Vestfirska fréttablaðið - 26.04.1978, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 26.04.1978, Blaðsíða 7
7 menntaskóla á fsafirði, að taka upp viðræður við menntamála- ráðherra og ráðuneyti hans um á hvern hátt bæjarsjóður og byggingadeild menntamála- ráðuneytisins geti tekið upp samvinnu við byggingu nýs í- þróttahúss á Torfnesi, sam- kvæmt byggingaáætlun menntaskólans á Isatirði, með það að markmiði að smíði hússins verði lokið sem fyrst“. Tillagan var samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum í bæjar- stjórn. Þessar viðræður hafa þegar farið fram og ég vænti þess að það verði framhaid á þeim, þegar ráðuneytið hefur kynnt sér málið til fulls, en viðbrögð ráðherra og ráðuneytis voru mjög jákvæð. Ég tel að ekki þurfi að óttast að í þessu máli verði slakað á klónni. Að vísu getur allt gerst nú. Nýjir menn koma í bæjarstjórn og ef til vill í ráðuneytið líka, en ég tel að við eigum að vinna með ríkis- sjóði að byggingu nýs íþrótta- húss og ég kem til með að halda þessu máli vakandi. Til íþróttasvæðis á Torfnesi gerir fjárhagsáætlunin ráð fyrir að leggja 20 millj. krón- ur. (fyrra, ef ég man rétt, var áætlað aö nota 10 millj. krónur til framkvæmda við FLUGFÉLA GIO ERNIR P ISAFIROI Suðureyri alla virka daga VIÐ VILJUM MINNA Á OKKAR REGLUBUNDNU FLUGFERÐIR MEÐ FARÞEGA OG PÓST ÁTTA SINNUM í VIKU UM VESTFIRÐI ÞINGEYRI — BÍLDUDALUR — PATREKSFJÖRÐUR ÞRIÐJUDAGA — MIÐVIKUDAGA — FIMMTUDAGA Útgeröarmenn — Atvinnurekendur — Feröafólk SPARIÐ TÍMA - FLJÚGIÐ Alhliða flugþjónusta hvert á land sem er sama svæði. Hvað var gert þá, og hvað verður gert nú, Guðmundur? I fyrra var á áætlun 10 millj. króna til þessa verkefnis. Að vísu var nokkurt verk unnið þá við íþróttasvæðið og tel ég að þar hafi verið unnið fyrir um það bil 3 millj. króna. Það er önnur ríkisframlög hækka niðurstöðutölur eignabreyt- inga á reikningum bæjarins um um það bil 30%. Þessu er ekki hægt að svara í stuttu máli. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt er sett svona upp í áætlun. Hinsvegar er Sjúkrahús og heilsugæslustöð — Fokhelt f sumar. ekki fært á eignabreytinga- reikning, heldur sem viðhald, og þannig til rekstursútgjalda. Allir bæjarfulltrúar hafa nú lýst því yfir að við svo búið megi ekki standa. Þessvegna er það vilji bæjarfulltrúa að skipuleg- um vinnubrögðum verði nú beitt við uppbyggingu svæðis- ins á Torfnesi, þannig að eftir tiltölulega fá ár verði svæðlð komið í það horf, sem áætlað var f upphafi. Þær 20 millj. króna, sem verja á til þess nú verða örugglega fullnýttar á þessu sumri. Húsbyggingin, vegna búningsklefa, verður eins og áður sagði boðin út, en að öðru leyti munu tæknideild- armenn og starfsmenn áhalda- húss bæjarins leysa vinnuna af hendi. Hversvegna er f gjaldaliö eignabreytinga talið að (sa- fjarðarkaupstaður leggi fram til byggingar sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar 170 millj. króna, þegar í tekjulið getur um framlag ríkisins beint til þeirrar byggingar 150 millj. króna? Þetta og þetta gert í mörgum sveitarfé- lögum, þannig að rauntölur kostnaðar f sameiginleigum verkefnum ríkis og sveitarfé- laga eru teknar inn á eigna- breytingareikninga viðkomandi sveitarfélags. Ég get hinsvegar fallist á að gagnrýni sú, sem fram hefur komið vegna þess- arar nýbreytni á nokkurn rétt á sér við þessa áætlunargerð, vegna þess, að ekki er að fullu talinn heildarframkvæmda- kostnaður né framlög frá öðr- um sveitarfélögum sem aðild eiga að þessu sameiginlega verkefni. Hvaða framkvæmdir eru það, sem ætlunin er að ráðast í vegna Tónlistarskóla ísa- fjarðar? Þær eru nú ekki stórar sam- kvæmt áætluninni, en til þeirra er varið 5 millj. króna. Tónlist- arskólinn býr nú við mjög erfið- ar aðstæður. Kennsla í skólan- um fer t.d. fram á níu stöðum í bænum. Bæjarstjórn vill styðja að þessu skólahaldi og höfum við rætt við fulltrúa Tónlistarfé- lags (safjarðar um það á hvern hátt væri hægt að leysa þetta vandamál skólans að einhverju eða öllu leyti. Ýmsar hugmynd- ir eru í athugun, en á