Vestfirska fréttablaðið - 15.03.1978, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 15.03.1978, Blaðsíða 3
(jl tsiétfavuww 3 Orðið er laust — Lesendadálkur — Til umhugsunar I nágrenni fsafjarðar- kaupstaðar hefur til þessa ekki verið aðvelt að komast á heppilega staði til helg- ardvalar að sumarlagi, sem hafa uppá skemmtilega útivistarmöguleika að bjóða. Við opnun Djúp- vegarins hefur þó ræst nokkuð úr í þeim efnum. í Isafjarðardjúpi eru ýmsir aðlaðandi staðir, sem henta vel til útilegu og helgarferða, en flest eru svæðin í einkaeigu og eig- endur þeirra eru misjafn- lega ánægðir með mikla umgengni fólks um landar- eignir sínar. Þá er aðstaða víðast ekki önnur en sú, er náttúran sjálf býður upp á. Einn er sá staður við Djúp, sem öðrum betur hentar til helgardvala fyrir fjölskyldur, en það er Reykjanes. Reykjanesið er í eigu ísafjarðarkaupstað- ar, þar rennur heitt vatn úr jörðu, sem m.a. er notað í sundlaug. Tjaldstæði eru ágæt, gönguleiðir þægileg- ar, ágætt útsýni og fjöl- breytt dýra og fuglalíf. íslenska ríkið hefir nú á leigu landareign ísafjarð- arkaupstaðar á Reykjanesi og rekur þar heimavistar- skóla. Að sögn er sund- laugin, sem kaupstaðurinn lét á sínum tíma byggja einnig ieigð með og ber leigutaka að sjá um við- hald hennar. Nú er undirrituðum ekki fullkunnugt um hvernig háttað er Ieigu- samningum milli bæjar og ríkis á landsvæðinu og eignunum, en hvort sem það er hlutverk leigutaka eða leigjenda að sjá um viðhald mannvirkja og hafa umsjón með nýtingu landsvæðisins, þá er ljóst, að þess er ekki gætt sem skyldi. Tjaldstæði eru hreinlega bönnuð innan girðingar á Reykjanesi og þar með takmarkað mjög það gagn og sú ánægja, sem menn gætu haft af veru þar, því þótt gisting og matsala sé ágæt í húsakynnum skólans að sumarlagi, vilja ýmsir fremur tjalda og sjá sjálfir um matseld. Þá er sund- laugin að grotna niður fyr- ir það að henni hefur ekki verið haldið við. Búnings- klefarnir eru löngu ónýtir, laugarkerið sjálft er allt sprungið og lekt, að ekki sé talað um óþrifin, en laugin lítur ekki út fyrir að hafa verið hreinsuð í háa herrans tíð og því síður máluð. Ég vil nú skora á bæjar- yfirvöld á ísafirði að taka þetta mál til athugunar, með það fyrir augum að tryggja frjálsa og óhefta umgengni um þetta ágæta útivistarsvæði í eigu kaup- staðarins og einnig það að byggja upp íþrótta og leikjaaðstöðu í Reykjanesi, sem ef rétt er á málum haldið gæti orðið okkur Vestfirðingum það sem t.d. Laugarvatn er Sunn- lendingum. Það er: falleg- ur sumardvalarstaður, þar sem fjölskyldur geta notið saman helgardvalar. ísfirðingur. Milljónatjón í gær: Smjörlíkisgerð ísafjarðar mikið skemmd af eldi „Eldurinn kom upp á milli klukkan fimm og hálf sex” sagöi Sigurður Sv. Guömundsson, einn af eigendum Smjörlíkisgeröar ísafjaröar hf. „Húsiö varö alelda á svipstundu. ” Giskað er á að bilun í raflögn í lofti húss Smjör- líkisgerðarinnar hafi valdið því að kviknaði í húsinu. Húsið er vægast sagt mjög illa farið eftir eld- inn. Loft eru fallin inni í húsinu og stór hluti þess, sem var byggður úr timbri virðist alónýtur. Hús og vélar eru að verðmæti á milli 20 og 30 milljónir króna. Ekki er vitað um raunverulegt tjón ennþá, en ljóst er að það er mikið. Töluverðar smjörlíkis- birgðir voru í húsinu, og eru þær ónýtar með öllu. Hús og vélar eru að sögn Sigurðar Sv. Guð- Frá slökkvistarfinu mundssonar lágt vá- tryggð. Slökkviliðið í Hnífsdal og Slökkvilið ísafjarðar kornu mjög fljótt á stað- inn. Tókst þeim að ráða niðurlögum eldsins. ás Hafnarstræti 7 ísafirði Sími3166 TH0RNYCR0FT BÁTAVÉLAR! Ví © P. STEFÁNSSON H F. V Raf hf. Bílabúð HÖFUM I FIAT127 Dempara Kúplingsdiska Kúplings-pressur Kúplings-víra Handbremsuvíra Bremsuklossa Kúplingslegur Hjólalegur Stýrisenda Spindilkúlur Rúðuþurrkumótora Bremsuslöngur Hljóðkúta Keri-platínur Hamra-þétti-lok Hjöruliði út við hjól Hitarofa Þurrkurofa Þetta sýnir hvað til er í Fiat 127 Komið eða hringið og athugið hvað við höfum í bílinn yðar Raf hf. ísafirði sími 3279 verði hafist handa um að flytja Torfnesslipp og að hann verði staðsettur neð- an við verkstæðis og skrif- stofubyggingu M. Bern- harðsson hf. á Suðurtanga. Með þessu móti er áætl- að að starfhæf dráttar- braut yrði þar með við- halds og viðgerðarþjónustu fyrir minni báta allt upp að 150 þungatonnum, til- búin um miðjan júní. Þar eð dráttarbraut M. Bernharðsson hf. sem nú er á Suðurtanga er óstarfhæf, og þar sem nú verður á næstu dögum hafist handa um að rífa mannvirki fyrir- tækisins á Torfnesi, er það einróma álit stjórnar Hug- ins, að heppilegasta lausn þessa máls sé sú, að flytja Torfnesslippinn, sem allra fyrst niður á Suðurtanga. Verði það ekki gert nú þegar mun skapast algert vandræðaástand varðandi viðhald og viðgerðir flot- ans. Benda má á sex ár eru nú liðin, síðan ljóst var að dráttarbrautin á Torfnesi yrði að víkja fyrir bygging- um Menntaskólans á ísa- firði. Tvö ár eru liðin síðan stjórn Hugins skipaði nefnd, sem hóf viðræður við bæjaryfirvöld um úr- bætur á aðstöðu til þjón- ustu við bátaflotann en ekki hefur enn orðið hreyf- ing í þá átt. Vili stjórn félagsins nú leggja á það þunga áherslu að ekki verði um neina töf að ræða á því að af umræddum framkvæmdum geti orðið.” |p ísafjarðarkanpstaðnr LÍTIL ÍBÚÐ eldri kona óskar að taka á leigu eitt til tvö herbergi og eldhús á ísafirði Upplýsingar í síma 3562 Laust starf ísafjarðarkaupstaður óskar að ráða Æsku- lýðs- og íþróttafulltrúa til starfa. Umsóknarfrestur til 15. apríl n.k. Nánari upplýsingar veitir undirritaður. ísafirði, 1. mars 1978. Bæjarstjórinn á ísafiröi.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.