Vestfirska fréttablaðið - 26.04.1978, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 26.04.1978, Blaðsíða 6
Tekjur ísafjarðarkaupstaðar munu verða 632 milij. króna á þessu ári, samkvæmt rekstraráætlun, sem samþykkt var á fundi bæjarstjórn- ar hinn 30. mars sl. Að sjálfsögðu eru útsvör, aðstöðugjöld og fasteignagjöld stærstu tekjuliðir bæjarfélagsins og nema samtals 524 millj. króna, eða sem svarar nálega 160 þús. króna á hvern íbúa bæjarins. Af öðrum tekjuliðum má nefna framlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga kr. 66 millj. og gatnagerðargjöld kr. 40 millj. Helstu liðir reksturskostnaðar á árinu verða gatna og holræsagerð rúmar 160 millj. króna, til félagsmála tæpar 80 millj., til fræðslumála 65,8 millj., stjórnun kaupstaðarins 56,1 millj. og til lista, íþrótta og útiveru tæpar 45 millj. króna. Aðrir verulegir kostnaðar- liðir eru vextir og kostnaður við lántökur kr. 25 millj., til heilbrigðismála 24,5 millj., og til eldvarna 15,2 millj.Þá mun kostnaður vegna fast- eigna bæjarsjóðs nema 13 milljónum króna. Rekstraráætlunin gerir ráð fyrir að 139 millj. króna færist yfir á eignabreytinga- lið áætlunarinnar og renni ásamt ríkisframlögum, 163,5 millj. króna, fyrirhug- uðum lántökum 136 millj. króna og framlagi Elliheim- ilissjóðs 25 milljónum króna til framkvæmda, sem kaup- staðurinn, ríkið og önnur sveitarfélög standa að á ísa- firði. Ekki fer hjá því við yfir- lestur áætlunarinnar að manni virðist nokkurrar spennu gæta, enda kosning- ar í aðsigi. Alls er ætlað til framkvæmda fyrir utan gatna og holræsagerð að taka lán að upphæð 136 milljónir króna. Gott er um það, að nú virðist eiga að taka hraustlega til hendi við ýmis verk, sem annað hvort hafa alveg setið á hak- anum, eða lítið hefur miðað áfram. Guðmundur H. Ingólfs- son, forseti bæjarstjórnar hefur fallist á að svara spurningum Vestfirska fréttablaðsins og skýra nán- ar fyrirætlanir um ýmsar þær framkvæmdir, sem fé verður veitt til á árinu. Guðmundur, er þetta dæmi- gerð kosningaárs fjárhags- og framkvæmdaáætlun, sem ekki verður unnið eftir nema að nokkru leyti, eða telur þú að bæjarsjóður hafi fjár- hagslegt bolmagn til þess að standa undir kostnaði við hana? Nei, hér er ekki um neina kosningaársáætlun að ræða. Þetta er raunhæf áætlun, sem sýnir hagsæld fbúa kaupstað- arins. Það góðæri, sem hér ríkir, hlýtur að koma fram i athöfnum bæjarfélagsins, sem og einstaklinga og félaga. Nú er hér um að ræða stórar fjárhæðir, sem vinna á fyrir Guðmundur og ekki er björninn unninn með því að útvega fé, þótt það sé frum- skilyrði. Hvernig hyggist þið tryggja sem besta nýtingu þess fjármagns, sem bæjar stjórn ætlar til hinna ýmsu verka sem á að vinna? í höfuðatriðum verður unnið að þessu á þrennan hátt. Ibúðir aldraðra, dvalarheimili, leiguí- búðir og slökkvistöð. Öll þessi verk verða boðin út. Einnig verður boðin út vinna við hús fyrir búningsklefa og vinna við fþróttasvæðið á Torfnesi. Tm- ist er verið að Ijúka vinnu við útboðin eða að þau liggja fyrir. Sjúkrahús og heilsugæslustöð eru verk sem eru unnin á veg- um Innkaupastofnunar ríkisins og þegar í fullum gangi. Úm aðrar framkvæmdir hef- ur verið gerð tímasett verká- ætlun og verða þau unnin af starfsmönnum tæknideildar og áhaldahúss. Gatna og holræsagerð er hæsti liðurinn á rekstrará- ætlun og fé til framkvæmda þar ætlað 160 millj. króna rúmar. Geturðu í stórum dráttum skýrt lesendum frá því hvernig ætlunin er að verja því fé? Til nýlagna gatna og hol- ræsa