þessu stigi er of snemmt að segja frá þeim. Aðalmálið nú er að tekin hefur verið upp samvinna milli Tónlistarfélagsins og bæjaryf- irvalda um að leita lausnar á þessu og ég er viss um að hún finnst. Við höfum nú tekið út ýmsa liði. sem fé er ætlað til á fjárhagsáætlun ársins Guð- mundur og gert þeim nokkur skil, en enn er ógetið mjög mikilvægra atriða. Gætirðu skýrt lesendum í stuttu máli frá því, hvaö gerast mun á þessu ári í byggingum dvalarheimilis aldraða og sjúkrahúss og heilsugæslu- stöðvar? Um þessi stórverkefni gildir hið sama. Þar er stefnt að því, og ákveðið er, að Ijúka við uppsteypu þessara bygginga og að gera þær fokheldar fyrir árslok. Dagvistunarheimili fyrir börn og leikvellir, Guðmundur, hvað gerist þar? Ráðgert er, og á lokastigi undirbúningur byggingar nýs dagheimilis við Eyrargötu. Um leikvelli er það að segja að til þeirra er ekki ætlað annað fjár- magn, en það sem þarf til við- halds og eðlilegrar endurnýj- unar. Þó er gert ráð fyrir því að færa núverandi leikvöll við Eyr- argötu, en hann stendur á lóð nýja dagheimilisins og kostar það það að sjálfsögðu sitt. Leiguíbúðir. Húsnæðisskort- urinn er geigvænlegur. Hve margar íbúðir verða byggðar samkvæmt lögunum um byggingu leiguíbúða? Mun bæjarsjóður beita sér fyrir byggingu annarra íbúða til leigu eða sölu á þessu ári? Leiguíbúðir verða væntan- lega boðnar út 11 að tölu á þessu ári. Þar af er gert ráð fyrir að sjö verði til sölu, en fjórar verði leigðar. Uppgjör og sala stendur nú yfir á 12 leiguí- búðum í Fjarðarstræti 6,'en Tsa- fjörður hefur fengið samtals 23 íbúðir nú af þeim sextíu ogtjór- um, sem okkur voru ætlaðar í upphafi á áætlun húsnæðis- málastofnunarinnar um bygg- ingu 1000 leiguíbúða á landinu öllu. Um byggingu verka- mannabústaða er það að segja að lokauppgjör vegna bygging- ar 20 íbúða í Fjarðarstræti 2 og 4 er nú að Ijúka. Um framhald á byggingu leiguíbúða og verka- mannabústaða mun bæjar- stjórn Hta ákvörðun en hún hef- ur lagt fyrir byggingarnefndirn- ar að skila sjálfstæðum grein- argerðum um kostnað bæjar- sjóðs við byggingu slíkra í- búða. Gömlu húsin í Neðsta, Guð- mundur, Sundhöll og á- haldahús. Hvað geturðu sagt okkur um þetta? Um friðuðu húsin er það að segja að í vetur var sett á lagg- irnar nefnd, sem ætlað er að sjá um þennan þátt, sem við- kemur menningarsögu bæjar- ins. Á áætlun þessa árs er að fara beint að óskum nefndar- innar um uppbyggingu hús- anna og verður varið til þess 7 millj. króna úr bæjarsjóði. Sú fjárhæð, sem varið verður til áhaldahúss er fyrst og fremst hönnunarframlag, vegna þess að núverandi áhaldahús bæj- arins verður að víkja fyrir bygg- ingu nýs íþróttahúss. Við Sundhöllina er gert ráð fyrir endurbyggingu baða og bún- ingsklefa bæði fyrir Sundhöll og íþróttahús. Jafnframt er gert ráð fyrir fyrsta stigi kostnaðar við viðbyggingu við Sundhöll- ina. Áformað er að byggt verði fyrir setlaug og gufubað norð- an við húsið, en sólverönd verði byggð yfir götuna og yfir á skemmtigarðinn við vestur- enda hússins. Guðmundur hvernig hefur bæjarstjórn gengið á undan- förnum árum að láta fjár- hagsáætlanir sínar standast? Undanfarin ár hefur þetta tekisl nokkuð vel. Þetta hefur breyst mikið til hins betra síð- ustu ár. Við höfum reynt að vinna þannig að áætlanir stæðust og það hefur nokkurn- veginn tekist. í þessu efni vil ég vfsa til skýringa og saman- burðaskýrslna bæjarritara, sem fylgdu áætluninni. Að lokum Guðmundur, ert þú ánægður með þessa fjár- hagsáætlun í heild sinni? Já ég er það. Ég tel að nú- verandi bæjarstjórn skili til nýrrar bæjarstjórnar raunhæfri áætlun, sem byggð er á traust- um fjárhagslegum grunni, sem við höfum unnið við að treysta á undanförnum árum. Jú, ég er ánægður með árangurinn af starfi bæjarstjórnar og lýsir það sér best í áætluninni. Westinghouse Þurrhreinsivél Til sölu Vélin er lítið notuð og í góðu lagi. Tmsir aukahlutir fylgja, svo sem fatahengi, vigt, borð og fleira Upplýsingar gefur Svanhvít í síma 6187

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.