Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 2
2_____________________ I vestíirska 1 FRETTABLADID Lltgefandi og ábyrgðarmaour: Árni Sigurðsson Blaðamenn: Eðvarð T. Jónsson Elísabet Þorgeirsdóttir Prentun: Prentstofan [srún ht., ísafirði. Landshlutablöö, sem ekki eru tengd stjórnmálaflokkum, hafa um langt árabil oröiö aö sætta sig viö aö vera sett skör lægra en önnur blöö, þegar um er aö ræöa kynningu á forystugreinum þeirra í útvarpi. Nú hefur oröiö breyting á þessu og útvarpsráö hefur ákveðið aö héraös- fréttablöö skuli sitja viö sama borö og önnur landsmálablöð í þessum efnum. Þessa drengilegu afstööu hins nýja útvarpsráös ber að meta. Hún ber vitni um víðsýni og sanngirni, sem menn sakna oft hjá pólitískum stofnunum landsmanna. Hér var þó auövitaö ekki um annað aö ræöa en hreint réttlætismál, sem allir skynbornir menn gátu tekið undir. Þegar opinber stofnun gengur fram fyrir skjöldu og varnar einhverjum tilteknum þjóöfélagsöflum máls af þeirri ástæðu einni, aö þau fást ekki til aö setja upp flokkspólitísk gleraugu, þá er von aö menn spyrji hvaö líði mannréttindum og lýöræði í landinu. Flestir eru því sammála aö nauösyn beri til aö efla útkomu fréttamiöils, sem ekki er ofurseldur einhverjum stjórnmála- flokki og sem veitir innsýn í atburði líö- andi stundar án þess aö taka til þeirra pólitíska afstööu. VF hefur gert sér far um aö reyna aö mæta þörfinni fyrir slíkan fréttamiöil hér í landsfjórðungnum. Blaöiö líturá þaö sem hlutverk sitt, aö miöla sem sönnustum og Stefnubreyting hjá Útvarpsráði. Loks lesið úr forystugreinum „Vestfirska“ áreiðanlegustum fréttum héóan úr fjórö- ungnum. Deila má um hvernig þetta hef- ur tekist í einstökum tilfellum, en sé litiö á fréttaflutning blaösins í heild frá því þaö hóf útkomu sína fyrir fimm árum, þá kemur þessi grundvallrstefna þess einkar vel í Ijós. Allir velunnarar blaðsins hljóta að vona aö þaö haldi áfram og hviki hvergi á þessari braut. vestfirska rp.ETTAELADID Blaðamenn tala oft um þá skoðana- myndun, sem fram fer í stefnumarkandi greinum blaöanna, leiðurum og ritstjórn- argreinum. Hugtakiö skoðanamyndun er í þessu sambandi oftast notaö sem sam- heiti yfir innrætingu af einhverju tagi. Þeir sem skrifa í blööin hafa tilhneigingu til aö ofmeta þau áhrif, sem þeir hafa á skoö- anir almennings. Þaö getur heldur ekki talist eölilegt aö skoðanamyndun fari fram annarsstaöar en í hugum frjálsra og fullvita einstaklinga. Sérhver maöur á rétt á því að móta skoðanir sínar um menn og málefni í friöi. Blööin geta og eiga aö auövelda honum þetta meö því aö veita honum réttar og áreiöanlegar upplýsing- ar. Þaö er skylda hvers fréttablaðs, sem vill rísa undir nafni, aö veita þessar upp- lýsingar, en þaö er ekki skylda þess aö hugsa fyrir lesendur sína. Hér skilur á milli raunverulegs fréttamiöils og annarra fjölmiðla. Gott fréttablaö er mikiö þarfaþing. Þegar það gegnir hlutverki sínu rétt, er þaö eins og spegill, sem hefur augu og eyru og kann aö tala — þessi spegill endurvarpar meö trúverðugum hætti því sem fyrir hann ber og engu öðru. Þetta hlýtur aö vera besti mælikvarðinn á heiö- arlega fréttamennsku og aöeins þaö blaö, sem setur sér slíkt markmiö í um- fjöllun sinni um menn og málefni getur talist raunverulega frjálst og óháö. Fjárhagsáætlun ísafjarðarkaupstaðar Framhald af bls. 1 leiksvæðið