Vestfirska fréttablaðið - 06.12.1978, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 06.12.1978, Blaðsíða 2
2 Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson Blaðamaður: Kristján Jóhannsson. Prentun: Prentstofan ísrún hf., Ísafirði Rækjuveiöar hafa um árabil veriö ein af meginstoðum atvinnulífs í byggðum hér viö ísafjarðardjúp. Á undanförnum árum hafa 40 - 50 bátar stundað þessar veiðar yfir vetrartímann og hefur vinnsla rækjunnar veitt mörgum atvinnu og sér- staklega kvenfólki. Nú á þessu hausti ber svo vió að rækjuveiðar í ísafjarð- ardjúpi eru ekki leyfðar og hefur það þau áhrif að 90 rækjusjómenn verða að leita sér vinnu annars staðar, ellegar að vera atvinnulausir. Þetta hefur einnig þau áhrif að þær fjöldamörgu húsmæður, sem hafa drýgt tekjur heimilisins með því að vinna í rækju yfir vetrarmánuðina, fá nú ekki vinnu við það. Eins og flestum mun kunnugt hafa rækjuveiðarnar ekki verið leyfðar vegna mikillar seiðagengdar í Djúpinu. Talið er nauðsynlegt, og efar enginn að það sé Þegar haustvertíð bregst rétt, að vernda bolfiskseiði. Það hefur aldrei talist góð pólitík að éta útsæðið. Þau bolfiskseiði, sem nú eru í Djúpinu verða væntanlega eftir nokkur ár uppi- staðan í helstu nytjastofnun okkar. Rækjusjómenn eru sammála því að nauð- synlegt sé að vernda þetta fiskungviði, en þeir telja aftur á móti að það sé ekki þeirra hlutverk að bera allan þann til- kostnað sem af því leiðir. Þeir telja rétt- mætt að rækjusjómönnum sé bætt það tap, sem þeir verða fyrir vegna ráðstaf- ana, sem gerðar eru með hliðsjón af hag heildarinnar, en bitna þungt á fámennri stétt. Hvað sem öllu þessu líður, er augljóst að byggðarlögin við Djúp hafa orðið fyrir verulegum búsifjum á þessu hausti. Leyf- ilegt aflamagn af rækju úr Djúpinu hefur á undanförnum árum verið um 500 tonn. Á núgildandi verðlagi er þá um aflaverð- mæti upp á hálfan milljarð að ræða og útflutningsverðmæti eitthvað á annan milljarð króna. Fámenn byggðarlög við Djúp munar um minni upphæðir en þetta. Kr. Jóh. ,,Sá sem stelur fæti” Litli Leikklúbburinn á ísa- firði frumsýndi sl. sunnu- dagskvöld gamanleikinn „Sá sem stelur fæti verður hepp- inn í ástum“, eftir ítalska leik- skáldið Darío Fo. Þetta er einn af hinum margnotuðu miskilningsgamanleikjum, þar sem fitjað er upp með kátlegum atvikum og prjónað úr með endalausum misskiln- ingi, sem sprettur af hálf- sannleik og lygum, þegar per- sónur leiksins eru að reyna að snúa sig út úr hinum ýmsu vandræðum, sem hljótast af tiltækjum þeirra. „Ertu orðin að tré aftur" skilning að ræða í upphafi, sem síðan entist til vandr- æða allan leikinn og leyst- ist í endirinn. Atburðarásin í ,,Sá sem stelur fæti“ er allhröð, og líflegt er á sviðinu allan leikinn út í gegn. Það krefst hæfni leikaranna og góðrar kunáttu þeirra i hlutverkum sínum. Litli Leikklúbburinn hefur nú orðið á að skipa nokkrum hópi fólks, sem telja má að sé all sviðsvant. Nú sem endranær voru vanir leik- arar í sumum hlutverkum leiksins, en minna vanir í öðrum og enn öðrum ný- liðar. Ef litið er yfir leiksýning- una í heild, þá má segja, að vel hafi tekist, þótt nokkuð skorti á að leikend- um tækist að halda uppi þeim hraða, sem þarf, til þess að leikurinn njóti sín fyllilega. Hinn mikli orða- flaumur suður ítalskra per- sóna er áreiðanlega vand- meðfarinn á íslenska tungu og það að túlka fullkom- lega tilfinngahita þess fólks, sem býr suður í Napólí, það er áreiðanlega ekki á færi nema allra bestu leikara á voru landi. Þau Guðni Ásmundsson og Ásthildur Þórðardóttir fóru með hlutverk hjón- anna Mangelli. Þau eru sviðsvönust af því fólki, sem þarna kom fram og var það að vonum, að framsögn þeirra og sviðs- framkoma bar nokkuð af. Jökull Veigar Kjartansson lék Appollo Riberti leigu- bílstjóra, eitt lykilhlutverk- ið í leikritinu. Jökli tókst mjög vel upp á stundum, en nokkuð skorti á að framsögn hans og texta- meðferð væri nógu skýr og sannfærandi. Aðrir leikendur voru þau Hallfreð Engilberts- son, Halla Sigurðardóttir, Hulda Leifsdóttir, Vern- harður Guðnason og Sveinbjörn Björnsson. Leikstjóri var Guðrún Al- freðsdóttir. Þessi frumsýn- ing á ,,Sá sem stelur fæti verður heppinn í ástum“ var mjög vel sótt og í leiks- lok var leikendunt og leik- stjóra innilega fagnað af áhorfendum. Á.S. Frumsýning sl. sunnudagskvöld Þessi ítalski leikur er þróaðri heldur en hinir gömlu góðu danskættuðu gamanleikir, sem tröllriðið hafa leikhúsunum undan- farna áratugi, þannig, að í honum er allan tímann verið að koma upp nýjum misskilningi og leysa þann gamla jafnhraðan, en i gömlu sjónleikjunum var venjulega um einn mis-

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.