Vestfirska fréttablaðið - 02.03.1978, Síða 9

Vestfirska fréttablaðið - 02.03.1978, Síða 9
jafns við fjárveitingu frá ríkinu, telur ráðið það ut- an síns verkahrings að svo komnu máli að veita því fjárstuðning nema sér- stakt tilefni sé til. Engu að síður telurráð- ið mikilvægt að hafa nána samvinnu við L.L. og vera honum til liðsinn- is eftir þörfum m.a. með fyrirgreiðslu vegna atvinnuleikstjóra. Þá vill ráðið beita sér fyrir að atvinnuleikhús landsins - leggi hingað leið sína a.m.k. einu sinni á ári hvert þeirra. Verði ráðið þeim til aðstoðar eftir því sem þörf er á, en taki þó ekki á sig kostnað í því sambandi annan en venjulegan móttöku- kostnað af hendi bæjarfé- lagsins. 3. Myndlistarsýning- ar og fyrirlestrar um myndlist (6 sýningar) 185.000 3.0 Efnt verði til einnar stórrar myndlistarsýning- ar árlega þar sem einum til tveimur listamönnum verði boðið hingað til að kynna verk sín og í því sambandi fluttur fyrir- lestur um myndlist. Þá gangist ráðið fyrir að fá hingað fjórar aðrar sýningar á árinu, sem verði sölusýningar, og taki ráðið ekki kostnað þeirra vegna, svo að nokkru nemi. Þá vill ráðið hlutast til um að opinber söfn sendi hingað sýningar a.m.k. eina á á ári, án þess að um kostnað af hendi ráðs- ins sé að ræða annan en fyrirgreiðslu við móttöku og sendingu. 4. Tónlistarkynningar (6 sinnum á ári) 880.000 4.0 samráði við Tónlist- arfélag ísafjarðar eru á- ætlaðir 6 hljómleikar á árinu til kynningar tón- listar, ýmist einleikstón- leikar eða 2-3-4 hljómlist- armenn saman, þannig að gert sé ráð fyrir að samtals 12 hljómlistar- menn komi hingað á ár- inu. Ráðið telur hagkvæmt að fela Tónlistarfélaginu framkvæmdir tónlistar- kynningar eins og á und- anförnum árum, en veita því stóraukinn styrk ti! þeirra þannig að félagið hafi bolmagn til að fá hingað bestu listamenn landsins, og aðra þá er líklegir eru til að vekja áhuga bæjarbúa á góðri tónlist. 5. Sunnukórinn 300.000 5.0 Sunnukórinn hefur um áratuga skeið verið hin helsta lyftistöng tón- listar í bæjarfélaginu og sungið án endurgjalds á vegum bæjarins, hvenær sem þess hefur verið ó- skað, auk sjálfstæðra tón- leika árlega og stundum margra. Með hliðsjón af þessu starfi kórsins vill ráðið hækka verulega hinn ár- lega styrk til kórsins, en hann var á s.l. ári 180.000. 6. Kammersveit Vest- fjarða 100.000 6.0 Kammersveit Vest- fjarða er ung að árum en hefur þó þegar getið sér gott orð og er orðin þörf stofnun í bæjarfélaginu. Ráðið telur rétt að hlynna að starfsemi hennar, enda sé gert ráð fyrir að hún haldi a.m.k. eina tónleika á árinu. 7. Taflfélag ísafjarðar 200.000 7.0 Taflfélag ísafjarðar heldur uppi öflugu starfi meðal félagsmanna sinna, en fjárskortur hamlar ýmsum fram- kvæmdum þess. Ráðið telur réttmætt að veita félaginu fjárstuðning til að útvega hingað skák- kennara til kennslu og þjálfunar ísfirskum skák- mönnum. 