geti verið lífshættu- legt. segir í greinargerðmeð tillög- unni. í annari tillögu var lagt til að varið yrði 2 m. kr. til starfs- valla sem þarfnast lítils undirbún- ings og gætu komið til nota strax í sumar. Þriðja tillagan var þess efnis að lagt yrði niður framlag til skólagarða l m. kr. HEiLBRIGÐIS OG HREINLÆTISMÁL. Til heiIbrigðis- og hreinlætis- mála er áætlað að verja 76.050 m. kr. og var það samþykkt með 8 atkvæðum gegn l atkvæði Al- þýðubandalagsins sem lagði til að kostnaður við sorpsvæði við Sundahöfn lækkaði um helming þ.e. 7.5 m. kr. Það var fellt með 6 atkvæðum gegn I. Einnig kom fram tillaga frá Alþýðubandalag- inu um að varið yrði 4.5. m. kr. til heimahjúkrunar 'en í hana var ekki áætlað í frumvarpinu. Þetta var fellt með 5 atkvæðum gegn 1. LISTIR, ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVERA. Áætlaðar voru 112.150 m. kr. í kaflann listir. íþróttir og útivera en sú tala hækkaði í 127.850 m. kr. vegna breytingartillagna meirihlutans um að varið yrði 4.5. m. kr. til söguritunar: framlag til Sögufélags ísfirðinga lækki um 4 m. kr. verði 500 þúsund;. framlag til byggðasafns lækki um 200 þús- und, verði 500 þúsund en á móti hækki framlag til reksturs á Selja- landsdal um 15 m. kr.. verði 20 m. kr. Þessar tillögur voru allar sam- þykktar. Framsóknarflokkurinn lagði til að athugað yrði hvort hægt væri að fá garðyrkjumann til sumarstarfa hér t.d. haft sam- starf við Reykjavíkurborg. Þetta var samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum. Alþýðubandalagið lagði fram sex tillögur. ein þeirra var samhljóða tillögu meirihlut- ans varðandi reksturinn á Selja- landsdal og var hún samþykkt. hinar voru allar felldar. Tvær voru varðandi ofreiknað- an hitunarkostnað. Ein kvað á um að framlag til Litla Leikklúbbsins yrði 1 m. kr. í stað 600 þúsunda eins og gert er ráð fyrir í áætlun- inni. Önnur að liðurinn ..til land- græðsiu" yrði hækkaður um 2.5 m. kr. Eins var lagt til að liðurinn ..félög og hópar" hækkaði um I m. kr. til að stuðla að vinarbæjar- tengslum í formi almennra menn- ingar- og íþróttasamskipta í stað ferðalaga bæjarfulltrúa. eins og skýrt er frá i greinargerð. GATNA OG HOLRÆSAGERÐ. Til gatna og holræsagerðar var áætlað að verja 492.3 m. kr. en sú tala hækkaði upp í 503 m. kr. Fram kom tillaga frá meirihlut- anum þess efnis að í viðhald og endurnýjun malbikaðra gatna verði varið 60 m. kr. til viðbótar. verði 65 m. kr. Sú tillaga var samþykkt. Önnur tillaga kvað á um að í nýlagnir gatna yrði varið 130 m. kr. hækki um 10.7 m. kr. Eins var lagt tii að fjárveiting i bundið slitlag lækki um 60 m. kr. verði 30 m. kr. Varðandi liðinn „laun í Tæknideild" lagði meiri- hlutinn til að liðurinn „aðkeypt þjónusta" yrði felldur niður en það er þjónusta frá Verkfræði- stofu Sigurðar Thoroddsen að upphæð 25 m. kr. Þar á móti var lagt til að liðurinn „Tæknimenn" hækki um 25 m. kr„ verði 50 m. kr. Þessar tillögur voru allar sam- þykktar og hækkaði því niður- stöðutalan um 10.7 m. kr. Fram- sóknarflokkurinn lagði til að laun í Tæknideild vegna verkfræði- skrifstofu S. Thoroddsen lækki um 15 m. kr. verði 10 m. kr. Þetta var fellt með 5 atkvæðum gegn einu. Eins lagði Framsóknar- flokkurinn til að tæknideild yrði falið að endurskoða deiliskipulag Seljalandshverfis með það í huga að breyta innkeyrslu í hverfið þannig að hún komi