Vestfirska fréttablaðið - 15.03.1978, Blaðsíða 12

Vestfirska fréttablaðið - 15.03.1978, Blaðsíða 12
Fyrir sumarferðina eða fermingagjöfina: SVEFNPOKAR BAKPOKAR TJÖLD og TJALDDÝNUR ennþá til á fyrra árs verði BÓKAVERSLUN JÓNASAR TÓMASSONAR Sími3123 ísafirði ÍtJxH m Isafjarðarumboð i | Arni Sigurðsson |lti||| Miðtún 27 sími3100 UJ=±LI Feröamiöstöðin hf. Inndjúpinu lokað fyrirrækjuveiðum Sjávarútvegsráðuneytiö hefur að tillögu Hafrannsókn- arstofnunarinnar ákveðið lok- un svæðisins fyrir innan ög- urhólma og Æðey fyrir rækju- veiðum. Mun sú lokun eiga að gilda út vertfðina. Ástæðan fyrir þessari lokun mun vera sú.aðHaf- rannsóknarstofnunin telur að rækja, sem veiðist á þessu svæði sé of smá, og því sé ekki ráðlegt að veiða þar. Rækjusjómenn á ísafirði eru mjög óánægðir með þessa ákvörðun og telja alla skerðingu á núverandi veiðisvæði hættulega, þar sem hún leiði til þess að meira álag verði á þeim svæðum, sem opin eru, og verði það aftur til þess að smærri rækja veiðist þar. Hafaþeir mótmælt þessum svæðatakmörkunum harð- lega. ás. Kubbur hf. Afhenda 10 raðhús í apríl [ apríl n.k. mun Kubbur hf. afhenda kaupendum 10 rað- hús við Hafraholt á Fjarðar- svæði. Húsin eru 140 fm. að stærð með bílskúr. Sameigin- leg kyndistöð hefur verið reist fyrir öll húsin. Húsin, sem öll eru seld, verða afhent full- frágengin að utan með slétt- aðri lóð og kosta 6.975 millj. króna. Kubbur hf. hefur fengið úthlutað lóðum undir önn- ur 10 raðhús við Hafra- holt. Undirbúningsvinna við byggingu þeirra er þeg- ar hafin og eiga þau að vera tilbúin til afhending- ar 1. desember á þessu ári. Framhald á 11. síðu Raðhúsin við Hafraholt Gjöf í minningu Ragn- heiðar og Tómasar í Kjós Fyrir nokkru barst Sjálfsbjörgu, félagi fatl- aðra á Fsafirði, vegleg gjöf, 50.000 krónur, frá hjónun- um frú Kristínu Alexand- ersdóttur og hr. Ragnari Maríassyni i minningu um fósturforeldra Ragnars, þeirra Ragnheiðar Jóns- dóttur, Ijósmóður, og Tóm- asar Guðmundssonar, hreppstjóra, frá Kjós í Jök- ulfjörðum, en 18. október sl. voru 100 ár liðin frá fæðingu Ragnheiðar. Félagið þakkar þessa höfðinglegu gjöf og óskar gefendum og öðrum sem stutt hafa félagið guðs blessunar. Jón Oddsson íslandsmeistari í lang- stökki, annar í hástökki Um þessa ágætu frammistöðu Jóns segir svo í frétt í Morgunblaðinu 7. mars sl.: Vestfirðingurinn vinsælastur „Á meistaramóti fslands í vakti mesta athygli Vest- frjálsíþróttum innanhúss, firðingurinn Jón Oddsson. sem háð var fyrir viku, Framhaidáii.*(ðu © POLLIIMN HF Isafirði Sírrn 3792 ÞIÐ FÁIÐ fermingar gjöfina HJÁOKKUR Sendum í póstkröfu Bygging fjölbýlishúss vel á undan áætlun í maí 1977 hófu Eiríkur og Einar Valur sf. smíði fjöfbýlis- húss við Stórholt á Fjarðar- svæði. f húsinu eru sjö íbúðir þriggja og fjögurra herbergja. Áformað var að afhenda íbúð- irnar tilbúnar undir tréverk og málningu í júlí á þessu ári. Smíði hússins hefur gengið mjög vel, og eru þeir Eiríkur og Einar Val- ur langt á undan áætlun með hana. Þeir hafa nú þegar afhent kaupendum fimm íbúðir og munu af- henda tvær þær síðustu nú næstu daga. Eiríkur og Einar Valur sf. hafa þegar hafið byggingu annars fjölbýlishúss við Framhaldá 11. síðu Fjölbýlishús Eiríks og Einars sf.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.