Vestfirska fréttablaðið - 26.04.1978, Blaðsíða 11

Vestfirska fréttablaðið - 26.04.1978, Blaðsíða 11
11 O - Hótel og verktaka, vegna þess, sem þegar er unnið. Fyrir fundinum lágu til- lögur um breytta teikningu hótelsins og vinnuáætlun vegna bygglngar þess og voru þær samþykktar. ás. O - Óháð 8. Lára G. Oddsdóttir, Sundstræti 24 9. Magnús Kristjánsson, Skipagötu 10 Vestfirska fréttablaðið fagnar því að þessi listi skuli hafa komið fram og telur, eins og áður, að æski- legt að fá tilstarfaí sveitar- stjórnum, menn, sem eru óbundnir hefðum sam- tryggingar og flokkadrátta og umhugsun um eigin pólitískan frama innan stjórnmálaflokkanna. ás. o - Stórgjaffir Hálfdán Hálfdánarson keypti Norðurtangaeign- ina árið 1924 af fslands- banka og byggði hann þar hraðfrystihús arið 1942. Sem kunnugt er er Hraðfrystihúsið Norður- tangi nf. nú eitt af öflug- ustu og best búnu frysti- húsum landsins og hefur hjá því fyrirtæki ávallt ríkt stórhugur og fram- kvæmdavilji. Fyrirtækið hefur á liðnum árum oft stutt myndarlega menn- ingar og líknarstarfsemi hér í bænum. ás. 0-1. sumar- dagur Kvenfélagið Hlíf sá um dagskrá nennar. Kvenfé- lagskonurnar sáu einnig um kaffisölu í kjallara Al- þýðuhússins á meðan skemmtunin stóð og á eft- ir. Að lokinni skemmtun- inni fóru Hlífarkonur og dvergarnir, sem höfðu að- stoðað þær við skemmtun- ina, í leiki með börnunum í skemmtigarðinum við Austurveg í veðurblíðunni. O - RusliÖ Ekki ríkisstjórnin. Það erum við sjálf, þú og ég, sem höfum sankað að okkur allskonar drasli í þeim mæli, að aðkomumenn hafa þurft að spyrja „Af hverju er (safjörður svona óþrlfalegur bær?“ Hver þekklr ekkl allt aflóga dótlð úr bilskúrnum, sem börnin hafa borlð út á lóðina, og þaðan út á götuna og opin svæði í grendlnnl? Hver þekkir ekkl niðurrifnar viðjarþlljur, veggfóðursrif- rildl, teppa og gólfdúka- ræskni og flelra, sem látið var út fyrir dyrnar, síðast þegar húsið var„tekið í gegn” fyrir jól, páska eða fermingu? Ef okkur þykir vænt um það, þá höldum því, en ef við viljum þrifalegt umhverfi, þá söfnum öllu okkar rusli sam- an og látum fjarlægja það á mánudaginn undir kjörorðinu „Takmarkið er: Hreinn bær“. ás. O - Kvikmynda búið og ætlun þeirra er að fá fólk hér til aðstoðar við gerð myndarinnar. Enn er oráðið hver fer með hlut- verk unga mannsins í henni, en það er eina hlut- verkið, sem er leikið í kvik- myndinni. Sigurður hefur í hyggju að taka hér tvær aðrar kvikmyndir á næstunni. Önnur þeirra mun fjalla um rækjuveiðar í ísafjarð- ardjúpi, en hin verður tek- in eftir handriti Jökuls Jakobssonar, er hann skrifaði hér á síðasta án. Er það leikin kvikmynd, sem gerist að mestu á ísa- firði, en einnig í veiðiferð með skuttogara og víðar. Um efni myndanna vildi Sigurður lítið segja, en sagði þó að handrit Jökuls væri mjög gott og gæfi möguleika á gerð góðrar myndar. Fimmtán íslendingar stunda nú háskólanám í Múnchen en fjórir þeirra eru ísfirðingar. Það eru þau Sigurður, sem stundar nám í kvikmyndagerð, Hólmfríður Sigurðardóttir, sem nemur píanóleik, Jónas Tómasson, leggur stund á tónlistarfræði og Sigríður Ragnarsdóttir, sem nemur klassísk fræði. ás. O ■ Flugffélagið Ernir Hörður Guðmundsson. framkvæmdastjóri, sagði í viðtali við blaðið að veru- leg aukning hefði orðið á farþegaflutningum félags- ins á síðasta ári. Ekki eru fyrir hendi nákvæmar töl- ur um aukningu, en hann taldi að um væri að ræða a.m.k. 35% aukningu. Þá hefur sjúkraflug farið mjög í vöxt og þýðing þess fyrir öryggi Vestfirðinga orðið æ ljósari með árunum. Árið 1976 flugu vélar félagsins 50 ferðir með sjúklinga, en á árinu 1977 urðu sjúkra- flugferðir vélanna 81, eða 62% aukning. Leiguflug fé- lagsins hefur einnig stöð- ugt farið vaxandi. Við til- komu stærri vélarinnar hefur aðstaða