Vestfirska fréttablaðið - 11.10.1978, Side 11

Vestfirska fréttablaðið - 11.10.1978, Side 11
11 Eftir helgina kemur út hjá Bókás h.f. á ísafirði skáldsagan Víkursamfélag- ið eftir Guðlaug Arason. Víkursamfélagið hlaut fyrstu verðlaun í skáld- sagnarkeppni, sem Bókás h.f. efndi til haustið 1977. í úrskurði dómnefndar sagði m. a. að þetta væri fyrsta bókin, sem skrifuð væri um baráttu sjómanna við kaupfélagsvaldið. Höfundur bókarinnar var staddur hér fyrir skömmu og las hann þá upp í skólum bæjarins úr bók sinni Eldhúsmellur. Sú bók kom nú nýverið út hjá Mál og Menningu. Eldhúsmellur hlaut verð- laun í skáldsagnakeppni sem Mál og Menning efndi til í tilefni af fertugs- afmæli sínu á síðasta ári. Víkursamfélagið kemur út eftir helgi Höfundur í Prentsmiðjunni Guðlaugur var á síld í Norðursjó á Lofti, þegar hann skrifaði sína fyrstu bók Laugardaginn 7. októb- er voru haldnir Afmælis- tónleikar í Alþýðuhúsinu á ísafírði. Tilefni tónleik- anna var áttræðisafmæli Ragnars H. Ragnars skóla- stjóra Tónlistarskóla ísa- fjarðar. Á tónleikunum voru, að ósk Ragnars, ein- göngu leikin verk eftir is- lenska höfunda. Höfundar verkanna voru, Jón Nord- al, Leifur Þórarinsson, Jón Þórarinsson, Þorkell Sig- urbjörnsson, Atli Heimir Sveinsson, Jakob Hall- Ragnar ásamt þeim sex tónskáldum sem voru viðstödd tónleikana. Afmælistónleikar, Ragnar H. Ragnar áttræður Verk eftir íslensk tónskáld grímsson, Sigurður Egill Garðarsson, Jónas Tómas- son yngri, og Hjálmar H. Ragnarsson. Sex þessara — tónskálda voru viðstaddir tónleikana. Þeir aðilar, sem gengust fyrir tónleikunum voru Tónskáldafélag fslands, Félag fslenskra hljómlist- armanna, Sinfóníuhljóm- sveit íslands, Ríkisútvarpið og ísafjarðarkaupstaður. Flytjendum og höfundum var vel tekið og aðsókn að tónleikunum var mjög góð. Fasteignir TIL SÖLU Við Traðarland Bolungarvík, grunnur að einbýlishúsi ásamt steypt- um húseiningum. Húsið er 145 ferm. auk bílgeymslu. Engjavegur 25, neðri hæð, 82 ferm. 3 herb. íbúð í tví- býlishúsi. íbúðin er snyrti- leg og í góðu standi. Getur losnað fljótlega. Þjóðólfsvegur 16, Bolung- arvík, lítil einstaklingsíbúð á jarðhæð í góðu standi. Laus til afnota fljótlega. Jörðin Hringsdalur í Arnar- firði ásamt ibúðarhúsi. Fall- egur og kyrrlátur staður. Möguleiki á fiskirækt. Tún innan Karlsár í eigu Elíasar Kærnested ásamt sumarbústað. M.b. Leó ÍS-577, 1'/2 tonns trilla í góðu standi. Góður hrognkelsabátur. Laus strax. M.b. Geirólfur ÍS-318, 8,2 tonna vélbátur í sjófæru standi. Meðfylgjandi 4 færavindur, dekkspil, 2 tal- stöðvar, dýptarmælir, rad- ar. Afhendist strax. Strandgata 5, efri hæð, 125 ferm. 6 herb. íbúð í múr- húöuðu timburhúsi. Laust til afnota strax. Tryggvi Guðmundsson, LÖGFRÆÐINGUR Hafnarstræti 1, sími 3940 fsafirði Raf hf. Bílabúð Vorum að fá Snjókeðjur, Króka Þverbönd • Vinnuljós fyrir ýtur og gröfur TRUSH hljóðkútar ásamt mörgu fleiru. Raf hf. ísafirði sími 3279

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.