8. Sögufélag ísfirð- inga 300.000 8.0 Sögufélag ísfirðinga hefur um 20 ára skeið gefið út myndarlegt ársrit og með tilliti til aukins útgáfukostnaðar vill Menningarráð veita fé- laginu nokkurn fjárstyrk. 9. Ýmis útgjöld 35.000 9.0 Síma- og auglýs- ingakostnaður vegna ým- issar starfsemi ráðsins. o — Sighvatur - ríksistjórnin og þing- meirihluti hennar - hafa haldið á þeim. Til dæmis að nefna hefur okkur ver- ið svo naumt skammtað fé á vegaáætlun, að Vest- firðingar hafa á kjörtíma- bilinu ekki getað ráðist í neitt umtalsvert stórvirki í vegamálum og bíða þau þó mörg úrlausnar. Til dæmis má nefna varan- lega vegagerð yfir Breiða- dalsheiði, gerð vegsvala á Öshlíð, tengingu Djúp- vegar, og brúargerð yfir Dýrafjörð, svo og brúar- gerð, eða sambærilegar vegabætur í Önundar- firði. Á sama tíma og ekk- ert hefur verið gert af þessu á Vestfjörðum hef- ur verið ráðist í stórvirki í öðrum landshlutum. Uggvægilegt ástand í hafn- armálum. Þá er ástandið í hafn- armálum Vestfirðinga orðið uggvænlegt nú í lok kjörtímabilsins. í Súðavík hefur verið hætt við hálfnað verk, sem átti að ljúka á árinu, og stendur þar nú hálfbyggður hafn- argarður, sem engum kemur að notum og eng- inn veit hvenær áfram verður haldið. Á ísafirði hefur engin ákvörðun verið tekin enn um næstu hafnargerðarverkefni og ástæða er til að óttast að ráðamenn munu beita sér gegn áætlunum heima- manna um gerð dráttar- brautar. Á Suðureyri eru engar framkvæmdir fyrir- hugaðar. Á Tálknafirði hefur ekkert verið unnið í hafnarmálum og raunar nær engu fé verið veitt til eins eða neins á kjörtíma- bilinu. Á Patreksfirði má segja að aðeins hafi verið gerðar lágmarksneyðar- ráðstafanir til að hægt sé að nota höfnina þar á- fram, og jafnvel verið hafnað umsókn sveitar- stjórnar um greiðslu á kostnaðarhluta ríkisins, við þær framkvæmdir, sem þegar hafa verið unnar og greiddar af sveitarfélaginu. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um ástandið í hafnarmálum, og sér hver maður hvaða afleiðingar slíkt ástand getur haft fyrir byggðar- lög, sem eru jafn háð sjó- sókn og byggðirnar á Vestfjörðum. Greinargerð Sighvatar Björgvinssonar er all- miklu lengri, og verður síðari hluti hennar í næstu blaði. o — Sólrisuhátíð anförnu og hlotið mjög góðar viðtökur. Sigurður A. Magnússon heldur fyr- irlestur um bandarískar nútímabókmenntir og nokkrir nemendur úr M.í. lesa úr verkum höf- unda. Einnig kemur hingað kór Menntaskól- ans við Sund og mun hann flytja létt sönglög. Að venju verður haldinn dansleikur, og í ár leikur hljómsveitin Tívolí fyrir dansi. í lok hátíðarinnar er fyrirhugað að Megas og tveir ungir menn frá Reykjavík haldi skemmti- kvöld. Alla dagana sem hátíðin stendur yfir mun Svala Sigurleifsdóttir frá ísafirði halda sýningu á verkum sínum í sal Bóka- safns ísafjarðar. Þar verða verk gerð með akríl og olíu á striga og efnið tengt fsafirði. Eins og sjá má verður ýmislegt um að vera og ættu því flestir að geta fundið eitthvað á dagskránni við sitt hæfi. A.