir deyfð hins opinbera?“ ,,Nei, það er takmarkaður nemendafjöldi sem kemst að. Það eru 50-60 náms- samningar gangandi um ár- ið. Margir komast aðeins í 1. og 2. áfanga, en ekki lengra, því þeir verða að vera komnir á samning til að geta tekið próf. Flestar þær iðngreinar sem hér er að finna, eru undirstaðan í atvinnulífi bæjarins. En nú hin síðari ár hefur orðið að sækja vinnuflokka í aðra lands- hluta, sem fara með hundr- uð milljóna útúr byggðar- laginu. Það eitt segir mikið til um, hve gífurlega skort- ir hér á. Mér hefur fundist að ráðamenn líti á iðnnám sem annars flokks menntun. Það heyrast í þeim amahljóð, þegar borga þarf fyrir bætta aðstöðu Iðnskólans. En þess ber að geta, að aðstaðan hefur farið batnandi, þó enn vanti mikið upp á.“ ,,Hvað ákvarðar fjölda nema, sem hægt er að koma að á verkstæði?“ ,,Fjöldi nema fer eftir því hve margir vinna hjá meist- ara. Það er heimilt að taka 1 nema á hverja 1-2 lærða starfsmenn; 2 nema á hverja 3-4 starfsmenn; 3 nema á hverja 5-6 starfsmenn o.sv. frv. ,,Nú hefur verið rætt um að taka upp annað fyrir- komulag hvað verklega kennslu iðnnema snertir. Hvað finnst þér um þær tillögur?“ ,JÚ, það hefur verið rætt um að skólinn gerði beint samkomulag við iðnmeist- ara eða fyrirtæki. Það eru hins vegar ýmis vandamál við verklega kennslu á vinnustöðum vegna ákvæð- isvinnufyrirkomulagsins. Vanir menn í ákvæðisvinnu vilja ekki lærlinga. Það er því erfitt að koma nemum inn í vinnuflokka. Þeir fáu sem komast að, fá ekki þá kennslu eða verkþjálfun sem æskileg getur talist. Þeir eru e.t.v. settir í uppslátt ein- göngu, en verkstæðisþjálfun GAL-ofninn Panelofn í sérflokki hvað GÆÐI — VERÐ OG ÚTLIT HF- OFNASMIPJAN Háteigsveg 7 — Sími 2-12-20 verður hverfandi lítil. Smíðafyrirtæki vilja leggja allt of mikla áherslu á að koma upp húsaskrokkum, en minni áhersla er lögð á það sem inn í þá á að koma.“ „Telur þú að grundvöllur sé fyrir verkstæði, sem sér- hæfði sig í innréttingum?“ „Alveg tvímælalaust.“ „Nú má reikna með að samningar beint við fyrir- tæki eða meistara hafi í för með sér kostnaðarútgjöld fyrir bæjarfélagið. Telur þú að bæjarfélagið sé reiðubúið til þess?“ „Ég hef bent á það í við- ræðum við framkvæmda- stjóra iðnfræðsluráðs og fleiri, að hið opinbera sé oft með framkvæmdir sem iðn- aðarmönnum er ætlað að inna af hendi. Ég teldi eðli- legt að þessi „kennslufyrir- tæki“ yrðu látin fá a.m.k. hluta af þeirri vinnu og þannig yrði komið til móts við þau. En þá kemur enn Reglubundnar ferðir alla mánudaga frá Reykjavík til ísafjarðar og Akureyrar Viðkoma á aukahöfnum eftir þörfum. Vörumót- taka á föstudögum. í A-skála H.F. Eimskipafélag íslands Baldwin HLJÓÐFÆRI SKEMMTARINN er hljóðfærið, sem alllr geta spilað á. Heil hljómsveit í einu hljómborði. EINNIG TVEGGJA BORÐA ORGEL með innbyggðum skemmtara. Þessi þekktu hljóðfæri er hægt að útvega með stuttum fyrirvara. Kynningarbæklingar og sýnishorn af skemmtara á staðnum. UMBOÐ FYRIR VESTFIRÐI: VERZLUN BJARNA EIRlKSSONAR BOLUNGARVIK — SÍML7302 Baldwin HLJÓÐFÆRI

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.