Vestfirska fréttablaðið - 06.12.1978, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 06.12.1978, Blaðsíða 6
6 Sigfús Valdimarsson: Salem sjómannastarfið Salem sjómannastarfið er unnið á Kristilegum grund- velli og algerlega í sjálfboða- vinnu. Drottinn hefir blessað það dásamlega, og ég er Guði þakklátur fyrir þann kraft og styrk, sem hann gef- ur mér til að inna þessa þjónustu af hendi, samfara fullum vinnudegi við al- menna verkamannavinnu. Það er mikil náð. En í hverju er þá þetta starf fólgið mun kannski ein- hver spyrja. Það er fyrst og fremst fólgið í því að kynna fagnaðarerindi Jesú Krists meðal sjómanna og aðstand- enda þeirra. Farið er um borð í skipin og útbýtt Guðs- orði, og blöðum, sem vitna um elsku og kærleika Guðs, sem „ elskaði svo heiminn að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki heldur hafi eilíft líf ‘ Jóh 3:16. Ávalt er manni vel tekið, og vitað er að mörgum hefir það orðið til blessunar, og fjölmarga vini hefir maður eignast meðal sjómannanna í gegnum árin. Vitjað er þeirra sjómanna, sem lagðir eru inn á sjúkra- hús hér svo oft sem hægt er og þeim lánað bækur og fleira, sem stytt getur þeim stundir. Einnig er oft greitt fyrir pósti sjómanna. Getur slíkt komið sér mjög vel. Jólapakkar eru gefnir til þeirra sjómanna, sem ekki eiga þess kost að vera heima hjá ástvinum sínum um jól- in. Fyrir síðustu jól voru gefnir um 200 pakkar til ís- lenskra sjómanna og til 11 erlendis. Auk þess voru send- ir pakkar til erlends fólks, sem fjarri öllum sínum vann hér víðsvegar á Vestfjörðum. Voru það alls 130 manns, og verður að líkindum ekki færra nú. Sigfús B. Valdimarsson Margir bæði einstaklingar og fyrirtæki finna hvöt hjá sér til að styrkja þetta á einn eða annan hátt. Vil ég þakka alla slíka hjálp, og bið Guð að launa það ríkulega. Mér finnst að hér sé tilvalið tæki- færi fyrir kvenfélög og saumakíúbba, að gera eins og margar kynsýstur þeirra ,í nágrannalöndum okkar gera í svo ríkum mæli. Snemma sumars byrja þær á að útbúa og senda jólapakka eða efni í þá, til sjómanna í fjarlægum höfnum, og koma þessu til sjómannaheimilanna eða annara er annast dreifingu á Fimm tilboð bárust FIMM TILBOÐ BARUST. Tilboð í bygginguna voru opnuð 23. október síðastliðinn og bárust fimm tilboð. Lægsta til- boðið var frá Kubb h.f. á Isafirði og er heildarupp- hæð þess 147,9 milljónir króna. Þeir aðilar auk Kubbs h.f. sem buðu í verkið voru, Ragnar Har- aldsson Grundarfirði, Sig- urður K. Eggertsson Bol- ungarvík, Jón Fr. Einars- son Bolungarvík og Ásfell s.f. Hafnarfirði. Kostnaðaráætlun Húsn- næðismálastofnunar ríkis- ins vegna þessa átta íbúða fjölbýlishúss var rúmlega 144,3 milljónir króna. HAFNA TILBOÐI 1 ÞRJÚ RAÐ- HÚS f HNÍFSDAL. Fyrr í haust var boðið út bygging þriggja raðhúsa í Hnífsdal á vegum fram- kvæmdanefndar um bygg- ingu leiguíbúða. Eins og áður hefur verið getið hér í blaðinu barst einungis eitt tilboð frá Kubbi h.f. á ísa- firði og var tilboðið mun hærra en kostnaðaráætlun. Framkvæmdanefnd um byggingu leiguíbúða ákvað á fundi sínum 10. október að hafna þessu tilboði, en bjóða jafnframt Kubbi h.f. til samningaviðræðna um verkið á grundvelli kostn- aðaráætlunar. NÝTT TILBOÐ KEMUR FRAM Á fundi Framkvæmda- nefndar um byggingu leiguíbúða 28. nóvember síðastliðinn var síðan lögð fram greinagerð Jóns B. Stefánssonar verkfræðings varðandi tilboð í raðhúsin við Garðaveg. Einnig kem- ur fram að Byggingafélag- ið Reynir hf. í Reykjavík hefur gert tilboð í bygg- ingu húsana og er tilboðs- upphæð fyrirtækisins tæp- lega 56 milljónir króna. Tilboð Kubbs h.f. hafði verið lækkað í 54,4 mill- jónir króna. Lögð var fram á fundinum endurskoðuð kostnaðaráætlun og hljóð- ar hún upp á 47,7 milljón- ir króna. ÁKVEÐIÐ AÐ GANGA TIL SAMNINGA VIÐ REYNIR H.F. Á bæjarstjórnarfundi 30. nóvember var samþykkt tillaga Framkvæmda- nefndar um byggingu leiguíbúða um að heimilt sé að ganga til samninga við Byggingafélagið Reyni hf. um smiði þessara þriggja íbúða við Garða- veg, samkvæmt fram- komnu tilboði fyrirtækis- ins. Gert er ráð fyrir að byggingatími verði frá 1. desember 1978 til 1. nó- vember 1979. Byggingafé- lagið Reynir h.f. hefur nú að undanförnu unnið að byggingu bensínstöðvar fyrir Olíufélögin, hér á ísa- firði. Hnifsdalur. Skilagrein um snjótroðara Skilagrein frá Snjótroð- aranefnd I.B.Í. vegna fjár- öflunar og kaupa á sjótroð- ara fyrir íþróttabandalag Isfirðinga, til starfrækslu á skíðsvæðinu á Seljalands- dal. Vegna dráttar á svari frá Fjármálaráðuneytinu við erindi nefndarinnar, um niðurfellingu eða lækkun aðflutningsgjalda af troð- aranum, hefur dregist að hægt væri að ganga frá uppgjöri vegna kaupanna. Nú þegar svar ráðuneyt- isins liggur fyrir og full- naðar uppgjör hefur farið fram, samanber ofanritað, vilja nefndarmenn koma á framfæri þakklæti til allra þeirra fjölmörgu er á ein- hvern hátt hafa orðið máli þessu til framdráttar. ísafirði, 28. nóv. 1978, Snjótroðaranefnd Í.B.Í. Snjótroðarinn. Fjárðflun: Safnað hjá bæjarbúum og fvrirtækjum kr. 2.454.650 Framlag Bæjarsjóðs ísafjarðar kr. 500.000 Hluti af láni frá Frkvst. ríkisins kr. 2.000.000 Framlag íþróttasj. ríkisins, lgr. kr. 30.000 Vaxtatekjur kr. 434.943 Samtal: 1 s kr. 5.419.593 Ráðstöfun: Innkaupaverð snjótroðara kr. 3.347.155 Flutningsgjald 142.138 Aðfl.gjöld; tollur kr. 521.555. sölusk. kr. 879.690 kr. 1.401.245 Ymis kostn. (skráning, trygg, o.fl.) kr. 29.055 Kostnaðarverð samtals kr. 4.919.593 Til byggingar troðarageymslu kr. 500.000 Samtal s kr. 5.419.593

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.