batnað til þess að mæta þeirri aukn- ingu og er mikill áhugi fyrir því hjá forráðamönn- um Flugfél. Ernir að auka þann þátt þjónustunnar. Félagið hefur nú í athugun möguleika á því að fá til viðbótar í stað Helio Cour- ier vélarinnar aðra 10 sæta flugvél. Myndi þá sæta- framboð aukast úr 14 sæt- um í 18. Nú hefur blaðið fregnað að Flugfélag fslands hygg- ist nota minni flugvélar til áætlunarflugs á Þingeyri til tveggja af þremur ferð- um vikulega í sumar. Flug- félag íslands hefur ekki á að skipa í flugflota sínum minni vélar en Fokker Friendship, sem yrðu alls ekki fullnýttar í slíkum ferðum. Vænta má þess og verður að teljast eðlilegt, að F.í. leiti samninga við vestfirska flugfélagið um þessa flutninga, en leiti ekki út fyrir fjórðunginn, því ljóst er að það verður að leigja vélar til þessara ferða. I viðtali, sem Vest- Firska fréttablaðið átti fyrir tveimur vikum við Reyni Adólfsson umdæmisstjóra Flugfélags íslands á Vesj- fjörðum, lýsti hann vilja félagsins til að ræða allar þær leiðir, sem til greina gætu komið til þess að bæta samgöngur Vestfirð- inga. Sýnist blaðinu að hér sé einmitt um að ræða slíkt tækifæri, þar sem aukin starfsemi Flugfél. Ernir hlýtur að leiða til bættra samgangna fyrir Vestfirð- inga. Hörður Guðmundsson, framkvæmdastjóri sagði í spjalli sínu við blaðið, að þar sem forráðamenn F.f. hefðu iðulega lýst vilja sín- um til samstarfs um að bæta samgöngur innan fjórðungsins og við aðra landshluta, sýndist sem hér væri um að ræða kjörið tækifæri til að sýna þann vilja í verki. Það hefur færst mjög í vöxt á undanförnum ár- um, að minni flugvélar hafa verið nýttar til flutn- inga frá hinum stærri flug- völlum til minni byggða- kjarna. Frá upphafi olíu- kreppunnar hefur aukning slíkrar starfsemi orðið mesta aukning í farþega- flutningum í heiminum. Eins og háttar til hér á Vestfjörðum verður að telja mjög eðlilegt að þró- un mála verði þessu lík. ás. Aðalfundur íþrótta- og málfundafélagið ARMANN, Skutulsfirði heldur aðalfund sinn í barnaskólanum í Firðinum annað kvöld, fimmtudag 27. apríl kl. 9,00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. STJÓRNIN ÞAKRENNUR ÞAKRENNUBÖND NIÐURFALLS OG LOFTPÍPUR vr t_r j / HNÉ KJÖLJÁRN ÝMISKONAR ÞAKVENTLAR ÞAKGLUGGAR SORPRÖR BACCO útloftunarventlar Loftbarkar, 4 og 6 tommu ÞÉTTIEFNI Polyroof svart Trenco glært Blikksmiðja Erlendar (safirði, símar: 4091 og 4191 fasteignii Stekkjargata 4, lítið einbýl- ishús á tveim hæðum, 3 herb. og eldhús. Laust til afnota í júlí ágúst. Hrannargata 8b, 2. herb, 50 ferm. íbúð í þokkalegu standi. Eignarlóð. Sólgata 5, neðri hæð 3. herb. 64 ferm. íbúð í all- sæmilegu standi. Með- fylgjandi hálfur kjallari. Sér kynding. Laus til afnota um miðjan júní nk. Smiðjagata 1 A, lítil 2 herb. íbúð í ágætu standi. Hent- ug fyrireinstakling. Hlíðarvegur 7, 3 herb. 70 ferm. íbúð í fjölbylishúsi. Laus til afnota 1. júní n.k. Túngata 5, suðurendi 4 herb. á tveim hæðum með rúmgóðum kjallara og ris- lofti. Möguleiki á bíl- geymslu á lóð. Laus til af- nota strax. Bílgeymsla við Fjarðar- stræti, 44 ferm. að stærð. Laus til afnota með mjög skömmum fyrirvara. Seljalandsvegur 72, neðri hæð, 2. herb. íbúð í tvíbýl- ishúsi. Snyrtileg fbúð með góðum garði. Laus til af- nota í september. Urðarvegur 13, 3 herb. 60 ferm. einbýlishús í góðu standi. Kjallari undir hálfu húsinu. Tryggvi Guðmundsson, LÖGFRÆÐINGUR Silfurtorgi 1, sími 3940 og 3702 (safirði Raf hf. Bílabúö HÖFUM HLJÓÐKÚTA í EFTIRTALDA BÍLA CHEVROLET CITROEN DS 20 DATSUN FIAT FORD CORTINA FORDTAUNUS 17 og 20 M FORDBRONCO LADA LAND—ROVER MAZDA MOSKWITCH OPEL RANGE—ROVER SAAB 96 og 99 TOYOTA 3 gerðir VOLGA VOLKSWAGEN V0LV0144 WILLYS Rafhf. Ísafirðí sími 3279

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.