Vestfirska fréttablaðið - 06.12.1978, Blaðsíða 9

Vestfirska fréttablaðið - 06.12.1978, Blaðsíða 9
9 tJteuaMadid Hefur haft slæm M.B. Dynjandi á rækjuveiðum í (safjarðardjúpi. áhrif Þetta bann við rækju- veiðum nú í haust, hefur skapað mikla erfiðleika hjá fólki, sem hefur starfað við þessar veiðar og þá sérstak- lega rækjusjómönnum og eigendum rækjubátanna. Eigendur rækjubátanna voru búnir að undirbúa haustvertíðina, kaupa veiðarfæri og undirbúa bátana að öðru leyti fyrir rækjuveiðar. Einnig má benda á að handfæraver- tíð lauk óvenju snemma á þessu ári sökum ógæfta. Rækjusjómenn hafa því að mestu verið atvinnulausir síðan í september. Einnig hefur þetta komið illa nið- ur á javí fólki, sem unnið hefur í rækjuverksmiðjun- um, þó að það sýni sig ekki í skráningu atvinnulausra hér í bæ. Stafar það bæði af því að fólk hélt að veið- ar hæfust fyrir áramót og hins vegar að í rækjuverk- smiðjunum vinna hús- mæður, sem ekki vilja vinna annars staðar. AFLATRYGGINGASJÓÐI VERÐI BREYTT Vegna þessa alvarlega á- stands í rækjuveiðimálum fóru þrír fulltrúar frá Hug- inn, félagi smábátaeigenda á ísafirði og einn fulltrúi frá Árvakri, félagi smá- bátaeigenda í Bolungarvík, á fund sjávarútvegsráð- herra, nú fyrir skömmu. Var sjávarútvegsráðherra gerð grein fyrir stöðu þess- ara mála og lofaði hann að kanna málið. í þessum við- ræðum kom einnig fram að ekki væri gert ráð fyrir því að sjómönnum og út- gerðarmönnum sé bætt það tap, sem þeir verða fyrir í tilvikum sem þess- um. Fulltrúarnir ræddu einnig við þingmcnn Vest- firðinga og varð niðurstaða þeirra viðræðna sú að þingmennirnir munu beita sér fyrir breytingu á lögum umÁflatryggingasjóð, þannig að sá sjóður greiði bætur í tilvikum sem þessum. AFLAVERÐMÆTI HEFÐI GETAD ORÐIÐ 200 MILLJÓNIR Rækjuveiðar hér í ísa- fjarðardjúpi hafa venju- lega hafist í október und- anfarin ár og yfir haust- mánuðina hefur aflinn ver- ið um eitt þúsund tonn að jafnaði. Þetta samsvarar því að aflaverðmæti á haustvertíð nú hefði getað verið um 200 milljónir króna ef veiðar hefðu byrj- að í október. Að sjálfsögðu hefði framleiðsluverðmæti þessa magns verið mun hærra eða allt að 400 til 500 milljónir króna. Bent hefur verið á það að rækju- bátar við Djúp myndu ná leyfilegu aflamagni á þess- ari vertíð, þrátt fyrir það að veiðar yrðu ekki hafnar fyrr en eftir áramót. Rækjusjómenn telja þetta ekki fullkomlega rétt, því rækjan smækki venjulega eftir áramót og jafnvel svo mikið að farið sé fram á að veiðisvæðum sé lokað. Einnig benda rækjusjó- menn á að það er erfitt fyrir þá að vera tekjulitla á þessum tíma árs og margir hverjir búnir að leggja verulegar upphæðir í að undirbúa báta sína fyrir haustvertfðina. $ JÓLAMARKAÐUR K.Í. verður opnaður í vöruskemmunni nú í vikulokin. Opið frá hádegi. Lokunartími sami og hjá herradeild, dömudeild og sérvörudeild. Leikföng og gjafavörur ýmiskonar. Gosdrykkir og ávextir í heilum kössum. Jolatre. Matvöruúrval í Kaupfélagsbúðunum! HERRADEILD: DÖMUDEILD: SÉRVÖRUDEILD: Herrafatnaður Kvenfatnaður Búsáhöld yst sem innst Barnafatnaður Gjafavara DUFFY’S Marks & Spencer Vefnaðarvara gallabuxurnar vörurnar Möve handklæðin Arabia glervörurnar Opið laugardag 9. des. til kl. 16:00,16. des. til kl. 22:00 og 23. des. til kl. 23:00. Ath. Gildir einnig um Jólamarkaðinn. Allt í jólamatinn! Hangikjöt - Nautakjöt - Svínakjöt - London Lamb - Rjúpur - Gæsir - Kjúklingar. Hnífsdalur - ísafjörður - Súðavík - Suðureyri Opið 9. des. til kl. 16:00,16. des. til kl. 20:00 og 23. des. til kl. 22:00. KAUPFÉLAG ÍSFIMGA

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.