á að verja 42 miilj. króna, en til að leggja bundið slitlag á eldri götur verða notaðar 41 millj. króna. Reiknað er með því að bæjarsjóður komi sér upp í sumar eigin olíumalar- blöndunarstöð, sem verði í notkun þar til lokið verður að fullu lagningu bundins slitlags allra gatna f kaupstaðnum. í sumar verður dælt upp 6-8 þús. rúmmetrum af efni úr sjó til olíumalarframleiðslu og til efnissölu til annarra aðila. Það verður verk þeirrar bæjar- stjórnar, sem kjörin verður i maí að ákveða hverjar götur nú verða lagðar bundnu slitlagi, en áformað er að leggja á 2,5 km. í sumar. Á tekjuhlið eignabreytinga sé ég að bæjarsjóður ætlar að taka lán til framkvæmda upphæð kr. 136 millj.. Hvar fást slík lán, og eru þau sér- staklega ætluð til ákveðinna nota? Þessi lán eru þegar fengin að verulegu leyti. Fengið er lán frá Húsnæðismálastofnun rík- isins að upphæð 83 millj. króna og verður því varið til byggingar dvalarheimilis ald- raðra. Fyrirliggjandi er loforð um 20. millj. króna lán frá Landsbanka íslands og gert er ráð fyrir að það renni til greiðslu vegna eignaupptöku M. Bernharðsson hf. og Niður- suðuverksmiðjunnar hf. Bruna- bótafélag fslands hefur heitið okkur 15 millj., króna láni, sem tekið er vegna viðbyggingar við skökkvistöðina. Það sem enn er ótalið eru ýmsar lántökur, sem reiknað er með. Fimmtíu milljónir króna til landa og húsakaupa vegna skipulags. Hvað er á döfinni þar? Fer ekki brátt að linna þeim gífurlegu útgjöldum, sem undanfarin ár og nú á þessu ári eru tilkomin vegna skipulags kaupstaðarins? Langmestur hluti þessarar upphæðar rennur til kaupa á eignum Niðursuðuverksmiðj- unnar hf. á Torfnesi og eigna M. Bernharðsson hf. skipa- smíðastöð, til rýmingar lóðar vegna bygginga Menntaskól- ans. Rammasamningar liggja nú fyrir við þessa aðila, og eignamat hefur farið fram og er fyrir hendi. Raunhæf áætlun sem sýnir hagsæld íbúanna — segir Guömundur H. Ingólfsson forseti bæjarstjórnar MALLÓ! Senaum í póstkröfu um land allt Vandað \ íslenskt sófasett N,0<?%Nv á ótrúlega lágu verði Húsgagnadeild Staðgreiðsluverð aðeins \ kr. 222.300 /A A A A A A Jón Loftsson hf. Simi 10600 Hringbraut 121 Þess er að vænta að út- gjöldum vegna skipulagsvinnu fari brátt að linna. Þó er gert ráð fyrir þvf á árinu og til þess varið 4 millj. króna samkvæmt fjárhagsáætlun, að aðalskipu- lagi Ijúki með útgáfu skipu- lagsins, en greinargerð með því liggur nú fyrir í handriti og mun væntanlega verða gefin út síðla sumars. Því er við að bæta hér, að uppbygging tæknideildar bæjarins miðar meðal annars að þvi, að hún verði þess umkomin að taka á sig þá skipulagsvinnu, sem sí- fellt þarf að vinna. Nýtt íþróttahús verður tæpast reist fyrir 5 millj. króna Guð- mundur. Hvað hyggist þið gera fyrir þetta fé? Það segir sig sjálft að nýtt íþróttahús verður ekki byggt fyrir þessa upphæð, enda skýrt tekið fram að hér er um stofn- framlag að ræða. Reiknað er með að stofnframlag þetta renni til hönnunar og undir- byggingar hússins. En verði framlag ríkissjóðs aukið þann- ig að um verulega upphæð verði að ræða, verður framlag bæjarsjóðs að sjálfsögðu auk- ið þar á móti. Það sem hér er átt við er það að stefnumótun bæjarstjórnar er gerð með þessu framlagi og þessari til- lögu, sem samþykkt var sam- hliða. „Að undangengnum umræð- um um byggingu nýs íþrótta húss á Isafirði, samþykkir bæj- arstjórn fsafjarðar að fela bæj- arráði og bæjarstjóra, í sam- vinnu við byggingarnefnd

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.