beint af stofnbrautinni og liggi fyrir ofan Seljalandshúsin. Þetta var fellt með 5 atkvæðum gegn I. Fram- sóknarflokkurinn lagði einnig til að veitt yrði 30 m. kr. í stoðvegg meðfram Seljalandsvegi frá spennistöð og innfyrir íbúðir fyrir aldraða. Það var einnig fellt með 5 atkvæðum gegn 1. Alþýðuflokkurinn lagði til að sótt yrði um 40 m. kr. lán í stað 10 úr 25'í sjóði til framkvæmda við Djúpveg. Tillagan var felld með 5 atkvæðum gegn 3. Alþýðubandalagið lagði til að varið yrði I m. kr. í nýjan lið „götunöfn og númer" og hafist yrði handa að merkja götur og hús. í sambandi við liðinn „laun í tæknideild" lagði Alþýðubanda- lagið til að samningum við verk- fræðiskrifstofu S. Thoroddsen yrði sagt upp og til launa í tækni- deild yrði varið 65 m.kr. í stað 75 m. kr. eins og gert var ráð fyrir. Fyrri tillagan var felld með 5 atkvæðum gegn 2 en sú síðari með 5 gegn 1. FASTEIGNIR. Til fasteigna var áætlað að verja 56.6 m. kr. en talan hækkaði upp í 60.350 m. kr. vegna breytingatillögu frá meiri- hlutanum sem varsamþykkt. Hún var þess efnis að framlag til Skóg- ræktarfélags ísafjarðar hækki um 3.75 m. kr. en það var áætlað I m. kr. Framsóknarflokkurinn lagði til að liðurinn „girðingar" félli út en hann var áætlaður 25 m. kr. Það var fellt með 5 gegn 1. Frarn- sóknarmenn lögðu einnig til að varið yrði 10 m. kr. til girðinga- kaupa vegna nýrra gróðurreita og plöntukaupa í tilefni árs trésins. Þessi tillaga var líka felld. Al- þýðubandalagið lagði til að kostnaður við girðingar lækki í 10 m. kr. úr 25 m. kr. og.í stað þess að girða meðfram fjallshliðinni fyrir ofan bæinn yrðu reistar girð- ingar fyrir þá gripi sem ganga í skrúðgarða bæjarbúa. Yrði grip- unum ekki sleppt þaðan fyrr en eigendur þeirra tryggðu að þeir gengju annars staðar til beitar en í görðum bæjarbúa. Þessi tillaga var felld með 5 atkvæðum gegn I. EIGNABREYTINGAR Kaflinn um gjaldalið eigna- breytinga var samþykktur nær ó- breyttur. erþar um að ræða 513.4 m. kr. heildartölu. Áæltað er að verja 10.5 m. kr. í dagvistarheim- ili. 10 m. kr. í leikskóla í Hnifsdal. 201 m. kr. til íbúða aldraðra. 20 m. kr. i leiguíbúðir. 25 m. kr. í sjúkrahús og heilsugæslustöð. 27 m. kr. i iþróttasvæði á Torfnesi og 30 m. kr. í vallarhús. 30 m. í slökkvistöð og 35 m. kr. sem hlutafé í Hótel ísafjörð. Breytingartillögur meirihlutans voru allar samþykktar en þær kváðu á um að 10 m. kr. sem áætlaðar voru til úrbóta á Sund- höllinni féllu niður. að framlag til nýs íþróttahúss lækki um 8 m. kr. yrði 2 m. kr. og að til landa og húsakaupa yrði varið 10 m. kr. í stað 15 eins og gert var ráð fyrir. Eins var samþykkt að framlag til leikvalla hækki um 5 m. kr. verði 41 m. kr. Meirihlutinn lagði til tvo nýja liði og voru þeir báðir samþykktir. Annar var á þá leið að til þátttöku i stjórnsýsluhúsi færi 1 m. kr. og hinn að til aðstöðusköpunar vegna gðlfí- þróttar færu 2 m. kr. Alþýðu- flokkurinn lagði til að til dagvist- unarheimilis yrði varið 27.5 m. kr. í stað 10.5 m. kr. og var það fellt með 5 atkvæðum gegn 2. Eins lögðu Alþýðuflokksmenn til að í nýjan lið. skíðasvæði á Selja- landsdal yrðu veittar 15 m. kr. Þetta var einnig fellt með 5 gegn 2. Framsóknarflokkurinn lagði til að ekki yrði neinu fé veitt í vallar- hús en í það eru áætlaðar 30 m. kr. Á móti yrði veitt 40 m. kr. til nýs íþróttahús í stað 10 m. kr. Þetta