Þ. — Efstir á lista son, skólastjóri, Kristján Jónasson, framkvæmda- stjóri og Marías Þ. Guð- mundsson, framkvæmda- stjóri. S.l. sunnudag fór svo fram prófkjör, þar sem kosið var um þessa þrjá menn. Féllu atkvæði þannig að Kristján Jónas- son hlaut 101 atkvæði, Marías Þ. Guðmundsson 86 atkvæði og Kjartan Sigurjónsson 52 atkvæði. Auðir seðlar og ógildir voru 9, en 248 kusu. Er því ljóst að Kristján Jónasson mun skipa fyrsta sæti framboðslista Alþýðuflokksins til bæjar- stjórnarkosninga í vor. Jakob Ólafsson, fyrrv. rafveitustjóri mun skipa annað sæti og Snorri Her- mannsson, húsasmíða- meistari þriðja sæti list- ans. Um listann að öðru leyti ákveður Alþýðu- flokksfélag fsafjarðar. ás. O — Munu auglýsa fyrir bæjarráð sl. haust. Lögð verður áhersla á vinnu við æskulýðs og í- þróttamál, en einnig að skipuleggja rekstur og uppbyggingu íþrðtta- mannvirkja. Ætlunin er að ráða í starfið í vor. ás. o — Rauðhetta María Björk Traustadótt- ir, Sigurborg Kristjáns- dóttir, Þórdís Guðmunds- dóttir og Vernharður Guðnason. Leikmynd gerði Margrét Óskardótt- ir, framkvæmdastjóri er Trausti Hermansson, út- Fasteigniii Móholt 10, glæsilegt ein- býlishús m/tvöföldum bíl- skúr. Selst í fokheldu á- standi. Afhendist seinni part sumars. Túngata 20, jarðhæö, 2 herb. íbúð, 58 ferm. Góð og hagkvæm íbúð. Laus til afnota 1. maí n.k. Bílgeymsla við Fjarðar- stræti, 44 ferm. að stærð. Laus til afnota með mjög skömmum fyrirvara. Túngata 5, suðurendi, 4 herb. íbúð á tveimur hæð- um með rúmgóðum kjall- ara og rislofti. Möguleiki fyrir bílgeymslu á lóð. Laus til afnota með skömmum fyrirvara. Hafnarstræti 8, 3 hæð, 108 fermetra 4 herb. íbúð á besta stað í bænum. Laust til afnota í vor. Seljalandsvegur 72, neðri hæð, 2. herb. íbúð í tvíbýl- ishúsi. Snyrtileg íbúð með góðum garði. Laus til af- nota í september. Miðstræti 10, efri hæð, Bol- ungarvík, 99 fermetra 3 herb. íbúð. Snotur íbúð. Rafmagnskynding. Ásgarður, Tálknafirði, efri og neðri hæð, þriggja og fimm herbergja íbúðir, hvor um sig meö sérinngangi. Tryggvi Guðmundsson, LÖGFRÆÐINGUR Silfurtorgi 1, sími 3940 sendingu og undirleik annast Hörður Ingólfsson og dansa æfðu þær Guð- ríður Sigurðardóttir og Rannveig Eálsdóttir. Rauðhetta er eins og fyrr segir ævintýraleikur í 3 þáttum með fjölbreyttu sviði, dönsum, söngvum og alls konar dýr koma fram og segja þeir sem til þekkja að þetta leikrit sé jafnt fyrir börn sem full- orðna. Þess má geta að Rauðhetta hefur verið sýnd bæði á Akureyri og í Vestmannaeyjum og hlotið mjög góða dóma. o — Nefnd skipuð Sveinsson, en hann er tilnefndur af Sögu- félagi ísfirðinga. S.l. sumar var hafin vinna við viðgerð á Fakt- orshúsinu í Neðstakaup- stað og hefur verið unnið við það síðan í samráði við Þjóðminjasafn fs- lands. Húsafriðunarsjóð- ur hefur lagt til viðgerð- arinnar um það bil tvær millj. króna, en að öðru leyti hefur bæjarsjóður Isafjarðar staðið undir kostnaði við verkið.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.