Vestfirska fréttablaðið - 06.12.1978, Blaðsíða 11

Vestfirska fréttablaðið - 06.12.1978, Blaðsíða 11
11 tsivtwMcwfó. Frá kvennadeild SVFÍ ísafirði Kvennadeild SVFI' á isafirði hefur starfað vel á þessu ári, sem nú er að líða. Konur á öllum aldri hafa sýnt þessum félagsskap mikinn áhuga og unnið fórnfúst starf. Félögum hefur stöðugt fjölgað og er það sannarlega ánægjuefni. Kvennadeildin heitir á bæjarbúa að leggja sinn skerf til slysavarna með því að taka góðan þátt í jólahappdrættinu að þessu sinni eins og undanfarin ár. Fréttatilkynning. Verkefni deildarinnar eru óþrjótandi störf að slysavarnamál u m. Kvennadeildin veitti ísa- fjarðardeild Rauðakross ís- lands framlag til kaupa á sjúkrabifreið. Keyptar voru 5 sjúkrabörur og ullar- teppi, sem afhent voru til varðveislu á ísafjarðarflug- velli, 3 sett spelkur fyrir skíðasvæðið á Seljalands- dal og áttavitar fyrir björg- unarsveit karladeildar- innar. Nú að undanförnu hafa konur unnið kappsamlega að undirbúningi hins ár- lega jólahappdrættis og verður sala hafin næstu daga. TIL SÖLU Peugeot station, 404 árgerð 1971. Upplýsingar í síma 7449 FISCHER SKÍÐI 78/79 Erum að taka upp FISCHER skíðin fyrir komandi vetur, margar nýjar gerðir: > J SVIGSKÍÐI: Super Competition Winner Motion Jolly Kinder GÖNGUSKIÐI: Racing SC og Racing PE Racing Cross Europa Glass Glass Junior Stærðir frá 90 cm til 200 cm. Verð frá ca. kr. 22.000 til 120.000. Stærðir frá 150 cm til 215 cm. ^5, Verð frá ca. kr. 24.000 til 68.000. % Bókaverslun Jónasar Tómassonar SPORTVÖRUDEILD UR - SKARTGRIPIR ÝMSAR GJAFAVÖRUR Hjá Axel Eiríkssyni finna menn margt, er þá vanhagar um. Glæsilegt úrval kven- og herraúra. Eigum alltaf míkið úrval af skólaúrum Ennfremur úrval af gjafavörum, svo sem gullhringa, hálsmen, armbönd og eyrnalokka. Vasapela, kveikjara, pípur og margt margt fleira. LÍKI YÐUR EKKI VIÐSKIPTIN ÞÁ LÁTIÐ MIG VITA. LÍKI YÐUR VIÐSKITIN VEL, ÞÁ LÁTIO AÐRA VITA. AXEL EIRÍKSSON, úrsmiður Aðalstræti 22, ísafirði Hólskirkja sjötíu ára Hinn 10. desember n.k., annan sunnudag í jólaföstu, er sjötíu ára vígsluafmæli Hólskirkju í Bolungarvík. Þennan dag verður barna- guðsþjónusta i kirkjunni klukkan ellefu, en eftir há- degið verður hátíðarguðs- þjónusta klukkan fjórtán, þar sem biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson, prédikar, en sóknarprestur- inn þjónar fyrir altari. Um kvöldið verður fjölbreytt dagskrá í kirkjunni og hefst klukkan tuttugu og eitt. Hefur það verið venja undanfarin ár að efna til aðventukvölds þennan sunnudag. Að þessu sinni syngur kirkjukór Bolungar- víkur undir stjórn Sigríðar J. Norðkvist og sóknarprestur- inn flytur erindi, sem hann nefnir „Horft um öxl á Hóli“. Þá verður einsöngur, tvlsöngur og sellóleikur. Hólskirkja var reist sumar- ið 1908 og vígð 6. desember sama ár. Séra Þorvaldur Jónsson, prófastur á ísafirði, var mikill hvatamaður að kirkjubyggingunni og útveg- aði peningalán til fram- kvæmdanna. Efniviðurinn í kirkjuna var keyptur frá Noregi, að mestu tilhöggv- inn. Jón Snórri Árnason, snikkari á ísafirði, tók kirkju- bygginguna að sér í ákvæðis- vinnu, en yfirsmiður var Guðni M. Bjarnason. Rögn- valdur Ólafsson, bygginga- meistari, teiknaði kirkjuna. I haust hlaut kirkjan þarfa og kostnaðarsama viðgerð, auk þess sem hún var máluð innan af þeim hjónum Jóni og Grétu Björnsson, kirkju- málurum. Formaður sóknarnefndar er Benedikt Bjarnason, fram- kvæmdastjóri, en formaður kirkjukórsins Málfríður Sig- urðardóttir. Safnaðarfulltrúi er Guð- mundur Kristjánsson, bæjar- stjóri. Frá Skíða- lyftunni Skíðalyfturnar á Selja- landsdal verða opnaðar strax og veður (þ.e. snjór) leyfir. Árskort í lyfturnar í vetur kosta kr. 24.000 fyrir full- orðna og kr. 12.000 fyrir börn, fædd 1964 eða síðar. Einnig verða seld dagskort og stakar ferðir. Skíðalyftunefnd vill benda á að ÁRSKORT í skíðalyft- urnar getur verið mjög vel þegin jólagjöf jafnt fyrir börn sem fullorðna, fyrir utan að vera æskilegur stuðningur við lyfturnar í upphaFi vertíðar. Árskort og gjafakort sem ávísun á árskort verða til sölu í Bókhlöðunni.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.