Vestfirska fréttablaðið - 06.12.1978, Blaðsíða 12

Vestfirska fréttablaðið - 06.12.1978, Blaðsíða 12
Jólakort fjölmargar gerðir, verð kr. 60—250. Jólapappír í rúllum, verð kr. 120—490. Bönd og slaufur PAPPÍR og PAPPI marglitur til föndurvinnu. BÓKAVERSLUN JÓNASAR TÓMASONAR Sími3123 ísafirði Verulega stækkuð verslun Straumur hf. hefur stækkað verulega og breytt verslun sinni að Silfurgötu 5 á Ísa- firði. Við að stækka verslun- arplássið, sem nú er rösklega 60 fermetrar, batnar aðstaðan verulega til þess að versla með raftæki, heimilistæki og annað það, sem Straumur hf. hefur verslað með. Verður nú lögð aukin áhersla á að hafa fjölbreytt vöruúrval og verða á boðstólum, auk þess sem áð- ur var, hljómtæki, sjónvarps- tæki, handverkfæri, Ijós og fleira. Verslunarstjóri er Sverrir Hestnes. Straumur hf. var upphaf- lega stofnað, sem rafverkafyr- irtæki og er það að sjálf- sögðu enn stærsti þátturinn í starfsemi fyrirtækisins. Venjulega vinna hjá Straumi hf. um 10 manns. Fyrirtækið vinnur aðallega að nýlögnum og viðgerðum. Annast það að sjálsögðu viðhald allra þeirra tækja, sem seld eru í verslun- inni. Eigendur Straums hf. eru Heiðar Guðmundsson, Birna Valdimarsdóttir, Páll Stur- laugsson, Emma Rafnsdóttir, Gunnar Steinþórsson og Bryndis Baldursdóttir. Úr versluninni. Blómabúð — Blómaskreytingar Verslun Arngríms Fr. Bjarnasonar hefur starfað á Fsafirði í 32 ár. Arngrímur Fr. Bjarnason, prentari, stofnsetti verslunina þá að Hafnarstræti 11, en þar er hún enn til húsa. Arngrímur verslaði aðallega með metravöru og búsáhöld. Ásta Eggertsdóttir Fjeldsted, kona Arngríms tók við versl- unarrekstrinum eftir að hann veiktist og hætti störfum, og tók hún upp verslun með blóm, til viðbótar við það, sem fyrir var. Sigurður Sigurðsson, dótt- ursonur þeirra Arngríms og Ástu, hefur nú tekið við rekstri verslunarinnar. Mun nú eingöngu verða verslað með blóm og það sem til gjafavöru. þeirra þarf, auk allskonar Blómabúðin. © POLLINN HF Isafirói Sími3792 Ljosakrossar á leiði Verð frá kr. 13.500 Byggingarframkvæmdir við bensínafgreiðsluna sunnan Hafnarstrætis. HEILBRIGÐIS- OG UMHVERFISVERNDARNEFND: Greinargerð um bensín- afgreiðslubyggingu ,Nefndin er sammála um að senda frá sér svohljóðandi greinargerð: Vegna blaðaskrifa um staðarval bensínaf- greiðslustöðvar við Hafnarstræti á ísafirði óskar heilbrigðis- og umhverfisverndarnefnd ísafjarðar að taka fram eftirfarandi: Nefndin hefur alltaf lýst sig andvíga þeirri ákvörðun Bæjarstjórnar ísafjarðar að úthluta lóð undir bensínafgreiðslustöð við Hafnar- stræti. Á fundum nefndarinnar 7., 16., og 18. sept. 1976 var málið tekið fyrir og þáverandi heil- brigðisfulltrúa Bárði Guðmundssyni falið að óska eftir því við Heilbrigðiseftirlit ríkisins að það sendi hingað fulltrúa til viðræðna við nefndina, skv. gr. 13.1 heilbrigðisreglugerðar. Við þeirri málaleitan varð stofnunin ekki. 13. maí, 31. október, 2. og 15. nóvember 1978 var málið enn á dagskrá og vísast hér með til fundargerða frá framangreindum tím- um. Nefndin óskaði enn eftir því við Heilþrigðis- eftirlit ríkisins að það sendi fulltrúa sína hing- að skv.áðurnefndri grein heilbrigðisreglugerð- ar. Forstöðumaður þessarar stofnunar, Hrafn V. Friðriksson, kom hingað til fundar 3. des. s.l. Á þeim fundi, sem bæjarstjóri Bolli Kjart- ansson sat einnig, var gerð svohljóðandi bókun. „Heilbrigðis- og umhverfisverndarnefnd fer þess á leit við Heilbrigðiseftirlit ríkisins að það taki ágreiningsefni nefndarinnar og bæjarstjórnar ísafjarðar um bensínaf- greiðslustöð við Hafnarstræti á ísafirði til umsagnar."

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.