var hvort tveggja fellt. Al- þýðubandalagið lagði fram 8 til- lögur við þennan kafla og var ein þeirra samþykkt en hún var sam- hljóða tillögu meirihlutans um að framlagið til úrbóta á Sundhöll yrði fellt niður. Hinar tillögurnar voru allar felldar. Lagt var til að franilag til byggingar dagheimilis við Eyrargötu yrði 80 m. kr. í stað 10.5 m. kr. Lagt var til að veita 10 m. kr. til byggingar Tónlistar- skóla. Einnig var lagt til að fram- lag nýs íþróttahúss yrði 15 m. kr. í stað 10 m. kr. áður. Ein tillagan var þess efnis að framlag til í- þróttavallarhúss yrði fellt niður en í staðinn yrði ráðist í byggingu áhaldahúss sem er forsenda fyrir því að íþróttahús verði byggt. Til áhaldahúss var lagt til að yrði varið 10 m. kr. Að lokum var lagt til að verja 30 m. kr. til uppbygg- ingar á Seljalandsdal. Breytingartillaga kom frá meirililutanum um tekjuhlið eignabreytinganna og var hún samþykkt. Tekjuliðurinn lítur þá svona út: Afgangur samkvæmt rekstraráætlun 226.485 m. kr. lán- tökur 283.165 m. kr. og söiuverð sumarbústaðarv/skógræktar 3.750 m. kr. Samtals 5 13.4 m. kr. þrjár aðrar tillögur Enn er ótalið þrjár tillögur sem samþykktar voru frá Framsóknar- flokki, svohljóðandi: „Framtals- nefnd verði falið að taka sýnis- horn og úrtak af framtölum nokk- urra framteljanda til að sannprófa raungildi útsvarsáætlunarinnar." Þetta var samþykkt með 7 at- kvæðum. „Leitað verði sam- komulags við Vegagerð ríkisins um reksturskostnað af lýsingu á Hnífsdalsvegi." Þetta var sam- þykkt með 9 atkvæðum. Einnig voru samþykktar tvær tillögur frá meirihluta bæjarstjórnar. önn- ur þess efnis að fela skuli bæjar- ráði í samráði við dagheimilis- nefnd að semja drög að reglugerð um rekstur dagvistunarstofnana á ísafirði. Hún var samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum. Hin var svohljóðandi: „Vegna framlags til vinnuskóla. felur bæjarstjórn bæjarráði að ákveða starfsemi vinnuskólans eftir framlagðri á- ætlun samþykktri af félagsmála- ráði." Þetta var samþykkt með 7 atkvæðum gegn 1. Að lokum ber að geta tillögu sem Framsóknar- flokkurinn lagði fram og var sam- þykkt með breytingum frá Guð- mundi H. Ingólfssyni þess efnis að fjárhagsáætlun verði endur- skoðuð og sett í raunhæfara mót þegar fyrir liggja raunhæfar upp- lýsingar um tekjustofna bæjar- sjóðs og framlög frá ríki og þá tekið tillit til þeirra nefnda sem ekki hafa starfað og skilað fjár- hagstillögum til bæjarsjóðs. Þetta var samþykkt samhljóða. REKSTRARÁÆTLANIR. Að lokum skulu hér birtar nið- urstöðutölur rekstraráætlunar stofnana á vegum bæjarsjóðs. Rekstraráætlun Hafnarsjóðs var samþykkt óbreytt. upp á 121.7 m. kr. Tekjuafgangur er áætlaður 13.7 m. kr. og rennur hann til eignabreytinga sem nema 523.5 m. kr. með fjárveitingum á fjár- lögum. fjárveitingum til sérfram- kvæmda. lánum og afskriftum. Rekstraráætlun Fjórðungssjúkra- hússins var einnig samþykkt ó- breytt. nemur hún 543.950 m. kr. Til reksturs Vatnsveitunnar eru áætlaðar 87.7 m. kr. með 59.2 m. kr. rekstrarafgangi sem rennur til eignabreytinga sem nema 60.2 m. kr. eftir að bætt hefur verið við 1 nr. kr. vegna afskrifta. Þetta var samþykkt óbreytt. Rekstraráætl- un Vinnuvéla Isafjarðarkaupstað- ar nemur 171.75 m. kr. og var það samþykkt. Upphæð eignabreyt- inga er 30 m. kr. gþ

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.